ÍBV hefur samið við Petar Jokanovic, bosnískan landsliðsmarkvörð.
Jokanovic, sem er 28 ára, var síðast á mála hjá Red Boys Differdange í Lúxemborg.
ÍBV hefur endurnýjað samninga við nokkra leikmenn í sumar og þá er Róbert Sigurðarson genginn í raðir félagsins eftir að hafa verið á láni frá Akureyri í tvö ár.
Eyjamenn enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og slógu FH-inga út, 2-0, í 8-liða úrslitunum. ÍBV tapaði fyrir Haukum, 3-2, í undanúrslitunum.
Fyrsti leikur ÍBV í Olís-deildinni er gegn Stjörnunni á heimavelli sunnudaginn 8. september.
Bosnískur landsliðsmarkvörður til ÍBV
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti



Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti

Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti