Guðmundur Ágúst Kristjánsson, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sigraði í Einvíginu á Nesinu sem fram fór í dag við góðar aðstæður á Nesvellinum.
Um var að ræða árlegt góðgerðarmót þar sem að safnað er fé til Barnaspítala Hringsins en í alls söfnuðust 750 þúsund krónur í ár.
Eins og undanfarin ár voru flestir af sterkustu kylfingum Íslands mættir að taka þátt en fjölmargir áhorfendur fylgdust með spennandi baráttunni.
Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að tíu keppendur hófu leik á 1. braut á Nesvellinum og sá sem var á lakasta skorinu féll úr leik.
Þannig hélt keppnin áfram þar til að Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, kepptu um sigurinn.
Lokastaðan:
1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR
2. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG
3. Nökkvi Gunnarsson, NK
4. Björgvin Sigurbergsson, GK
5. Axel Bóasson, GK
6. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR
7. Haraldur Franklín Magnús, GR
8. Ólafur Björn Loftsson, GKG
9. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
10. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR
Guðmundur Ágúst kom, sá og sigraði á Nesinu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1



Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1