Enski boltinn

Maitland-Niles skoraði fáránlegt sjálfsmark þegar Arsenal tapaði fyrir Barcelona | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rafinha og Carles Aleñá fagna með Luis Suárez sem skoraði sigurmark Barcelona gegn Arsenal.
Rafinha og Carles Aleñá fagna með Luis Suárez sem skoraði sigurmark Barcelona gegn Arsenal. vísir/getty
Barcelona vann 2-1 sigur á Arsenal í hinum árlega leik um Joan Gamper bikarinn á Nývangi í kvöld. Luis Suárez skoraði sigurmark Börsunga á lokamínútunni.

Arsenal komst yfir á 36. mínútu þegar Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eftir sendingu frá Mesut Özil. Staðan var 0-1 í hálfleik, Skyttunum í vil.

Á 69. mínútu jafnaði Ashley Maitland-Niles fyrir Barcelona með afar klaufalegu sjálfsmarki. Hann ætlaði þá að gefa boltann til baka á Bernd Leno en það mistókst hrapallega og Maitland-Niles renndi boltanum í eigið mark.



Suárez skoraði svo sigurmark Barcelona á lokamínútunni eftir sendingu frá Sergi Roberto.



Þetta var síðasti leikur Arsenal á undirbúningstímabilinu. Liðið sækir Newcastle United heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×