Sjá einnig: Katy Perry stal kristilegu rapplagi
Dark Horse kom út árið 2014 og sameinuðu þau Katy Perry og rapparinn Juicy J krafta sína í laginu. Kristilegi rapparinn Marcus Grey, sem notast við listamannsnafnið Flame, sagði undirspil lagsins vera stolið en sjálfur hafði hann gefið út lagið Joyful Noise árið 2009 og þótti honum mikil líkindi vera með lögunum.
Söngkonan sjálf mun þurfa að greiða 61,6 milljón íslenskra króna en útgáfufyrirtækið mun þurfa að greiða það sem eftir stendur.
Hér að neðan má sjá YouTube-myndband Rick Beato þar sem hann ber saman lögin.