Thomas fór á kostum og er kominn með sex högga forystu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2019 23:15 Thomas var sjóðheitur í dag. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas er með sex högga forystu fyrir lokahringinn á BMW Championship mótinu í golfi. Þetta er næstsíðasta mótið í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. Thomas lék frábært golf og lék hringinn á ellefu höggum undir pari. Thomas gaf tóninn með því að fá fimm fugla á fyrstu fimm holunum. Hann fékk alls átta fugla, tvo erni og einn skolla.Medinah is electric right now. @JustinThomas34 is putting on a show. He's 11-under and leads by six.#LiveUnderParpic.twitter.com/mKhGcNSaH8 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 17, 2019 Is it really over, @JustinThomas34? What a performance.#LiveUnderParpic.twitter.com/NI6OyCr60C — PGA TOUR (@PGATOUR) August 17, 2019 Thomas er samtals á 21 höggi undir pari, sex höggum á undan löndum sínum, Tony Finau og Patrick Cantlay, sem eru enn jafnir í 2. sætinu. Þeir léku báðir á fjórum höggum undir pari í dag. Slóvakinn Rory Sabbatini er í 4. sæti á samtals 14 höggum undir pari. Hann lék á fimm höggum undir pari í dag. Jon Rahm frá Spáni stökk upp um tíu sæti, úr því fimmtánda og í það fimmta. Hann lék á sex höggum undir pari í dag og er samtals á 13 höggum undir pari. Eftir frábæra spilamennsku í gær náði Hideki Matsuyama sér ekki á strik í dag. Hann lék á einu höggi yfir pari og er kominn niður í 9. sætið eftir að hafa verið með forystu eftir annan hringinn. Tiger Woods lék vel í dag, á fimm höggum undir pari, og fór upp um 17 sæti. Hann er í 31. sæti á samtals sjö höggum undir pari. Bein útsending frá fjórða og síðasta hring BMW Championship hefst á Stöð 2 Golf klukkan 16:00 á morgun. Golf Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas er með sex högga forystu fyrir lokahringinn á BMW Championship mótinu í golfi. Þetta er næstsíðasta mótið í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. Thomas lék frábært golf og lék hringinn á ellefu höggum undir pari. Thomas gaf tóninn með því að fá fimm fugla á fyrstu fimm holunum. Hann fékk alls átta fugla, tvo erni og einn skolla.Medinah is electric right now. @JustinThomas34 is putting on a show. He's 11-under and leads by six.#LiveUnderParpic.twitter.com/mKhGcNSaH8 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 17, 2019 Is it really over, @JustinThomas34? What a performance.#LiveUnderParpic.twitter.com/NI6OyCr60C — PGA TOUR (@PGATOUR) August 17, 2019 Thomas er samtals á 21 höggi undir pari, sex höggum á undan löndum sínum, Tony Finau og Patrick Cantlay, sem eru enn jafnir í 2. sætinu. Þeir léku báðir á fjórum höggum undir pari í dag. Slóvakinn Rory Sabbatini er í 4. sæti á samtals 14 höggum undir pari. Hann lék á fimm höggum undir pari í dag. Jon Rahm frá Spáni stökk upp um tíu sæti, úr því fimmtánda og í það fimmta. Hann lék á sex höggum undir pari í dag og er samtals á 13 höggum undir pari. Eftir frábæra spilamennsku í gær náði Hideki Matsuyama sér ekki á strik í dag. Hann lék á einu höggi yfir pari og er kominn niður í 9. sætið eftir að hafa verið með forystu eftir annan hringinn. Tiger Woods lék vel í dag, á fimm höggum undir pari, og fór upp um 17 sæti. Hann er í 31. sæti á samtals sjö höggum undir pari. Bein útsending frá fjórða og síðasta hring BMW Championship hefst á Stöð 2 Golf klukkan 16:00 á morgun.
Golf Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira