Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili, endaði í 2. sæti á Ahus KGK Pro/Am mótinu í Svíþjóð. Þetta er besti árangur hans á Nordic Golf mótaröðinni í ár.
Axel lék manna best á lokahringnum í dag, eða á fimm höggum undir pari. Hann fékk sex fugla á hringnum og tapaði aðeins einu höggi.
Hann fór upp um 13 sæti, úr því fimmtánda í 2. sætið sem hann deildi með Dananum Nicolai Kristensen. Þeir voru báðir á samtals þremur höggum undir pari, fimm höggum á eftir sigurvegaranum Jesper Kennegård frá Svíþjóð.
Fyrir mótið var Axel í 29. sæti á stigalista Nordic Tour mótaraðarinnar. Hann fer væntanlega upp um nokkur sæti eftir árangur helgarinnar.
Haraldur Franklín Magnús endaði í 39. sæti á níu samtals höggum yfir pari.
Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næsta ári.
Axel fór upp um 13 sæti á lokahringnum og náði sínum besta árangri í ár
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn



Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs
Körfubolti

Hólmbert skiptir um félag
Fótbolti

„Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“
Fótbolti