Trylla Tjarnarbíó með teknófiðluleik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2019 13:40 Annað kvöld mun teknófiðludúóið Geigen og plötusnúðatvíeykið Dj Dominatricks sameina krafta sína í „rave- performanspartýinu“ Geigen Galaxy #4 í Tjarnarbíói. Geigen samanstendur af þeim Pétri Eggertssyni og Gígju Jónsdóttur. Vísir náði tali af Pétri fyrr í dag og spurði hann út í viðburðinn og tilurð teknófiðludúettsins. „Ég og Gígja erum bæði búin að vera í hinu og þessu síðustu árin. Við vorum bæði í listnámi og kynntumst fyrir löngu. Við hittumst síðan í San Francisco þar sem hún var að læra myndlist en ég var að læra tónlist,“ segir Pétur. Þau hafi síðan komist að því að þau hafi bæði æft á fiðlu á yngri árum. „Við hættum bæði í því námi á menntaskólaárunum. Það var einhver uppreisn gegn klassíska umhverfinu.“ Þeim hafi hins vegar fundist tilvalið að nýta kunnáttu sína á hljóðfærið til þess að skapa eitthvað saman. „Við fórum í alls konar hugmyndavinu og úr varð Geigen, sem blandar saman barokktísku og framtíðarútliti. Eins konar blanda af gömlu og nýju,“ segir Pétur. Geigen Galaxy #4 er, eins og nafnið kann að gefa til kynna, fjórði viðburðurinn sem haldinn er í nafni tvíeykisins. Sá fyrsti var haldinn í Mengi í byrjun árs, og hefur stækkað jafnt og þétt síðan þá. Geigen Galaxy #2 var haldið í Tjarnarbíói í tengslum við sviðslistahátíðina Vorblótið og nú síðast á LungA við frábærar undirtektir viðstaddra og fékk jákvæða dóma gagnrýnenda. Að þessu sinni verður plötusnúðatvíeykið Dj Dominatricks þeim Pétri og Gígju til halds og trausts. Geigen Galaxy #4 fer fram í Tjarnarbíói annað kvöld, frá klukkan 21 til 23. Miðasala fer fram á tix.is og við hurð.Veggspjald fyrir Geigen Galaxy #4.Arna Beth Menning Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Péturs Eggertssonar Pétur Eggertsson setti saman lista fyrir öll þau sem leggja upp í vegferð, symbólíska eður ei. 12. júlí 2019 15:15 Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Annað kvöld mun teknófiðludúóið Geigen og plötusnúðatvíeykið Dj Dominatricks sameina krafta sína í „rave- performanspartýinu“ Geigen Galaxy #4 í Tjarnarbíói. Geigen samanstendur af þeim Pétri Eggertssyni og Gígju Jónsdóttur. Vísir náði tali af Pétri fyrr í dag og spurði hann út í viðburðinn og tilurð teknófiðludúettsins. „Ég og Gígja erum bæði búin að vera í hinu og þessu síðustu árin. Við vorum bæði í listnámi og kynntumst fyrir löngu. Við hittumst síðan í San Francisco þar sem hún var að læra myndlist en ég var að læra tónlist,“ segir Pétur. Þau hafi síðan komist að því að þau hafi bæði æft á fiðlu á yngri árum. „Við hættum bæði í því námi á menntaskólaárunum. Það var einhver uppreisn gegn klassíska umhverfinu.“ Þeim hafi hins vegar fundist tilvalið að nýta kunnáttu sína á hljóðfærið til þess að skapa eitthvað saman. „Við fórum í alls konar hugmyndavinu og úr varð Geigen, sem blandar saman barokktísku og framtíðarútliti. Eins konar blanda af gömlu og nýju,“ segir Pétur. Geigen Galaxy #4 er, eins og nafnið kann að gefa til kynna, fjórði viðburðurinn sem haldinn er í nafni tvíeykisins. Sá fyrsti var haldinn í Mengi í byrjun árs, og hefur stækkað jafnt og þétt síðan þá. Geigen Galaxy #2 var haldið í Tjarnarbíói í tengslum við sviðslistahátíðina Vorblótið og nú síðast á LungA við frábærar undirtektir viðstaddra og fékk jákvæða dóma gagnrýnenda. Að þessu sinni verður plötusnúðatvíeykið Dj Dominatricks þeim Pétri og Gígju til halds og trausts. Geigen Galaxy #4 fer fram í Tjarnarbíói annað kvöld, frá klukkan 21 til 23. Miðasala fer fram á tix.is og við hurð.Veggspjald fyrir Geigen Galaxy #4.Arna Beth
Menning Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Péturs Eggertssonar Pétur Eggertsson setti saman lista fyrir öll þau sem leggja upp í vegferð, symbólíska eður ei. 12. júlí 2019 15:15 Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Föstudagsplaylisti Péturs Eggertssonar Pétur Eggertsson setti saman lista fyrir öll þau sem leggja upp í vegferð, symbólíska eður ei. 12. júlí 2019 15:15