Daimler sektað um 140 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2019 08:00 Mercedes Benz C350e. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes-Benz, á yfir höfði sér háa sekt fyrir dísilvélasvindl og gæti sektarupphæðin numið 1 milljarði evra, eða um 140 milljörðum króna. Það eru saksóknarar í Stuttgart, heimaborg Mercedes-Benz, sem munu leggja fram sektina á hendur Daimler. Mun sektarupphæðin að líkindum nema 5.000 evrum á hvern þann bíl sem Mercedes-Benz seldi með svindlhugbúnaði og því gæti sektarupphæðin jafnvel orðið hærri en 1 milljarður evra. Rannsóknin á svindli Mercedes-Benz stendur enn yfir og verða lyktir hennar ekki ljósar fyrr en við enda þessa árs. Samkvæmt rannsókninni er líklega um að ræða 280.000 Benz-bíla af gerðunum C-Class og E-Class og hefur Mercedes-Benz verið gert að innkalla alla þessa bíla og lagfæra þá svo búnaður þeirra falli að lögum. Líklega verður Daimler einnig ákært af bandarískum yfirvöldum af sömu ástæðu. Þýsk yfirvöld hafa þegar lagt sektir á Volkswagen upp á 1 milljarð evra, Audi 800 milljónir evra, Porsche 535 milljónir evra og Bosch, sem hannaði svindlhugbúnaðinn, upp á 90 milljónir evra. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes-Benz, á yfir höfði sér háa sekt fyrir dísilvélasvindl og gæti sektarupphæðin numið 1 milljarði evra, eða um 140 milljörðum króna. Það eru saksóknarar í Stuttgart, heimaborg Mercedes-Benz, sem munu leggja fram sektina á hendur Daimler. Mun sektarupphæðin að líkindum nema 5.000 evrum á hvern þann bíl sem Mercedes-Benz seldi með svindlhugbúnaði og því gæti sektarupphæðin jafnvel orðið hærri en 1 milljarður evra. Rannsóknin á svindli Mercedes-Benz stendur enn yfir og verða lyktir hennar ekki ljósar fyrr en við enda þessa árs. Samkvæmt rannsókninni er líklega um að ræða 280.000 Benz-bíla af gerðunum C-Class og E-Class og hefur Mercedes-Benz verið gert að innkalla alla þessa bíla og lagfæra þá svo búnaður þeirra falli að lögum. Líklega verður Daimler einnig ákært af bandarískum yfirvöldum af sömu ástæðu. Þýsk yfirvöld hafa þegar lagt sektir á Volkswagen upp á 1 milljarð evra, Audi 800 milljónir evra, Porsche 535 milljónir evra og Bosch, sem hannaði svindlhugbúnaðinn, upp á 90 milljónir evra.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent