Eignaðist draumabarnið með gjafasæði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2019 10:33 Mæðginin, Sigga Lena og Hákon Orri. Stöð 2 Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir, sem vakti athygli margra fyrir um tveimur árum síðan þegar hún kom fram í fjölmiðlum og talaði opinberlega um löngun sína til þess að eignast barn, hvort sem karlmaður væri í spilinu eða ekki, segist nú, tveimur árum síðar, hafa eignast draumabarnið. Sonur hennar, Hákon Orri, kom í heiminn fyrir tveimur mánuðum og var getinn með hjálp gjafasæðis. Í júlí 2017 var Sigríður, eða Sigga Lena eins og hún er oft kölluð, til viðtals í Íslandi í dag. Þar ræddi hún um drauminn um að eignast barn og sagðist ekki nenna að stressa sig á því að ná sér í mann. Barnið væri aðalatriðið. Hún var þá búin að ákveða að ef hún væri ekki búin að finna mann innan árs, myndi hún sjá um þessi mál ein, maðurinn kæmi bara seinna. Sindri Sindrason tók stöðuna hjá Siggu Lenu og Hákoni Orra í þætti gærkvöldsins og ræddu þau hverjar væntingar hennar voru, efasemdir og hugmyndir um ferlið en einnig hvernig ferlið var svo í raun og veru og hvort hún myndi fara þessa leið aftur. Einnig var viðtalið við Siggu Lenu frá því fyrir tveimur árum rifjað upp. „Ég fór í smá sjálfsskoðun og reyndi að átta mig á hvort að þetta væri eitthvað sem ég virkilega vildi, að vera ein með barn,“ segir Sigga Lena sem segist aldrei hafa verið efins um hvernig hún vildi haga sínum barnamálum. „Þetta var svona, ókei, jú. Ég ætla að gera þetta. Það tók svolítinn tíma að ákveða þetta alveg fullkomlega, hundrað prósent að þetta væri það sem ég ætlaði að gera. En ég sé ekki eftir því í dag.“ Sigga Lena fór í almenna skoðun hjá Livio til þess að athuga hvort allt væri í lagi og hvort hægt væri að halda út í ferlið. „Ég fékk þá niðurstöðu að ég væri með lítið af eggjum, svona miðað við hvað ég er gömul. Þau sögðu að ég ætti alveg að geta orðið ólétt þó að ég væri með fá egg. Þannig að ég bara prófaði þetta.“ Hálfu ári síðar tók Sigga Lena slaginn, prófaði eina uppsetningu og varð ólétt í fyrstu tilraun. Í viðtalinu sem sjá má hér að neðan talar Sigga Lena meðal annars um nafnavalið, hvernig hún valdi sæðisgjafa, hlutverk sitt sem einstæð móðir og viðhorf samfélagsins til ákvörðunar hennar, sem hún segir einkennast af stuðningi og gleði. Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Tengdar fréttir Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum, segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. 19. september 2017 10:30 Íhugar að eignast barn með gjafasæði Sigríður Lena er 32 ára og barnlaus. Hún er ekki í sambandi en finnur fyrir löngun til að eignast börn. Hún íhugar að stofna fjölskyldu ein með því að þiggja gjafasæði og veit um konur í sömu pælingum. 20. júlí 2017 10:15 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir, sem vakti athygli margra fyrir um tveimur árum síðan þegar hún kom fram í fjölmiðlum og talaði opinberlega um löngun sína til þess að eignast barn, hvort sem karlmaður væri í spilinu eða ekki, segist nú, tveimur árum síðar, hafa eignast draumabarnið. Sonur hennar, Hákon Orri, kom í heiminn fyrir tveimur mánuðum og var getinn með hjálp gjafasæðis. Í júlí 2017 var Sigríður, eða Sigga Lena eins og hún er oft kölluð, til viðtals í Íslandi í dag. Þar ræddi hún um drauminn um að eignast barn og sagðist ekki nenna að stressa sig á því að ná sér í mann. Barnið væri aðalatriðið. Hún var þá búin að ákveða að ef hún væri ekki búin að finna mann innan árs, myndi hún sjá um þessi mál ein, maðurinn kæmi bara seinna. Sindri Sindrason tók stöðuna hjá Siggu Lenu og Hákoni Orra í þætti gærkvöldsins og ræddu þau hverjar væntingar hennar voru, efasemdir og hugmyndir um ferlið en einnig hvernig ferlið var svo í raun og veru og hvort hún myndi fara þessa leið aftur. Einnig var viðtalið við Siggu Lenu frá því fyrir tveimur árum rifjað upp. „Ég fór í smá sjálfsskoðun og reyndi að átta mig á hvort að þetta væri eitthvað sem ég virkilega vildi, að vera ein með barn,“ segir Sigga Lena sem segist aldrei hafa verið efins um hvernig hún vildi haga sínum barnamálum. „Þetta var svona, ókei, jú. Ég ætla að gera þetta. Það tók svolítinn tíma að ákveða þetta alveg fullkomlega, hundrað prósent að þetta væri það sem ég ætlaði að gera. En ég sé ekki eftir því í dag.“ Sigga Lena fór í almenna skoðun hjá Livio til þess að athuga hvort allt væri í lagi og hvort hægt væri að halda út í ferlið. „Ég fékk þá niðurstöðu að ég væri með lítið af eggjum, svona miðað við hvað ég er gömul. Þau sögðu að ég ætti alveg að geta orðið ólétt þó að ég væri með fá egg. Þannig að ég bara prófaði þetta.“ Hálfu ári síðar tók Sigga Lena slaginn, prófaði eina uppsetningu og varð ólétt í fyrstu tilraun. Í viðtalinu sem sjá má hér að neðan talar Sigga Lena meðal annars um nafnavalið, hvernig hún valdi sæðisgjafa, hlutverk sitt sem einstæð móðir og viðhorf samfélagsins til ákvörðunar hennar, sem hún segir einkennast af stuðningi og gleði.
Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Tengdar fréttir Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum, segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. 19. september 2017 10:30 Íhugar að eignast barn með gjafasæði Sigríður Lena er 32 ára og barnlaus. Hún er ekki í sambandi en finnur fyrir löngun til að eignast börn. Hún íhugar að stofna fjölskyldu ein með því að þiggja gjafasæði og veit um konur í sömu pælingum. 20. júlí 2017 10:15 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum, segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. 19. september 2017 10:30
Íhugar að eignast barn með gjafasæði Sigríður Lena er 32 ára og barnlaus. Hún er ekki í sambandi en finnur fyrir löngun til að eignast börn. Hún íhugar að stofna fjölskyldu ein með því að þiggja gjafasæði og veit um konur í sömu pælingum. 20. júlí 2017 10:15
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp