Spá stöðugleika í fasteignaverði á Íslandi á næstu þremur árum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Ari Skúlason, hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans. Fréttablaðið/Vilhelm „Við erum að spá því að næstu þrjú ár verði raunverð á húsnæði nokkurn veginn óbreytt og að hækkun fasteignaverðs verði í takt við verðbólguna,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans. „Þannig að við erum að tala um í mesta lagi 3 til 4 prósenta hækkanir á ári, næstu tvö til þrjú ár. Það er mjög lítið vegna þess að meðalhækkunin um það bil frá aldamótum fram á síðasta ár var 9,5 prósent – að meðtöldu hruninu og öllu saman á þeim tíma,“ bendir Ari á. Aðspurður um skýringu segir Ari hana vera þá að hagkerfið sé að verða mun stöðugra. „Það eru auðvitað þættir sem hafa áhrif á þetta, eins og framboð á húsnæði og framboð á leiguhúsnæði. Hvort tveggja er að aukast mjög mikið sem hægir svo á þannig að kaupgleðin er ekki eins mikil og hún hefur oft verið.“ Ari játar því að þessi vænta þróun séu góð tíðindi fyrir heildarmyndina í efnahagslífinu. „Þegar eitthvað er fyrirsjáanlegt og eitthvað sem maður getur reiknað með að standist þá er það náttúrlega gott.“ Úr tölum má lesa að þegar kaupverð fasteigna æddi áfram á árunum 2016 til 2017 fylgdi leiguverð húsnæðis ekki með. Að jafnaði hefur leiguverð hækkað um rúmlega 90 prósent af þeirri hækkun sem orðið hefur á kaupverði fasteigna frá því í ársbyrjun 2014. „Síðan hefur þetta haldist nokkurn veginn í sama ferli en leiguverðið samt hækkað aðeins meira síðasta eitt og hálfa árið eða svo,“ segir Ari. Þetta þýðir að húsaleiga hefur frá því í ársbyrjun 2018 hækkað heldur meira en kaupverð fasteigna. Ari undirstrikar þó að leiguverð og húsnæðisverð haldist að jafnaði í hendur yfir lengri tíma. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Við erum að spá því að næstu þrjú ár verði raunverð á húsnæði nokkurn veginn óbreytt og að hækkun fasteignaverðs verði í takt við verðbólguna,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans. „Þannig að við erum að tala um í mesta lagi 3 til 4 prósenta hækkanir á ári, næstu tvö til þrjú ár. Það er mjög lítið vegna þess að meðalhækkunin um það bil frá aldamótum fram á síðasta ár var 9,5 prósent – að meðtöldu hruninu og öllu saman á þeim tíma,“ bendir Ari á. Aðspurður um skýringu segir Ari hana vera þá að hagkerfið sé að verða mun stöðugra. „Það eru auðvitað þættir sem hafa áhrif á þetta, eins og framboð á húsnæði og framboð á leiguhúsnæði. Hvort tveggja er að aukast mjög mikið sem hægir svo á þannig að kaupgleðin er ekki eins mikil og hún hefur oft verið.“ Ari játar því að þessi vænta þróun séu góð tíðindi fyrir heildarmyndina í efnahagslífinu. „Þegar eitthvað er fyrirsjáanlegt og eitthvað sem maður getur reiknað með að standist þá er það náttúrlega gott.“ Úr tölum má lesa að þegar kaupverð fasteigna æddi áfram á árunum 2016 til 2017 fylgdi leiguverð húsnæðis ekki með. Að jafnaði hefur leiguverð hækkað um rúmlega 90 prósent af þeirri hækkun sem orðið hefur á kaupverði fasteigna frá því í ársbyrjun 2014. „Síðan hefur þetta haldist nokkurn veginn í sama ferli en leiguverðið samt hækkað aðeins meira síðasta eitt og hálfa árið eða svo,“ segir Ari. Þetta þýðir að húsaleiga hefur frá því í ársbyrjun 2018 hækkað heldur meira en kaupverð fasteigna. Ari undirstrikar þó að leiguverð og húsnæðisverð haldist að jafnaði í hendur yfir lengri tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira