Döhler, sem er 24 ára, lék aðeins einn leik með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Þar áður lék hann með Dessau-Roßlauer í þýsku B-deildinni.
Þýski markvörðurinn Phil Döhler hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Döhler, sem kemur frá þýska liðinu @SCMagdeburg, er fæddur árið 1995 og því 24 ára gamall.
Velkominn í FH, Phil!#ViðerumFHpic.twitter.com/J8SBtoQFrf
— FH Handbolti (@FH_Handbolti) August 13, 2019
FH var með næstverstu hlutfallsmarkvörsluna í Olís-deildinni á síðasta tímabili (28,2%). Döhler á að bæta úr því.
FH varð bikarmeistari á síðasta tímabili í fyrsta sinn síðan 1994. FH-ingar enduðu í 4. sæti Olís-deildarinnar og féllu úr leik fyrir Eyjamönnum, 2-0, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.
FH-ingar hafa verið aðsópsmiklir á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Auk Döhlers eru Egill Magnússon, Ísak Rafnsson og Leonharð Þorgeir Harðarson komnir til liðsins.