Tarantino svarar gagnrýni um hrokafullan Bruce Lee fullum hálsi Birgir Olgeirsson skrifar 13. ágúst 2019 10:22 Tarantino bardagalistagoðsögnina hafa verið mjög hrokafulla, það viti hann fyrir víst. Vísir/Getty Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino hefur brugðist við gagnrýni þeirra sem finnst bardagalistagoðsögnin Bruce Lee alltof hrokafullur í nýjustu kvikmynd Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood. Myndin var frumsýnd 26. júlí í Bandaríkjunum og hefur verið töluvert í umræðunni þar í landi síðustu viku en hún verður frumsýnd annað kvöld hér á Íslandi.Þeir sem vilja ekkert vita um söguþráð myndarinnar ættu að hætta lestri hér.Myndin gerist á gullöld Hollywood árið 1969 og segir frá leikara, sem Leonardo DiCaprio leikur, sem má muna fífil sinn fegurri og áhættuleikara hans, leikinn af Brad Pitt. Þegar leikstjórinn Roman Polanski og eiginkona hans, leikkonan Sharon Tate, flytja í næsta hús við leikarann hugsar hann sér gott til glóðarinnar enda Polanski einn heitasti leikstjóri Hollywood á þeim tíma eftir útgáfu Rosemary´s Baby. Sharon Tate var myrt á hrottafenginn hátt af Manson-genginu árið 1969 og er sá atburður einn af þungamiðjum myndarinnar sem styðst við sannsögulega atburði en færir margt í stílinn. Munu áhorfendur fá að sjá nokkuð ýktar útgáfur af sannsögulegum persónum, líkt og Tarantino gerði í Inglorious Basterds. Sumum finnst hann hafa teygt sig ansi fjarri þeirri persónu sem Bruce Lee var.Tarantino er þó ósammála því að Bruce Lee hafi ekki verið hrokagjarn. „Hann var frekar hrokafullur,“ sagði Tarantino þegar þessi gagnrýni var borin undir hann á blaðamannafundi í Moskvu. Bruce Lee er leikinn af Mike Moh í myndinni þar sem má sjá þessa goðsögn spígspora um tökustað sjónvarpsþáttarins The Green Hornet af miklu yfirlæti. Í myndinni gerir Bruce Lee lítið úr hnefaleikagoðsögninni Muhammad Ali og efnir til slagsmála við áhættuleikarann sem Brad Pitt leikur. „Hvernig hann talaði, ég þurfti ekki að skálda mikið í eyðurnar. Ég heyrði hann segja þannig hluti. Ef fólk heldur því fram að hann hafi aldrei sagst geta barið Muhammad Ali, jæja, hann gerði það samt. Ekki bara sagði hann það, heldur sagði konan hans, Linda Lee, það í ævisögu sinni sem var sú fyrsta sem ég las. Hún sagði það,“ sagði Tarantino. Dóttir Bruce Lee, Shannon Lee, og lærlingur hans og æfingafélagi, Dan Inosanto, hafa bæði gagnrýnt Tarantino harðlega. Inosanto sagði að Lee hefði aldrei sýnt af sér viðlíka hroka. „Kannski var hann hrokafullur þegar kom að bardagalistum því hann var öruggur með sig. Hann var langt á undan sinni samtíð. En hann montaði sig aldrei á tökustað. Bruce Lee hefði aldrei sagt neitt niðrandi um Muhammad Ali því hann tilbað jörðina sem hann gekk á.“Það hefur sérstaklega verið gagnrýnt að persóna Brad Pitt hafi náð að hafa betur gegn Bruce Lee í slagsmálum í myndinni. Tarantino hefur varið þá ákvörðun sína með því að benda á að um skáldskap sé að ræða. „Gæti Cliff Booth lamið Bruce Lee? Brad Pitt hefði ekki getað það, en mögulega hefði Cliff getað það. Ef þú myndir spyrja mig hver myndi vinna í slag, Bruce Lee eða Drakúla? Þetta er sama spurningin. Þetta eru skáldsagnapersónur. Ef ég segi að Cliff hefði getað lamið Bruce Lee þá stendur það í þeim heimi sem ég skapa,“ sagði Tarantino. Hann benti á að í sinni sögu væri Cliff Booth svokölluð grænhúfa, sem er hermaður í sérþjálfaðri sveit í bandaríska hernum, hann hafi myrt fjölda manna í seinni heimsstyrjöldinni. „Ef Cliff hefði slegist við Bruce Lee í keppni í bardagalistum í Madison Square Guarden þá myndi Bruce gera út af við hann. Ef Cliff hefði barist við Bruce í frumskóginum, þá hefði Cliff gert út af við hann.“ Hollywood Tengdar fréttir Dóttir Bruce Lee segir Tarantino hæðast að föður sínum í Once Upon a Time in Hollywood Myndin er í sýningum í Bandaríkjunum en verður ekki sýnd á Íslandi fyrr en 14. ágúst. 30. júlí 2019 16:27 Heimili Bruce Lee verður ferðamannastaður Yfirvöld í Hong Kong samþykktu í gær tillögu auðjöfurs nokkurs sem boðist hefur til að standa straum af kostnaði við að breyta heimili bardagalistastjörnunnar Bruce Lee í ferðamannastað. 7. janúar 2009 08:14 Vilja Bruce Lee safn í staðinn fyrir ástarhreiður Fyrrum heimili kvikmyndaleikarans Bruce Lee er nýtt sem ástarhreiður þessa dagana og eru herbergi leigð út klukkutíma í senn. En nú hyggjast opinberir aðilar setja á fót samkeppni til þess að gera heimilið að virðulegu safni. 20. júlí 2009 09:51 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino hefur brugðist við gagnrýni þeirra sem finnst bardagalistagoðsögnin Bruce Lee alltof hrokafullur í nýjustu kvikmynd Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood. Myndin var frumsýnd 26. júlí í Bandaríkjunum og hefur verið töluvert í umræðunni þar í landi síðustu viku en hún verður frumsýnd annað kvöld hér á Íslandi.Þeir sem vilja ekkert vita um söguþráð myndarinnar ættu að hætta lestri hér.Myndin gerist á gullöld Hollywood árið 1969 og segir frá leikara, sem Leonardo DiCaprio leikur, sem má muna fífil sinn fegurri og áhættuleikara hans, leikinn af Brad Pitt. Þegar leikstjórinn Roman Polanski og eiginkona hans, leikkonan Sharon Tate, flytja í næsta hús við leikarann hugsar hann sér gott til glóðarinnar enda Polanski einn heitasti leikstjóri Hollywood á þeim tíma eftir útgáfu Rosemary´s Baby. Sharon Tate var myrt á hrottafenginn hátt af Manson-genginu árið 1969 og er sá atburður einn af þungamiðjum myndarinnar sem styðst við sannsögulega atburði en færir margt í stílinn. Munu áhorfendur fá að sjá nokkuð ýktar útgáfur af sannsögulegum persónum, líkt og Tarantino gerði í Inglorious Basterds. Sumum finnst hann hafa teygt sig ansi fjarri þeirri persónu sem Bruce Lee var.Tarantino er þó ósammála því að Bruce Lee hafi ekki verið hrokagjarn. „Hann var frekar hrokafullur,“ sagði Tarantino þegar þessi gagnrýni var borin undir hann á blaðamannafundi í Moskvu. Bruce Lee er leikinn af Mike Moh í myndinni þar sem má sjá þessa goðsögn spígspora um tökustað sjónvarpsþáttarins The Green Hornet af miklu yfirlæti. Í myndinni gerir Bruce Lee lítið úr hnefaleikagoðsögninni Muhammad Ali og efnir til slagsmála við áhættuleikarann sem Brad Pitt leikur. „Hvernig hann talaði, ég þurfti ekki að skálda mikið í eyðurnar. Ég heyrði hann segja þannig hluti. Ef fólk heldur því fram að hann hafi aldrei sagst geta barið Muhammad Ali, jæja, hann gerði það samt. Ekki bara sagði hann það, heldur sagði konan hans, Linda Lee, það í ævisögu sinni sem var sú fyrsta sem ég las. Hún sagði það,“ sagði Tarantino. Dóttir Bruce Lee, Shannon Lee, og lærlingur hans og æfingafélagi, Dan Inosanto, hafa bæði gagnrýnt Tarantino harðlega. Inosanto sagði að Lee hefði aldrei sýnt af sér viðlíka hroka. „Kannski var hann hrokafullur þegar kom að bardagalistum því hann var öruggur með sig. Hann var langt á undan sinni samtíð. En hann montaði sig aldrei á tökustað. Bruce Lee hefði aldrei sagt neitt niðrandi um Muhammad Ali því hann tilbað jörðina sem hann gekk á.“Það hefur sérstaklega verið gagnrýnt að persóna Brad Pitt hafi náð að hafa betur gegn Bruce Lee í slagsmálum í myndinni. Tarantino hefur varið þá ákvörðun sína með því að benda á að um skáldskap sé að ræða. „Gæti Cliff Booth lamið Bruce Lee? Brad Pitt hefði ekki getað það, en mögulega hefði Cliff getað það. Ef þú myndir spyrja mig hver myndi vinna í slag, Bruce Lee eða Drakúla? Þetta er sama spurningin. Þetta eru skáldsagnapersónur. Ef ég segi að Cliff hefði getað lamið Bruce Lee þá stendur það í þeim heimi sem ég skapa,“ sagði Tarantino. Hann benti á að í sinni sögu væri Cliff Booth svokölluð grænhúfa, sem er hermaður í sérþjálfaðri sveit í bandaríska hernum, hann hafi myrt fjölda manna í seinni heimsstyrjöldinni. „Ef Cliff hefði slegist við Bruce Lee í keppni í bardagalistum í Madison Square Guarden þá myndi Bruce gera út af við hann. Ef Cliff hefði barist við Bruce í frumskóginum, þá hefði Cliff gert út af við hann.“
Hollywood Tengdar fréttir Dóttir Bruce Lee segir Tarantino hæðast að föður sínum í Once Upon a Time in Hollywood Myndin er í sýningum í Bandaríkjunum en verður ekki sýnd á Íslandi fyrr en 14. ágúst. 30. júlí 2019 16:27 Heimili Bruce Lee verður ferðamannastaður Yfirvöld í Hong Kong samþykktu í gær tillögu auðjöfurs nokkurs sem boðist hefur til að standa straum af kostnaði við að breyta heimili bardagalistastjörnunnar Bruce Lee í ferðamannastað. 7. janúar 2009 08:14 Vilja Bruce Lee safn í staðinn fyrir ástarhreiður Fyrrum heimili kvikmyndaleikarans Bruce Lee er nýtt sem ástarhreiður þessa dagana og eru herbergi leigð út klukkutíma í senn. En nú hyggjast opinberir aðilar setja á fót samkeppni til þess að gera heimilið að virðulegu safni. 20. júlí 2009 09:51 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Dóttir Bruce Lee segir Tarantino hæðast að föður sínum í Once Upon a Time in Hollywood Myndin er í sýningum í Bandaríkjunum en verður ekki sýnd á Íslandi fyrr en 14. ágúst. 30. júlí 2019 16:27
Heimili Bruce Lee verður ferðamannastaður Yfirvöld í Hong Kong samþykktu í gær tillögu auðjöfurs nokkurs sem boðist hefur til að standa straum af kostnaði við að breyta heimili bardagalistastjörnunnar Bruce Lee í ferðamannastað. 7. janúar 2009 08:14
Vilja Bruce Lee safn í staðinn fyrir ástarhreiður Fyrrum heimili kvikmyndaleikarans Bruce Lee er nýtt sem ástarhreiður þessa dagana og eru herbergi leigð út klukkutíma í senn. En nú hyggjast opinberir aðilar setja á fót samkeppni til þess að gera heimilið að virðulegu safni. 20. júlí 2009 09:51