Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum Keili, er með fjögurra högga forystu fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í golfi.
Guðrún lék á einu höggi undir pari á þriðja hringnum í dag en hún hefur leikið mjög stöðugt golf alla þrjá daganna.
Fyrsta hringinn lék hún á 70 höggum, annan hringinn á 69 höggum og svo aftur í dag á 70 höggum sem skilar henni þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á morgun.
Ef ekki væri fyrir flottan hring Sögu Traustadóttur, úr GR, í dag ætti Guðrún sigurinn vísan en Saga lék á 70 höggum í dag. Hún er því fjórum höggum á eftir Guðrúnu.
Nína Björk Geirsdóttir, úr Golfklúbbi Mofellsbæjar, er í þriðja sætinu en hún er átta höggum á eftir Guðrúnu og fjórum höggum á eftir Sögu í öðru sætinu.
Fjögurra högga forysta Guðrúnar fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu
Anton Ingi Leifsson skrifar
