Auður bauð formanni SAF á tónleika: „Hann er mjög einlægur í sínum flutningi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 23:23 Tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika á Café Flóru í Laugardalnum í kvöld og bauð Bjarnheiði Hallsdóttur, formanni SAF, að koma. Tónlistarmaðurinn Auður bauð Bjarnheiði Hallsdóttir, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar, á tónleika sína á Café Flóru í Laugardalnum í kvöld. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fyrr í vikunni gagnrýndi Bjarnheiður að Auður skyldi flytja lagið sitt Freðinn á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Sagði hún listamanninn upphefja vímuástand og spurði hvort að fólki fyndist það í lagi að slíkt væri á dagskrá snemma kvölds á fjölskylduskemmtun á vegum Ríkisútvarpsins. Í samtali við Vísi segir Bjarnheiður að tónleikarnir í kvöld hafi verið frábærir. „Þetta var einlægur og flottur tónlistarflutningur. Hann er mjög flottur tónlistarmaður enda var ég ekki að gagnrýna listamanninn í þessari færslu heldur stundina og staðinn,“ segir Bjarnheiður. Hún segist hafa þegið boðið á tónleikana með þökkum. „Og ég átti góða kvöldstund með sambýlismanni og tveimur 13 ára drengjum. Það er mjög skemmtilegt að hlusta á hann, hann er mjög einlægur í sínum flutningi,“ segir Bjarnheiður. Sama dag og Vísir fjallaði um gagnrýni Bjarnheiðar greindi hún frá því á Facebook að hún og Auður hefðu átt gott samtal í síma. „Sem lauk á því að hann bauð mér á tónleikana,“ segir Bjarnheiður. Hún segir það misskilning að hún hafi verið að gagnrýna listamanninn sjálfan. „Ég var meira að gagnrýna textann, stundina og staðinn en í réttu umhverfi og á réttum stað og í réttu samhengi er hann alveg frábær.“ Spurð hvort hún telji að Auður hafi tekið þessu persónulega segir Bjarnheiður: „Nei, það virtist ekki vera. Það fór vel á með okkur í símtalinu.“ Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Bjarnheiður segir Auð upphefja vímuefnaneyslu. Doktor Arnar Eggerts segir Bjarnheiði vaða villu og svíma. 27. ágúst 2019 11:08 Auður í Garðpartýi Bylgjunnar: „Hafið kærleikann að leiðarljósi“ Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður. 29. ágúst 2019 13:53 Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auður bauð Bjarnheiði Hallsdóttir, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar, á tónleika sína á Café Flóru í Laugardalnum í kvöld. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fyrr í vikunni gagnrýndi Bjarnheiður að Auður skyldi flytja lagið sitt Freðinn á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Sagði hún listamanninn upphefja vímuástand og spurði hvort að fólki fyndist það í lagi að slíkt væri á dagskrá snemma kvölds á fjölskylduskemmtun á vegum Ríkisútvarpsins. Í samtali við Vísi segir Bjarnheiður að tónleikarnir í kvöld hafi verið frábærir. „Þetta var einlægur og flottur tónlistarflutningur. Hann er mjög flottur tónlistarmaður enda var ég ekki að gagnrýna listamanninn í þessari færslu heldur stundina og staðinn,“ segir Bjarnheiður. Hún segist hafa þegið boðið á tónleikana með þökkum. „Og ég átti góða kvöldstund með sambýlismanni og tveimur 13 ára drengjum. Það er mjög skemmtilegt að hlusta á hann, hann er mjög einlægur í sínum flutningi,“ segir Bjarnheiður. Sama dag og Vísir fjallaði um gagnrýni Bjarnheiðar greindi hún frá því á Facebook að hún og Auður hefðu átt gott samtal í síma. „Sem lauk á því að hann bauð mér á tónleikana,“ segir Bjarnheiður. Hún segir það misskilning að hún hafi verið að gagnrýna listamanninn sjálfan. „Ég var meira að gagnrýna textann, stundina og staðinn en í réttu umhverfi og á réttum stað og í réttu samhengi er hann alveg frábær.“ Spurð hvort hún telji að Auður hafi tekið þessu persónulega segir Bjarnheiður: „Nei, það virtist ekki vera. Það fór vel á með okkur í símtalinu.“
Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Bjarnheiður segir Auð upphefja vímuefnaneyslu. Doktor Arnar Eggerts segir Bjarnheiði vaða villu og svíma. 27. ágúst 2019 11:08 Auður í Garðpartýi Bylgjunnar: „Hafið kærleikann að leiðarljósi“ Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður. 29. ágúst 2019 13:53 Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Bjarnheiður segir Auð upphefja vímuefnaneyslu. Doktor Arnar Eggerts segir Bjarnheiði vaða villu og svíma. 27. ágúst 2019 11:08
Auður í Garðpartýi Bylgjunnar: „Hafið kærleikann að leiðarljósi“ Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður. 29. ágúst 2019 13:53