Hver verður í markinu í kvöld? Sérfræðingar svara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2019 15:15 Hver þeirra verður í markinu í kvöld? vísir/vilhelm Ein stærsta spurningin þegar kemur að byrjunarliði Íslands gegn Ungverjalandi í undankeppni EM 2021 er hver stendur á milli stanganna. Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins undanfarin ár, er barnshafandi og því ekki í hópnum. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson valdi þrjá markverði í hópinn fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta eru þær Sandra Sigurðardóttir (Val), Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðabliki) og Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylki). Sandra og Sonný hafa verið í landsliðinu undanfarin ár en hin 16 ára Cecilía er nýliði. Sandra hefur leikið 23 landsleiki og Sonný sjö. Vísir leitaði álits tveggja sérfræðinga á því hver verður í markinu í leiknum í kvöld. Sandra hefur átt sitt besta ár í Valstreyjunni„Það er stórt að missa Guggu út sem hefur spilað lengi með stelpunum og þekkir þetta út og inn. En ég held að við gætum ekki fengið Söndru inn á betri tíma og ég held að hún verði í markinu í kvöld. Að mínu mati hefur hún átt sitt besta ár í Valstreyjunni,“ segir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins Heimavallarins sem fjallar um kvennafótbolta. Hún segir að skipti máli að Sandra hafi spilað með varnarmönnum íslenska liðsins og þekki þá. „Síðustu tveir landsleikir voru vináttuleikir við Finnland. Þar skiptu Gugga og Sandra þeim á milli sín. Annars hafa Sonný og Sandra skipt þessu á milli sín síðan Jón Þór tók við. Ég ætla að tippa á Söndru í kvöld. Ef varnarlínan verður skipuð Hallberu, Glódísi, Sif og Ingibjörgu er Sandra mörgum hnútum kunnug þar. Er orðin þrælvön að spila með Hallberu og ól Glódísi upp í Stjörnunni svo það er ekkert vandamál þar,“ segir Hulda. Eðlilegast að Sandra verði í markinu á þessum tímaGunnar Rafn Borgþórsson, fyrrverandi þjálfari kvennaliða Vals og Selfoss og sérfræðingur í Pepsi Max-mörkum kvenna á Stöð 2 Sport, telur einnig líklegast að Sandra verði í rammanum í kvöld. „Ég reikna með því að Sandra verði í markinu. Mér fyndist það eðlilegast á þessum tíma,“ segir Gunnar. En af hverju? „Mikilvægi leiksins. Það hefur ekki reynt svakalega mikið á hana í sumar en hún er búin að vera lengi í landsliðinu og er góð. Hún yrði fyrsti fyrsti kostur hjá mér.“ Gunnar kveðst ánægður að sjá Cecilíu í landsliðshópnum og gerir ráð fyrir að hún fái tækifæri fyrr en síðar, jafnvel á Algarve-mótinu á næsta ári. „Það er frábært að fá hana inn í þetta umhverfi því hún er klárlega kandítat til að taka við markvarðastöðunni. Mér þætti eðlilegt að hún fengi leiki á Algarve,“ sagði Gunnar. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Æft tvisvar á dag í aðdraganda Ungverjaleiksins: „Ég er að vinna upp“ Íslenska landsliðið hefur æft tvisvar á dag fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. 28. ágúst 2019 11:19 Stelpurnar hafa unnið fyrsta heimaleik sinn í undankeppni EM síðustu tuttugu ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót. 29. ágúst 2019 15:00 Sara Björk: Ungu stelpurnar hafa komið inn með sjálfstraust sem þær þurfa að gera Landsliðsfyrirliðinn er spenntur fyrir ungu leikmönnunum í íslenska liðinu. 28. ágúst 2019 12:00 Vegferðin til Englands hefst í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjar undankeppni EM 2021 í kvöld er liðið mætir Ungverjalandi á Laugardalsvellinum. Ætli íslenska liðið sér að fara á fjórðu lokakeppni Evrópumótsins í röð verður það helst að fara með sigur af hólmi í þessum leik. 29. ágúst 2019 14:00 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Ein stærsta spurningin þegar kemur að byrjunarliði Íslands gegn Ungverjalandi í undankeppni EM 2021 er hver stendur á milli stanganna. Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins undanfarin ár, er barnshafandi og því ekki í hópnum. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson valdi þrjá markverði í hópinn fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta eru þær Sandra Sigurðardóttir (Val), Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðabliki) og Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylki). Sandra og Sonný hafa verið í landsliðinu undanfarin ár en hin 16 ára Cecilía er nýliði. Sandra hefur leikið 23 landsleiki og Sonný sjö. Vísir leitaði álits tveggja sérfræðinga á því hver verður í markinu í leiknum í kvöld. Sandra hefur átt sitt besta ár í Valstreyjunni„Það er stórt að missa Guggu út sem hefur spilað lengi með stelpunum og þekkir þetta út og inn. En ég held að við gætum ekki fengið Söndru inn á betri tíma og ég held að hún verði í markinu í kvöld. Að mínu mati hefur hún átt sitt besta ár í Valstreyjunni,“ segir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins Heimavallarins sem fjallar um kvennafótbolta. Hún segir að skipti máli að Sandra hafi spilað með varnarmönnum íslenska liðsins og þekki þá. „Síðustu tveir landsleikir voru vináttuleikir við Finnland. Þar skiptu Gugga og Sandra þeim á milli sín. Annars hafa Sonný og Sandra skipt þessu á milli sín síðan Jón Þór tók við. Ég ætla að tippa á Söndru í kvöld. Ef varnarlínan verður skipuð Hallberu, Glódísi, Sif og Ingibjörgu er Sandra mörgum hnútum kunnug þar. Er orðin þrælvön að spila með Hallberu og ól Glódísi upp í Stjörnunni svo það er ekkert vandamál þar,“ segir Hulda. Eðlilegast að Sandra verði í markinu á þessum tímaGunnar Rafn Borgþórsson, fyrrverandi þjálfari kvennaliða Vals og Selfoss og sérfræðingur í Pepsi Max-mörkum kvenna á Stöð 2 Sport, telur einnig líklegast að Sandra verði í rammanum í kvöld. „Ég reikna með því að Sandra verði í markinu. Mér fyndist það eðlilegast á þessum tíma,“ segir Gunnar. En af hverju? „Mikilvægi leiksins. Það hefur ekki reynt svakalega mikið á hana í sumar en hún er búin að vera lengi í landsliðinu og er góð. Hún yrði fyrsti fyrsti kostur hjá mér.“ Gunnar kveðst ánægður að sjá Cecilíu í landsliðshópnum og gerir ráð fyrir að hún fái tækifæri fyrr en síðar, jafnvel á Algarve-mótinu á næsta ári. „Það er frábært að fá hana inn í þetta umhverfi því hún er klárlega kandítat til að taka við markvarðastöðunni. Mér þætti eðlilegt að hún fengi leiki á Algarve,“ sagði Gunnar. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Æft tvisvar á dag í aðdraganda Ungverjaleiksins: „Ég er að vinna upp“ Íslenska landsliðið hefur æft tvisvar á dag fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. 28. ágúst 2019 11:19 Stelpurnar hafa unnið fyrsta heimaleik sinn í undankeppni EM síðustu tuttugu ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót. 29. ágúst 2019 15:00 Sara Björk: Ungu stelpurnar hafa komið inn með sjálfstraust sem þær þurfa að gera Landsliðsfyrirliðinn er spenntur fyrir ungu leikmönnunum í íslenska liðinu. 28. ágúst 2019 12:00 Vegferðin til Englands hefst í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjar undankeppni EM 2021 í kvöld er liðið mætir Ungverjalandi á Laugardalsvellinum. Ætli íslenska liðið sér að fara á fjórðu lokakeppni Evrópumótsins í röð verður það helst að fara með sigur af hólmi í þessum leik. 29. ágúst 2019 14:00 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Æft tvisvar á dag í aðdraganda Ungverjaleiksins: „Ég er að vinna upp“ Íslenska landsliðið hefur æft tvisvar á dag fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. 28. ágúst 2019 11:19
Stelpurnar hafa unnið fyrsta heimaleik sinn í undankeppni EM síðustu tuttugu ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót. 29. ágúst 2019 15:00
Sara Björk: Ungu stelpurnar hafa komið inn með sjálfstraust sem þær þurfa að gera Landsliðsfyrirliðinn er spenntur fyrir ungu leikmönnunum í íslenska liðinu. 28. ágúst 2019 12:00
Vegferðin til Englands hefst í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjar undankeppni EM 2021 í kvöld er liðið mætir Ungverjalandi á Laugardalsvellinum. Ætli íslenska liðið sér að fara á fjórðu lokakeppni Evrópumótsins í röð verður það helst að fara með sigur af hólmi í þessum leik. 29. ágúst 2019 14:00