Hagkaup sagt brjóta áfengislög með tedrykk Sveinn Arnarsson skrifar 29. ágúst 2019 06:00 Árni Guðmundsson, formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Verslun Hagkaups hefur til sölu drykk sem inniheldur allt að fjögurra prósenta áfengismagn. Um er að ræða nokkurs konar lífrænt te sem gerjast ofan í flöskunni og getur þannig hafa náð þessu áfengismagni við sölu. Hagkaup hefur hins vegar ekki vínveitingaleyfi og þar með ekki leyfi til að selja drykki með svo miklu áfengisinnihaldi. Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum bárust nokkrar ábendingar vegna vörunnar þar sem henni er stillt upp innan um svokallaða heilsudrykki í Hagkaupi í Garðabæ. Um er að ræða drykk sem heitir GT’s Kombucha. Aftan á flöskunni er þess getið að þetta áfengismagn geti náðst í flöskunum. Framan á flöskunum stendur að einstaklingar þurfi að vera orðnir 21 árs til að kaupa drykkinn. „Við í foreldrasamtökunum fórum í Hagkaup í Garðabæ til að sannreyna að þessi vara stæði öllum til boða. Þarna fer að okkar mati fram ólögleg sala áfengra drykkja og því höfum til tilkynnt þetta til lögreglu. Hagkaup hefur hvorki vínveitingaleyfi né leyfi til sölu áfengis,“ segir Árni Guðmundsson, formaður samtakanna.Hér sést að varan GT's Synergy Energy Kombucha inniheldur alkóhól og að einstaklingar þurfi að vera orðnir 21 árs til að kaupa vöruna.„Það skiptir miklu máli að menn fari eftir lögum og reglum þegar áfengir drykkir eru annars vegar. Þarna getur hver sem er og börn þar á meðal nálgast áfenga drykki. Því viljum við að lögregla skoði málið alvarlega,“ bætir Árni við. Fréttablaðið hafði samband við Hagkaup í Garðabæ þar sem staðfest var að þessi vara hefði verið til sölu í versluninni. Hins vegar hafði verslunin ekki vitneskju um að þarna færi drykkur sem gæti náð svo miklu áfengisinnihaldi. Drykknum sé dreift í gegnum Aðföng og því væri það fyrirtækisins að svara fyrir drykkinn. Hvorki náðist í forsvarsmenn Aðfanga né í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem hefur fengið málið inn á sitt borð. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa ekki fengið svar frá lögreglunni um hvort embættið ætli sér að skoða málið og taka drykkinn úr sölu. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Matur Neytendur Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sjá meira
Verslun Hagkaups hefur til sölu drykk sem inniheldur allt að fjögurra prósenta áfengismagn. Um er að ræða nokkurs konar lífrænt te sem gerjast ofan í flöskunni og getur þannig hafa náð þessu áfengismagni við sölu. Hagkaup hefur hins vegar ekki vínveitingaleyfi og þar með ekki leyfi til að selja drykki með svo miklu áfengisinnihaldi. Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum bárust nokkrar ábendingar vegna vörunnar þar sem henni er stillt upp innan um svokallaða heilsudrykki í Hagkaupi í Garðabæ. Um er að ræða drykk sem heitir GT’s Kombucha. Aftan á flöskunni er þess getið að þetta áfengismagn geti náðst í flöskunum. Framan á flöskunum stendur að einstaklingar þurfi að vera orðnir 21 árs til að kaupa drykkinn. „Við í foreldrasamtökunum fórum í Hagkaup í Garðabæ til að sannreyna að þessi vara stæði öllum til boða. Þarna fer að okkar mati fram ólögleg sala áfengra drykkja og því höfum til tilkynnt þetta til lögreglu. Hagkaup hefur hvorki vínveitingaleyfi né leyfi til sölu áfengis,“ segir Árni Guðmundsson, formaður samtakanna.Hér sést að varan GT's Synergy Energy Kombucha inniheldur alkóhól og að einstaklingar þurfi að vera orðnir 21 árs til að kaupa vöruna.„Það skiptir miklu máli að menn fari eftir lögum og reglum þegar áfengir drykkir eru annars vegar. Þarna getur hver sem er og börn þar á meðal nálgast áfenga drykki. Því viljum við að lögregla skoði málið alvarlega,“ bætir Árni við. Fréttablaðið hafði samband við Hagkaup í Garðabæ þar sem staðfest var að þessi vara hefði verið til sölu í versluninni. Hins vegar hafði verslunin ekki vitneskju um að þarna færi drykkur sem gæti náð svo miklu áfengisinnihaldi. Drykknum sé dreift í gegnum Aðföng og því væri það fyrirtækisins að svara fyrir drykkinn. Hvorki náðist í forsvarsmenn Aðfanga né í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem hefur fengið málið inn á sitt borð. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa ekki fengið svar frá lögreglunni um hvort embættið ætli sér að skoða málið og taka drykkinn úr sölu.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Matur Neytendur Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sjá meira