Hinn nýi Defender á tökustað James Bond Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2019 08:30 Nýi Defenderinn var ekki í neinum feluklæðum á tökustað nýjustu Bond-myndarinnar fyrir skömmu. Instagram Nú standa yfir tökur á nýrri James Bond mynd, No Time to Die, en svo virðist sem hinn nýi Land Rover Defender hafi hlutverki að gegna í myndinni. Til bílsins sást á settinu fyrir skömmu og það algerlega án feluklæða. Því má hér sjá endanlegt útlit þessa goðsagnakennda bíls sem hefur ekki verið í framleiðslu nú í nokkurn tíma, en stutt er í að hann komi aftur á markað. Eins og á myndinni sést er bíllinn áfram ansi kassalaga, en þó með örlítið nýtískulegri og mýkri línum en forverinn og ekki fer hjá því að sjá megi ættarsvip með bílnum og nýjasta Range Rover. Þar er ekki leiðum að líkjast. Á myndinni að dæma má einnig sjá að bíllinn stendur hátt frá vegi og mikið bil er á milli dekkja hans og brettanna og má leiða að því líkur að bíllinn atarna sé með hækkanlega loftpúðafjöðrun. Ekki verður langt að bíða þess að Land Rover sýni almenningi alla dýrðina, en bíllinn mun að öllum líkindum standa á pöllunum á bílasýningunni í Frankfurt sem hefst 10. september. Hann fer þó ekki í almenna sölu fyrr en á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Bíó og sjónvarp James Bond Tengdar fréttir Búið að tilkynna titil næstu Bond-myndar Næsta Bond-mynd, sem verður sú 25. í röðinni, mun bera titilinn „No Time to Die“, sem á íslensku myndi útleggjast sem „Enginn tími til að deyja“. 20. ágúst 2019 16:52 Lynch sögð leika 007 í næstu Bond-mynd Talið er að breska leikkonan Lashana Lynch, sem meðal annars hefur leikið í myndum á borð við Captain Marvel, leiki hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 15. júlí 2019 09:16 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Nú standa yfir tökur á nýrri James Bond mynd, No Time to Die, en svo virðist sem hinn nýi Land Rover Defender hafi hlutverki að gegna í myndinni. Til bílsins sást á settinu fyrir skömmu og það algerlega án feluklæða. Því má hér sjá endanlegt útlit þessa goðsagnakennda bíls sem hefur ekki verið í framleiðslu nú í nokkurn tíma, en stutt er í að hann komi aftur á markað. Eins og á myndinni sést er bíllinn áfram ansi kassalaga, en þó með örlítið nýtískulegri og mýkri línum en forverinn og ekki fer hjá því að sjá megi ættarsvip með bílnum og nýjasta Range Rover. Þar er ekki leiðum að líkjast. Á myndinni að dæma má einnig sjá að bíllinn stendur hátt frá vegi og mikið bil er á milli dekkja hans og brettanna og má leiða að því líkur að bíllinn atarna sé með hækkanlega loftpúðafjöðrun. Ekki verður langt að bíða þess að Land Rover sýni almenningi alla dýrðina, en bíllinn mun að öllum líkindum standa á pöllunum á bílasýningunni í Frankfurt sem hefst 10. september. Hann fer þó ekki í almenna sölu fyrr en á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Bíó og sjónvarp James Bond Tengdar fréttir Búið að tilkynna titil næstu Bond-myndar Næsta Bond-mynd, sem verður sú 25. í röðinni, mun bera titilinn „No Time to Die“, sem á íslensku myndi útleggjast sem „Enginn tími til að deyja“. 20. ágúst 2019 16:52 Lynch sögð leika 007 í næstu Bond-mynd Talið er að breska leikkonan Lashana Lynch, sem meðal annars hefur leikið í myndum á borð við Captain Marvel, leiki hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 15. júlí 2019 09:16 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Búið að tilkynna titil næstu Bond-myndar Næsta Bond-mynd, sem verður sú 25. í röðinni, mun bera titilinn „No Time to Die“, sem á íslensku myndi útleggjast sem „Enginn tími til að deyja“. 20. ágúst 2019 16:52
Lynch sögð leika 007 í næstu Bond-mynd Talið er að breska leikkonan Lashana Lynch, sem meðal annars hefur leikið í myndum á borð við Captain Marvel, leiki hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 15. júlí 2019 09:16
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög