Fögnuðu sæti í Meistaradeildinni með umdeildum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2019 22:30 Stuðningsmenn upp á skriðdrekanum fyrir leikinn. Getty/Srdjan Stevanovic Rauða Stjarnan frá Belgrad tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær eftir 1-1 jafntefli í seinni leik sínum á móti Young Boys frá Sviss. Rauða Stjarnan verður því í pottinum með liðum eins og Barcelona, Liverpool, Manchester City, Real Madrid og Paris Saint Germain þegar dregið verður á morgun. Það var smá stress hjá leikmönnum Rauðu Stjörnunnar í lok leiksins í gærkvöldi eftir að Young Boys jafnaði metin í 1-1 og Serbarnir voru auk þess orðnir tíu á móti ellefu. Rauða Stjarnan hélt út stuðningsmönnum þeirra til mikillar ánægju en liðið fór áfram á fleirum mörkum skoruðum á útivelli. Stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar buðu upp á nýjung fyrir þennan mikilvæga leik. Þeir mættu nefnilega með skriðdreka á svæðið og stilltu honum upp við þann enda vallarins sem hörðustu stuðningsmenn félagsins halda hópinn. Þeir eru kallaðir Delije strákar eða hörðu strákarnir og standa svo sannarlega undir nafni. Þetta bauð líka upp á ákveðin en um leið umdeild fagnaðarlæti hjá stuðningsmönnum Rauðu Stjörnunnar sem fögnuðu upp á skriðdrekanum eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan.Red Star players celebrated qualifying for the Champions League by riding on an armoured vehicle. pic.twitter.com/WzEVhBS8Fe — ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2019Skriðdrekinn tók þátt í Júgóslavíu stríðinu og forráðamenn Rauðu Stjörnunnar voru harðlega gagnrýndir fyrir að leyfa þetta uppátæki ekki síst frá fólki frá nágrannaríkjunum Króatíu og Bosníu sem fóru mjög illa út úr stríðinu við Serba. Blaðamenn í Króatíu skrifuðu meðal annars um að þetta væri hrein og klár ögrun og skandall og kölluðu eftir aðgerðum frá UEFA. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira
Rauða Stjarnan frá Belgrad tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær eftir 1-1 jafntefli í seinni leik sínum á móti Young Boys frá Sviss. Rauða Stjarnan verður því í pottinum með liðum eins og Barcelona, Liverpool, Manchester City, Real Madrid og Paris Saint Germain þegar dregið verður á morgun. Það var smá stress hjá leikmönnum Rauðu Stjörnunnar í lok leiksins í gærkvöldi eftir að Young Boys jafnaði metin í 1-1 og Serbarnir voru auk þess orðnir tíu á móti ellefu. Rauða Stjarnan hélt út stuðningsmönnum þeirra til mikillar ánægju en liðið fór áfram á fleirum mörkum skoruðum á útivelli. Stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar buðu upp á nýjung fyrir þennan mikilvæga leik. Þeir mættu nefnilega með skriðdreka á svæðið og stilltu honum upp við þann enda vallarins sem hörðustu stuðningsmenn félagsins halda hópinn. Þeir eru kallaðir Delije strákar eða hörðu strákarnir og standa svo sannarlega undir nafni. Þetta bauð líka upp á ákveðin en um leið umdeild fagnaðarlæti hjá stuðningsmönnum Rauðu Stjörnunnar sem fögnuðu upp á skriðdrekanum eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan.Red Star players celebrated qualifying for the Champions League by riding on an armoured vehicle. pic.twitter.com/WzEVhBS8Fe — ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2019Skriðdrekinn tók þátt í Júgóslavíu stríðinu og forráðamenn Rauðu Stjörnunnar voru harðlega gagnrýndir fyrir að leyfa þetta uppátæki ekki síst frá fólki frá nágrannaríkjunum Króatíu og Bosníu sem fóru mjög illa út úr stríðinu við Serba. Blaðamenn í Króatíu skrifuðu meðal annars um að þetta væri hrein og klár ögrun og skandall og kölluðu eftir aðgerðum frá UEFA.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira