Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 22:00 Myndin er tekin í verksmiðju Boeing þar sem MAX 8-vélarnar eru framleiddar skömmu eftir kyrrsetningu þeirra í mars á þessu ári. vísir/getty Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. Avia er fyrsti viðskiptavinur Boeing sem fer í mál gegn framleiðandanum vegna kyrrsetningarinnar en fyrirtækið krefst meira 115 milljóna dollara í bætur, sem samsvarar rúmlega 14 milljörðum króna á gengi dagsins í dag.Fjallað er um málið á vef CNN. Þar kemur fram að Avia hafi fyrir nokkrum árum samið við Boeing um að kaupa 35 737 MAX 8-vélar. Málsókn Avia byggir á því að Boeing hafi brotið gegn samningum sínum við fyrirtækið með því að halda því fram að flugvélarnar væru öruggari en þær í raun voru. Þá heldur Avia því fram að Boeing hafi tekið gróðann fram yfir öryggið meðan á samningaviðræðum stóð þar sem það átti í mjög harðri samkeppni við Airbus um markaðshlutdeild á flugmarkaði. Avia höfðar málið í Illinois-ríki í Bandaríkjunum þar sem höfuðstöðvar Boeing eru. Avia vill nú hætta við pöntun sína á vélunum og krefst eins og áður segir milljarða í skaðabætur. Fyrirtækið byggir á því að Boeing hafi gefið flugmálayfirvöldum ranga mynd af MAX 8-vélunum þegar vottun vélanna fór fram. Þá telur Avia að Boeing hafi gert lítið úr vandamálum sem komu upp í kjölfar þess að MAX 8-vél flugfélagsins Lion Air hrapaði í fyrra. Nokkrum mánuðum síðar hrapaði sams konar vél Ethiopian Airlines. Alls létust 346 í flugslysunum tveimur. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Skoða flutning MAX-vélanna Það er nú til skoðunar hjá Icelandair að flytja Boeing 737 MAX-vélar sínar úr landi. 26. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna varð kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. Avia er fyrsti viðskiptavinur Boeing sem fer í mál gegn framleiðandanum vegna kyrrsetningarinnar en fyrirtækið krefst meira 115 milljóna dollara í bætur, sem samsvarar rúmlega 14 milljörðum króna á gengi dagsins í dag.Fjallað er um málið á vef CNN. Þar kemur fram að Avia hafi fyrir nokkrum árum samið við Boeing um að kaupa 35 737 MAX 8-vélar. Málsókn Avia byggir á því að Boeing hafi brotið gegn samningum sínum við fyrirtækið með því að halda því fram að flugvélarnar væru öruggari en þær í raun voru. Þá heldur Avia því fram að Boeing hafi tekið gróðann fram yfir öryggið meðan á samningaviðræðum stóð þar sem það átti í mjög harðri samkeppni við Airbus um markaðshlutdeild á flugmarkaði. Avia höfðar málið í Illinois-ríki í Bandaríkjunum þar sem höfuðstöðvar Boeing eru. Avia vill nú hætta við pöntun sína á vélunum og krefst eins og áður segir milljarða í skaðabætur. Fyrirtækið byggir á því að Boeing hafi gefið flugmálayfirvöldum ranga mynd af MAX 8-vélunum þegar vottun vélanna fór fram. Þá telur Avia að Boeing hafi gert lítið úr vandamálum sem komu upp í kjölfar þess að MAX 8-vél flugfélagsins Lion Air hrapaði í fyrra. Nokkrum mánuðum síðar hrapaði sams konar vél Ethiopian Airlines. Alls létust 346 í flugslysunum tveimur.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Skoða flutning MAX-vélanna Það er nú til skoðunar hjá Icelandair að flytja Boeing 737 MAX-vélar sínar úr landi. 26. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna varð kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
„Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21
Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31
Skoða flutning MAX-vélanna Það er nú til skoðunar hjá Icelandair að flytja Boeing 737 MAX-vélar sínar úr landi. 26. ágúst 2019 06:00
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent