Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta daginn á lokamóti FedEx bikarsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 11:15 Justin Thomas byrjaði mótið með tveggja högga forystu en er nú jafn tveimur öðrum í efsta sæti. AP/John Amis Bandaríkjamennirnir Brooks Koepka, Xander Schauffele og Justin Thomas eru jafnir á toppnum eftir fyrsta daginn á Tour Championship sem er lokamótið í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. Tour Championship er sýnt beint á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin í dag klukkan 17.00 og stendur til 22.00 í kvöld. Efstu menn eru allir á tíu höggum undir pari en þeir léku þó ekki þennan fyrsta hring á sama skori. Kylfingar komu nefnilega inn á þetta móti með „forgjöf“ út frá árangri þeirra á mótinu á undan. Justin Thomas kom því inn í mótið á -10, Brooks Koepka á -7 og Xander Schauffele á -4. Xander Schauffele lék því þeirra best á fyrsta hring en hann kláraði hann á 64 höggum eða sex höggum undir pari.There were 5 players within 5 shots of the lead entering the day... now, there are 12. Co-leaders @BKoepka, @XSchauffele & @JustinThomas34 sit atop @playofffinale at -10.#LiveUnderParpic.twitter.com/EcKvccPWww — PGA TOUR (@PGATOUR) August 23, 2019 Brooks Koepka lék á þremur höggum undir pari en Justin Thomas var ekki alveg jafnheitur og um síðustu helgi og kláraði fyrstu átján holurnar á parinu. Rory McIlroy minnti líka á sig með því að leika fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari og er því aðeins einu höggi á eftir þremur efstu mönnum á níu höggum undir pari. Næstu menn eru síðan þeir Matt Kuchar og Patrick Cantlay á átta höggum undir pari. Aðeins þrjátíu efstu á stigalistanum unnu sér þátttökurétt á þessu lokamóti en í boði eru fimmtán milljónir dollara, 1,9 milljarða íslenskra króna, fyrir sigurvegarann. Verðlaunafé sigurvegarans hækkað um fimm milljónir dollara milli ára. Brooks Koepka er líklegur til að enda frábært ár á frábæran hátt. Hann varð í öðru sæti á Mastersmótinu, vann PGA meistaramótið, varð annar á Opna bandaríska mótinu og lenti síðan í fjórða sætinu á Opna breska. Hann hefur alls unnið fjögur risamót frá árinu 2017 og er í efsta sæti á heimslistanum.Xander Schauffele came to play Justin Thomas’ rough start Brooks Koepka finishes strong It’s all in The Takeaway from Thursday @PlayoffFinale. pic.twitter.com/EnCm81BB8e — PGA TOUR (@PGATOUR) August 23, 2019 Golf Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Brooks Koepka, Xander Schauffele og Justin Thomas eru jafnir á toppnum eftir fyrsta daginn á Tour Championship sem er lokamótið í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. Tour Championship er sýnt beint á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin í dag klukkan 17.00 og stendur til 22.00 í kvöld. Efstu menn eru allir á tíu höggum undir pari en þeir léku þó ekki þennan fyrsta hring á sama skori. Kylfingar komu nefnilega inn á þetta móti með „forgjöf“ út frá árangri þeirra á mótinu á undan. Justin Thomas kom því inn í mótið á -10, Brooks Koepka á -7 og Xander Schauffele á -4. Xander Schauffele lék því þeirra best á fyrsta hring en hann kláraði hann á 64 höggum eða sex höggum undir pari.There were 5 players within 5 shots of the lead entering the day... now, there are 12. Co-leaders @BKoepka, @XSchauffele & @JustinThomas34 sit atop @playofffinale at -10.#LiveUnderParpic.twitter.com/EcKvccPWww — PGA TOUR (@PGATOUR) August 23, 2019 Brooks Koepka lék á þremur höggum undir pari en Justin Thomas var ekki alveg jafnheitur og um síðustu helgi og kláraði fyrstu átján holurnar á parinu. Rory McIlroy minnti líka á sig með því að leika fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari og er því aðeins einu höggi á eftir þremur efstu mönnum á níu höggum undir pari. Næstu menn eru síðan þeir Matt Kuchar og Patrick Cantlay á átta höggum undir pari. Aðeins þrjátíu efstu á stigalistanum unnu sér þátttökurétt á þessu lokamóti en í boði eru fimmtán milljónir dollara, 1,9 milljarða íslenskra króna, fyrir sigurvegarann. Verðlaunafé sigurvegarans hækkað um fimm milljónir dollara milli ára. Brooks Koepka er líklegur til að enda frábært ár á frábæran hátt. Hann varð í öðru sæti á Mastersmótinu, vann PGA meistaramótið, varð annar á Opna bandaríska mótinu og lenti síðan í fjórða sætinu á Opna breska. Hann hefur alls unnið fjögur risamót frá árinu 2017 og er í efsta sæti á heimslistanum.Xander Schauffele came to play Justin Thomas’ rough start Brooks Koepka finishes strong It’s all in The Takeaway from Thursday @PlayoffFinale. pic.twitter.com/EnCm81BB8e — PGA TOUR (@PGATOUR) August 23, 2019
Golf Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira