Auddi „hrikalega spenntur“ fyrir nýjasta verkefninu Sylvía Hall skrifar 22. ágúst 2019 17:48 Þessi tvö munu sjá um að kynna næstu seríu af Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur. Stöð 2 Sjónvarpsmaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal tekur við nýju hlutverki í vetur þegar hann mun fylla í skarð Evu Laufeyjar Kjaran í þáttunum Allir geta dansað, en Eva Laufey er á leið í hinn heimsþekkta kokkaskóla Le Cordon Bleu í London í haust og mun einnig snúa sér að nýjum og spennandi verkefnum hjá Stöð 2 í framhaldinu. Auddi mun því vera kynnir ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Að sögn Audda var það Sigrún Ósk sem var helsta ástæðan að hann ákvað að slá til og taka þátt í næstu þáttaröð. Hann hafi ekki unnið með henni áður en hún sé að hans sögn einn flottasti sjónvarpsmaður landsins. „Ég er alveg hrikalega spenntur fyrir þessu. Ég hef ekki verið í beinum útsendingum síðan Ísland Got Talent var í gangi og var farinn að sakna þess, það er öðruvísi stemning í því,“ segir Auddi sem lofar miklu fjöri í seríunni sem mun hefjast á Stöð 2 í lok nóvember. Aðspurður hvort hann hafi ekki íhugað að taka þátt í þáttaröðinni sem keppandi segist hann ekki hafa mikla trú á því að hann næði langt. Hann eigi örfá spor sem myndu ekki koma honum á toppinn. „Ég held að ég sé betri eftir nokkra drykki,“ segir Auddi léttur. View this post on InstagramÞessi tvö kunna ekki að dansa nema eftir nokkra kalda en ætla að kynna Allir geta dansað í haust á @stodtvo @sigrunosk1 #allirgetadansað A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Aug 22, 2019 at 9:29am PDT Allir geta dansað Bíó og sjónvarp Þættir á Stöð 2 Tengdar fréttir Sjáðu sigurdans Jóhönnu og Max í Allir geta dansað Jóhanna Guðrún greip um andlit sitt af gleði og Max Petrov fór niður á hnén og steytti hnefanum til himna. 7. maí 2018 15:00 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal tekur við nýju hlutverki í vetur þegar hann mun fylla í skarð Evu Laufeyjar Kjaran í þáttunum Allir geta dansað, en Eva Laufey er á leið í hinn heimsþekkta kokkaskóla Le Cordon Bleu í London í haust og mun einnig snúa sér að nýjum og spennandi verkefnum hjá Stöð 2 í framhaldinu. Auddi mun því vera kynnir ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Að sögn Audda var það Sigrún Ósk sem var helsta ástæðan að hann ákvað að slá til og taka þátt í næstu þáttaröð. Hann hafi ekki unnið með henni áður en hún sé að hans sögn einn flottasti sjónvarpsmaður landsins. „Ég er alveg hrikalega spenntur fyrir þessu. Ég hef ekki verið í beinum útsendingum síðan Ísland Got Talent var í gangi og var farinn að sakna þess, það er öðruvísi stemning í því,“ segir Auddi sem lofar miklu fjöri í seríunni sem mun hefjast á Stöð 2 í lok nóvember. Aðspurður hvort hann hafi ekki íhugað að taka þátt í þáttaröðinni sem keppandi segist hann ekki hafa mikla trú á því að hann næði langt. Hann eigi örfá spor sem myndu ekki koma honum á toppinn. „Ég held að ég sé betri eftir nokkra drykki,“ segir Auddi léttur. View this post on InstagramÞessi tvö kunna ekki að dansa nema eftir nokkra kalda en ætla að kynna Allir geta dansað í haust á @stodtvo @sigrunosk1 #allirgetadansað A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Aug 22, 2019 at 9:29am PDT
Allir geta dansað Bíó og sjónvarp Þættir á Stöð 2 Tengdar fréttir Sjáðu sigurdans Jóhönnu og Max í Allir geta dansað Jóhanna Guðrún greip um andlit sitt af gleði og Max Petrov fór niður á hnén og steytti hnefanum til himna. 7. maí 2018 15:00 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Sjáðu sigurdans Jóhönnu og Max í Allir geta dansað Jóhanna Guðrún greip um andlit sitt af gleði og Max Petrov fór niður á hnén og steytti hnefanum til himna. 7. maí 2018 15:00
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein