Útlensk Ísey ódýrari en íslensk Ísey Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 10:45 Vörumerkið Ísey hefur verið í mikilli útrás á síðustu árum, það má til að mynda fá í Japan. Mjólkursamsalan Ísey skyr er ódýrara í Finnlandi og Bretlandi en á Íslandi. Skyrið er framleitt á Jótlandi í Danmörku og síðan selt áfram til annarra landa. Það sé þó engu að síður selt á svipuðu verðbili á Íslandi og annars staðar í Evrópu að sögn Mjólkursamsölunnar. Íslendingar í útlöndum reka reglulega augun í Ísey skyr í hillum stórverslana. Vörumerkið hefur í mikilli útrás á síðustu árum og er það nú fáanlegt um allan heim; jafnt í Bandaríkjunum, Evrópu og í Japan.Sjá einnig: Skyr MS í 5.500 bandarískum verslunum Það er þó ekki síst verðið á skyrinu sem hefur vakið athygli Íslendinga. Þannig benti lögfræðingurinn María Rún Bjarnadóttir á það í vor að 170 grömm af Ísey skyri kosti þar 99 pens sem samsvarar um 150 krónum. Skáldkonan Þórdís Gísladóttir vakti síðan athygli á því í dag að svipaða sögu sé að segja frá Finnlandi. Þar megi kaupa 170 grömm af Ísey skyri á 99 evru sent, sem jafngildir um 137 íslenskum krónum.Ég get keypt Ísey skyr í Finnlandi á 40% lægra verði en á Íslandi. pic.twitter.com/EbdlrtInp0 — Þórdís Gísladóttir (@thordisg) August 22, 2019 Sambærilegt Ísey skyr er hins vegar dýrara á Íslandi. Þannig kostar 170 gramma skyrdós 175 krónur í Bónus, í Krónunni er hún á 178 krónur og sama dós 189 krónur í Nettó, eins og sjá má hér að neðan.170 gramma skyrdósir í kæli í Nettó á Akureyri.Vísir/tptÍsey ótengt Íslandi Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar, segir mikilvægt að huga að því að MS selji í heildsölu og að „frjáls verðlagning er á matvörumarkaðinum hér og annars staðar.“ Skyrið sem selt er í Bretlandi og Finnlandi sé þannig framleitt í Danmörku og því ekki „tengt íslensku landbúnaðarkerfi“ eins og látið sé í veðri vaka í færslunum hér að ofan. Aukinheldur sé verðbilið sem Ísey skyr er selt á er „svipað hérna á Íslandi og erlendis.“ Sunna nefnir í því samhengi að verðbil á Ísey skyr í Finnlandi sé alla jafna frá 136 krónum til 275 króna, eftir því hvaða tegund er keypt og í hvaða búð er verslað. Það sé ekki mjög ósvipað á Íslandi, þar sem verðbilið er frá 125 krónum upp í 309 krónur.Mjólkursamsalan kynnti Ísey til leiks sumarið 2017.„Að þessu sögðu er svo ágætt að minna á að íslenskur mjólkuriðnaður er lítill en með meiri stærð kemur meiri hagkvæmni. Til samanburðar á fyrirtækjum milli landa veltir MS 28 milljörðum árlega meðan aðrir mjólkurframleiðendur eru víða að velta 500-2000 milljörðum,“ segir Sunna. Þá hafa Samtök atvinnulífsins bent á að fleira þurfi að taka með í reikninginn þegar borið er saman vöruverð á milli landa. Þannig skipti kaupgeta miklu máli, hversu lengi Íslendingar eru að vinna fyrir matarkörfunni, samanborið við aðrar þjóðir. „Samkvæmt upplýsingum OECD var meðaltímakaup eftir tekjuskatt 55% hærra á Íslandi en í Finnlandi og verðlag á mat og drykkjarvöru 30% hærra skv. upplýsingum hagstofu ESB. Kaupmáttur launa gagnvart mat- og drykkjarvörum var þannig 20% hærri á Íslandi en í Finnlandi,“ segir í úttekt SA frá því í upphafi árs.Í ljósi hærra tímakaups á Íslandi en í Finnlandi tók það meðal Íslending 8 klukkustundir að vinna fyrir mánaðarlegum útgjöldum til mat- og drykkjarvara en það tók Finnann 9,5 klukkustundir að vinna fyrir sömu vörukörfu. Landbúnaður Neytendur Samkeppnismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Mikill munur á verði matvöru netverslana Verulegur verðmunur getur verið á milli netverslana með matvöru samkvæmt verðathugun Fréttablaðsins. Þrjú fyrirtæki sérhæfa sig helst í matvöru á netinu. Framkvæmdastjóri Bónuss segist ekki geta farið í netverslun sem sakir standa. 26. apríl 2019 06:00 Ísey Skyr verði fáanlegt í tugþúsundum japanskra verslana Forstjóri hins japanska Nippon Luna og forstjóri Mjólkursamsölunnar hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekara samstarf í Asíu. 12. apríl 2019 15:44 Skyr MS í 5.500 bandarískum verslunum Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir að sala fyrirtækisins sé undir væntingum og að áhrif Costco séu talsverð. Fyrirtækið ætlar inn á nýja markaði og alla leið til Asíu. 22. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Ísey skyr er ódýrara í Finnlandi og Bretlandi en á Íslandi. Skyrið er framleitt á Jótlandi í Danmörku og síðan selt áfram til annarra landa. Það sé þó engu að síður selt á svipuðu verðbili á Íslandi og annars staðar í Evrópu að sögn Mjólkursamsölunnar. Íslendingar í útlöndum reka reglulega augun í Ísey skyr í hillum stórverslana. Vörumerkið hefur í mikilli útrás á síðustu árum og er það nú fáanlegt um allan heim; jafnt í Bandaríkjunum, Evrópu og í Japan.Sjá einnig: Skyr MS í 5.500 bandarískum verslunum Það er þó ekki síst verðið á skyrinu sem hefur vakið athygli Íslendinga. Þannig benti lögfræðingurinn María Rún Bjarnadóttir á það í vor að 170 grömm af Ísey skyri kosti þar 99 pens sem samsvarar um 150 krónum. Skáldkonan Þórdís Gísladóttir vakti síðan athygli á því í dag að svipaða sögu sé að segja frá Finnlandi. Þar megi kaupa 170 grömm af Ísey skyri á 99 evru sent, sem jafngildir um 137 íslenskum krónum.Ég get keypt Ísey skyr í Finnlandi á 40% lægra verði en á Íslandi. pic.twitter.com/EbdlrtInp0 — Þórdís Gísladóttir (@thordisg) August 22, 2019 Sambærilegt Ísey skyr er hins vegar dýrara á Íslandi. Þannig kostar 170 gramma skyrdós 175 krónur í Bónus, í Krónunni er hún á 178 krónur og sama dós 189 krónur í Nettó, eins og sjá má hér að neðan.170 gramma skyrdósir í kæli í Nettó á Akureyri.Vísir/tptÍsey ótengt Íslandi Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar, segir mikilvægt að huga að því að MS selji í heildsölu og að „frjáls verðlagning er á matvörumarkaðinum hér og annars staðar.“ Skyrið sem selt er í Bretlandi og Finnlandi sé þannig framleitt í Danmörku og því ekki „tengt íslensku landbúnaðarkerfi“ eins og látið sé í veðri vaka í færslunum hér að ofan. Aukinheldur sé verðbilið sem Ísey skyr er selt á er „svipað hérna á Íslandi og erlendis.“ Sunna nefnir í því samhengi að verðbil á Ísey skyr í Finnlandi sé alla jafna frá 136 krónum til 275 króna, eftir því hvaða tegund er keypt og í hvaða búð er verslað. Það sé ekki mjög ósvipað á Íslandi, þar sem verðbilið er frá 125 krónum upp í 309 krónur.Mjólkursamsalan kynnti Ísey til leiks sumarið 2017.„Að þessu sögðu er svo ágætt að minna á að íslenskur mjólkuriðnaður er lítill en með meiri stærð kemur meiri hagkvæmni. Til samanburðar á fyrirtækjum milli landa veltir MS 28 milljörðum árlega meðan aðrir mjólkurframleiðendur eru víða að velta 500-2000 milljörðum,“ segir Sunna. Þá hafa Samtök atvinnulífsins bent á að fleira þurfi að taka með í reikninginn þegar borið er saman vöruverð á milli landa. Þannig skipti kaupgeta miklu máli, hversu lengi Íslendingar eru að vinna fyrir matarkörfunni, samanborið við aðrar þjóðir. „Samkvæmt upplýsingum OECD var meðaltímakaup eftir tekjuskatt 55% hærra á Íslandi en í Finnlandi og verðlag á mat og drykkjarvöru 30% hærra skv. upplýsingum hagstofu ESB. Kaupmáttur launa gagnvart mat- og drykkjarvörum var þannig 20% hærri á Íslandi en í Finnlandi,“ segir í úttekt SA frá því í upphafi árs.Í ljósi hærra tímakaups á Íslandi en í Finnlandi tók það meðal Íslending 8 klukkustundir að vinna fyrir mánaðarlegum útgjöldum til mat- og drykkjarvara en það tók Finnann 9,5 klukkustundir að vinna fyrir sömu vörukörfu.
Landbúnaður Neytendur Samkeppnismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Mikill munur á verði matvöru netverslana Verulegur verðmunur getur verið á milli netverslana með matvöru samkvæmt verðathugun Fréttablaðsins. Þrjú fyrirtæki sérhæfa sig helst í matvöru á netinu. Framkvæmdastjóri Bónuss segist ekki geta farið í netverslun sem sakir standa. 26. apríl 2019 06:00 Ísey Skyr verði fáanlegt í tugþúsundum japanskra verslana Forstjóri hins japanska Nippon Luna og forstjóri Mjólkursamsölunnar hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekara samstarf í Asíu. 12. apríl 2019 15:44 Skyr MS í 5.500 bandarískum verslunum Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir að sala fyrirtækisins sé undir væntingum og að áhrif Costco séu talsverð. Fyrirtækið ætlar inn á nýja markaði og alla leið til Asíu. 22. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Mikill munur á verði matvöru netverslana Verulegur verðmunur getur verið á milli netverslana með matvöru samkvæmt verðathugun Fréttablaðsins. Þrjú fyrirtæki sérhæfa sig helst í matvöru á netinu. Framkvæmdastjóri Bónuss segist ekki geta farið í netverslun sem sakir standa. 26. apríl 2019 06:00
Ísey Skyr verði fáanlegt í tugþúsundum japanskra verslana Forstjóri hins japanska Nippon Luna og forstjóri Mjólkursamsölunnar hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekara samstarf í Asíu. 12. apríl 2019 15:44
Skyr MS í 5.500 bandarískum verslunum Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir að sala fyrirtækisins sé undir væntingum og að áhrif Costco séu talsverð. Fyrirtækið ætlar inn á nýja markaði og alla leið til Asíu. 22. nóvember 2017 07:00