Hann sat með fjölskyldu sinni þar sem stuðningsmenn Southampton sátu en hann fékk svo gasbrúsa í andlitið frá hluta stúkunnar þar sem stuðningsmenn Liverpool sátu.
„Þekkið þið þennan mann?“ segir í tilkynningu frá lögreglunni í Hampshire-sýslunni en lögreglan vill ná tali af honum. „Við viljum ná tali af honum vegna atviks sem átti sér stað á St. Mary's 17. ágúst.“
Police release image of Liverpool fan they want to question after seven-year-old hit in face by gas canisterhttps://t.co/ji6jFi1VMSpic.twitter.com/3xtjbnZc1i
— Mirror Football (@MirrorFootball) August 21, 2019
„Hluturinn lenti í sjö ára stuðningsmanni Southampton sem meiddist lítils háttar,“ segir enn fremur í tilkynningunni.
Liverpool vann 2-1 sigur í leiknum en Sadio Mane og Roberto Firmino skoruðu mörk Liverpool áður en Danny Ings minnkaði muninn fyrir Southampton.