Sýning um sögu Skólavörðuholtsins Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 09:00 Hér eru þeir að túlka söguna á mismunandi hátt, segir Olga um listamennina. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sýningin Varðað sem stendur nú yfir í Ásmundarsal er samsýning fjögurra listamanna af yngri kynslóðinni sem sýna ný verk sem þau hafa unnið innblásin af sögu og umhverfi Skólavörðuholtsins. Listamennirnir eru þau Auður Lóa Guðnadóttir, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Loji Höskuldsson og Þorvaldur Jónsson. Sýningunni lýkur á sunnudag. Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson keyptu Ásmundarsal fyrir nokkrum árum í því skyni að tryggja þar áframhaldandi lifandi menningarstarfsemi – og það hafa þau sannarlega gert. Olga Lilja Ólafsdóttir vinnur með þeim í rekstri hússins. „Við höfum lagt mikið upp úr því að kynna okkur sögu hússins og þá merkilegu listastarfsemi sem hefur farið þar fram í gegnum árin,“ segir Olga Lilja. „Síðasta haust þegar við auglýstum eftir umsóknum fyrir sýningar ársins 2019 sóttu um fjórir ungir listamenn sem voru með þá hugmynd að búa til sýningu um sögu Skólavörðuholtsins. Þetta smellpassaði við áhuga okkar á að halda sögu þessa svæðis hátt á loft. Þeirra nálgun í listinni er að einhverju leyti naívísk og hér eru þau að túlka söguna á mismunandi hátt.“Sérlega skemmtileg útsaumsverk eftir Loja Höskuldsson á sýningunni.Búr með sígarettustubbum Loji Höskuldsson sýnir útsaumsverk. Eitt þeirra sýnir fiskabúr. „Á þeim tíma sem Ásmundur Sveinsson rak sýningarsal í húsinu var haldin metnaðarfull skrautfiskasýning. Um 70 tegundir erlendra skraut- og nytjafiska voru fluttar til landsins og sýningin var gríðarlega vel sótt en allt að 7.000 manns komu á hana. Þetta var á þeim tíma þegar fólk reykti inni í sýningarsölum og það átti til að drepa í sígarettum í búrunum,“ segir Olga. Í dagblaði birtist síðan eftirfarandi ábending til sýningargesta: „Blaðið hefir verið beðið um að koma því á framfæri að fiskarnir á sýningunni reyki hvorki nje kæri sig um peninga. Nokkur brögð hafa verið að því, að peningum og sígarettu og vindlastubbum hafi verið fleygt í fiskakerin, með þeim afleiðingum, að nokkrir fiskar hafa drepist.“ „Loji gerir þessu skemmtileg skil, í verki hans eru engir fiskar í búrinu en þar flýtur allt í sígarettustubbum,“ segir Olga Lilja. Í annarri útsaumsmynd endurgerir Loji postulínsstell sem Dieter Roth og Ragnar Kjartansson voru með á sýningu og enn önnur mynd hans sýnir verkið Veðurspámaður eftir Ásmund en verkið var einmitt sýnt fyrst í garðinum fyrir utan Ásmundarsal.Þorvaldur Jónsson túlkar Skólavörðuholtið með frjálslegum hætti.Frjálslegt Skólavörðuholt „Í myndum sínum túlkar Þorvaldur Jónsson Skólavörðuholtið með frjálslegum hætti. Í myndum hans leynast alls kyns skemmtilegar tilvitnanir í sögu holtsins. Þar má til dæmis sjá einu járnbrautarlestina sem hefur verið í Reykjavík og flutti grjót frá Öskjuhlíðinni. Lítil lóa leynist á einni mynd og furðuverur sjást á annarri,“ segir Olga. „Helga Páley Friðþjófsdóttir vinnur abstrakt, rannsakar Skólavörðuholtið og leikur sér með form og sameinar þau inn í sinn eigin myndheim. Auður Lóa Guðnadóttir sýnir meðal annars verk af þremur nöktum dansandi konum. Verkið sýnist vera úr postulíni en er gert úr pappamassa. Módelteikning hefur í tímans rás verið mikilvægur þáttur í myndlistarkennslu, en Myndlistarskóli Reykjavíkur var lengi vel til húsa í Ásmundarsal. Auður Lóa er þarna að vísa í kvenlíkamann sem lengi hefur verið áberandi mótív sem heillað hefur myndlistarmenn. Hún hefur líka gert pottaplöntur fyrir þessa sýningu en þær sáust oft á myndlistarsýningum hér áður fyrr innan um verk listamanna.“ Blað á menningarnótt Í tengslum við sýninguna kom út ljóðabókin Varðað eftir Skarphéðin Bergþóruson, en hann vann með listamönnunum að sýningunni. Sérstakt blað kemur síðan út á Menningarnótt, Upp í hæstu hæðir. „Við höfum safnað saman ótrúlega miklu af skemmtilegu efni um sögu Skólavörðuholtsins og hússins og gefum út átta síðna blað á menningarnótt um þessa sögu. Gestir og gangandi geta komið hingað og fengið sér eintak,“ segir Olga Lilja. Hljómsveitin Bjartar sveiflur skemmtir gestum á Menningarnótt en einn af meðlimum hljómsveitarinnar, Loji Höskuldsson, er einn af listamönnum sýningarinnar. Ásmundarsalur verður opinn frá 9-20 á Menningarnótt en dagskráin fer fram á milli klukkan 17-19. Menningarnótt Myndlist Reykjavík Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sýningin Varðað sem stendur nú yfir í Ásmundarsal er samsýning fjögurra listamanna af yngri kynslóðinni sem sýna ný verk sem þau hafa unnið innblásin af sögu og umhverfi Skólavörðuholtsins. Listamennirnir eru þau Auður Lóa Guðnadóttir, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Loji Höskuldsson og Þorvaldur Jónsson. Sýningunni lýkur á sunnudag. Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson keyptu Ásmundarsal fyrir nokkrum árum í því skyni að tryggja þar áframhaldandi lifandi menningarstarfsemi – og það hafa þau sannarlega gert. Olga Lilja Ólafsdóttir vinnur með þeim í rekstri hússins. „Við höfum lagt mikið upp úr því að kynna okkur sögu hússins og þá merkilegu listastarfsemi sem hefur farið þar fram í gegnum árin,“ segir Olga Lilja. „Síðasta haust þegar við auglýstum eftir umsóknum fyrir sýningar ársins 2019 sóttu um fjórir ungir listamenn sem voru með þá hugmynd að búa til sýningu um sögu Skólavörðuholtsins. Þetta smellpassaði við áhuga okkar á að halda sögu þessa svæðis hátt á loft. Þeirra nálgun í listinni er að einhverju leyti naívísk og hér eru þau að túlka söguna á mismunandi hátt.“Sérlega skemmtileg útsaumsverk eftir Loja Höskuldsson á sýningunni.Búr með sígarettustubbum Loji Höskuldsson sýnir útsaumsverk. Eitt þeirra sýnir fiskabúr. „Á þeim tíma sem Ásmundur Sveinsson rak sýningarsal í húsinu var haldin metnaðarfull skrautfiskasýning. Um 70 tegundir erlendra skraut- og nytjafiska voru fluttar til landsins og sýningin var gríðarlega vel sótt en allt að 7.000 manns komu á hana. Þetta var á þeim tíma þegar fólk reykti inni í sýningarsölum og það átti til að drepa í sígarettum í búrunum,“ segir Olga. Í dagblaði birtist síðan eftirfarandi ábending til sýningargesta: „Blaðið hefir verið beðið um að koma því á framfæri að fiskarnir á sýningunni reyki hvorki nje kæri sig um peninga. Nokkur brögð hafa verið að því, að peningum og sígarettu og vindlastubbum hafi verið fleygt í fiskakerin, með þeim afleiðingum, að nokkrir fiskar hafa drepist.“ „Loji gerir þessu skemmtileg skil, í verki hans eru engir fiskar í búrinu en þar flýtur allt í sígarettustubbum,“ segir Olga Lilja. Í annarri útsaumsmynd endurgerir Loji postulínsstell sem Dieter Roth og Ragnar Kjartansson voru með á sýningu og enn önnur mynd hans sýnir verkið Veðurspámaður eftir Ásmund en verkið var einmitt sýnt fyrst í garðinum fyrir utan Ásmundarsal.Þorvaldur Jónsson túlkar Skólavörðuholtið með frjálslegum hætti.Frjálslegt Skólavörðuholt „Í myndum sínum túlkar Þorvaldur Jónsson Skólavörðuholtið með frjálslegum hætti. Í myndum hans leynast alls kyns skemmtilegar tilvitnanir í sögu holtsins. Þar má til dæmis sjá einu járnbrautarlestina sem hefur verið í Reykjavík og flutti grjót frá Öskjuhlíðinni. Lítil lóa leynist á einni mynd og furðuverur sjást á annarri,“ segir Olga. „Helga Páley Friðþjófsdóttir vinnur abstrakt, rannsakar Skólavörðuholtið og leikur sér með form og sameinar þau inn í sinn eigin myndheim. Auður Lóa Guðnadóttir sýnir meðal annars verk af þremur nöktum dansandi konum. Verkið sýnist vera úr postulíni en er gert úr pappamassa. Módelteikning hefur í tímans rás verið mikilvægur þáttur í myndlistarkennslu, en Myndlistarskóli Reykjavíkur var lengi vel til húsa í Ásmundarsal. Auður Lóa er þarna að vísa í kvenlíkamann sem lengi hefur verið áberandi mótív sem heillað hefur myndlistarmenn. Hún hefur líka gert pottaplöntur fyrir þessa sýningu en þær sáust oft á myndlistarsýningum hér áður fyrr innan um verk listamanna.“ Blað á menningarnótt Í tengslum við sýninguna kom út ljóðabókin Varðað eftir Skarphéðin Bergþóruson, en hann vann með listamönnunum að sýningunni. Sérstakt blað kemur síðan út á Menningarnótt, Upp í hæstu hæðir. „Við höfum safnað saman ótrúlega miklu af skemmtilegu efni um sögu Skólavörðuholtsins og hússins og gefum út átta síðna blað á menningarnótt um þessa sögu. Gestir og gangandi geta komið hingað og fengið sér eintak,“ segir Olga Lilja. Hljómsveitin Bjartar sveiflur skemmtir gestum á Menningarnótt en einn af meðlimum hljómsveitarinnar, Loji Höskuldsson, er einn af listamönnum sýningarinnar. Ásmundarsalur verður opinn frá 9-20 á Menningarnótt en dagskráin fer fram á milli klukkan 17-19.
Menningarnótt Myndlist Reykjavík Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira