Tökur á fjórðu Matrix-myndinni hefjast á næsta ári Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2019 20:35 Keanu Reeves og Carrie-Ann Moss snúa aftur sem Neo og Trinity. Warner Bros Aðdáendur Matrix-þríleiksins hafa yfir einhverju að gleðjast í dag því Keanu Reaves og Carrie-Anne Moss hafa samþykkt að leika í fjórðu myndinni. Lana Wachowski, önnur systranna sem leikstýrði þríleiknum, verður leikstjóri og einn af handritshöfundum fjórðu myndarinnar. Munu þau Reeves og Moss leika þau Neo og Trinity sem voru aðalsöguhetjur þríleiksins. Matrix-myndirnar segja frá baráttu mannfólksins við vélarnar sem hafa tekið yfir jörðina og rækta manneskjur til að verða sér úti um rafmagn. Vélarnar tengja manneskjurnar sem þær rækta við sýndarveruleika þar sem manneskjurnar lifa eðlilegu lífi. Barátta mannfólksins og vélanna er háð í raunheimi og sýndarveruleika þar sem lögmál eðlisfræðinnar eiga ekki við þá sem sjá í gegnum blekkinguna. Má búast við að tökur fjórðu myndarinnar hefjist snemma á næsta ári. Leikstjórar og handritshöfundar þríleiksins eru systurnar Lana og Lilly Wachowski en myndirnar nutu talsverðra vinsælda, sér í lagi fsú fyrsta. Fyrsta myndin kom út árið 1999 og þótti tímamótaverk þegar kom að tæknibrellum. Næstu tvær myndir voru sýndar á árinu 2003, hlutu ágætis aðsókn en dræmar viðtökur gagnrýnenda. Þénuðu myndirnar þrjár samtals 1,6 milljarð dollara í miðasölum kvikmyndahúsa. Hollywood Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Aðdáendur Matrix-þríleiksins hafa yfir einhverju að gleðjast í dag því Keanu Reaves og Carrie-Anne Moss hafa samþykkt að leika í fjórðu myndinni. Lana Wachowski, önnur systranna sem leikstýrði þríleiknum, verður leikstjóri og einn af handritshöfundum fjórðu myndarinnar. Munu þau Reeves og Moss leika þau Neo og Trinity sem voru aðalsöguhetjur þríleiksins. Matrix-myndirnar segja frá baráttu mannfólksins við vélarnar sem hafa tekið yfir jörðina og rækta manneskjur til að verða sér úti um rafmagn. Vélarnar tengja manneskjurnar sem þær rækta við sýndarveruleika þar sem manneskjurnar lifa eðlilegu lífi. Barátta mannfólksins og vélanna er háð í raunheimi og sýndarveruleika þar sem lögmál eðlisfræðinnar eiga ekki við þá sem sjá í gegnum blekkinguna. Má búast við að tökur fjórðu myndarinnar hefjist snemma á næsta ári. Leikstjórar og handritshöfundar þríleiksins eru systurnar Lana og Lilly Wachowski en myndirnar nutu talsverðra vinsælda, sér í lagi fsú fyrsta. Fyrsta myndin kom út árið 1999 og þótti tímamótaverk þegar kom að tæknibrellum. Næstu tvær myndir voru sýndar á árinu 2003, hlutu ágætis aðsókn en dræmar viðtökur gagnrýnenda. Þénuðu myndirnar þrjár samtals 1,6 milljarð dollara í miðasölum kvikmyndahúsa.
Hollywood Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein