FISK kaupir hlut Gildis í Brimi Hörður Ægisson og Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. ágúst 2019 06:15 Markaðsvirði útgerðarrisans er 64 milljarðar. Viðskipti FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, keypti í gær nær allan 8,5 prósenta hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Grandi, fyrir um fimm milljarða. Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent hluta af bréfum FISK-Seafood í Högum, en fyrirtækið átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum. Sala Gildis kemur í kjölfar kaupa Brims á sölufélögum í Japan, Hong Kong og Kína. Seljandinn var ÚR sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, stærsta hluthafa Brims. Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi, segir sjóðinn ekki eiga samleið með Brimi enda hafi hann haft áhyggjur af stjórnarháttum í útgerðarfélaginu. „Það hefur verið aðdragandi að þessari ákvörðun og við höfum haft auknar áhyggjur af stjórnarháttum í félaginu og þeirri vegferð sem stjórn og stjórnendur hafa verið á að undanförnu. Samþjöppun eignarhalds í félaginu vegna viðskiptanna olli okkur einnig áhyggjum.“ Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims, fagnar því að í hluthafahóp sé kominn þátttakandi í iðnaðinum með reynslu og þekkingu á rekstri í sjávarútvegi. „Það er gott að viðskipti eigi sér stað á markaði með bréf í félaginu. Það sýnir lífsmark. [...] Stjórn Brims virðir að sjálfsögðu ákvörðun Gildis og hún er skiljanleg í ljósi forsögunnar,“ segir Kristján. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi verður Brim og samþykkti umdeild kaup Kaup HB Granda á sölufélögum ÚR, sem er stærsti hluthafi í HB Granda, hafa verið umdeild. 15. ágúst 2019 21:20 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Viðskipti FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, keypti í gær nær allan 8,5 prósenta hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Grandi, fyrir um fimm milljarða. Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent hluta af bréfum FISK-Seafood í Högum, en fyrirtækið átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum. Sala Gildis kemur í kjölfar kaupa Brims á sölufélögum í Japan, Hong Kong og Kína. Seljandinn var ÚR sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, stærsta hluthafa Brims. Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi, segir sjóðinn ekki eiga samleið með Brimi enda hafi hann haft áhyggjur af stjórnarháttum í útgerðarfélaginu. „Það hefur verið aðdragandi að þessari ákvörðun og við höfum haft auknar áhyggjur af stjórnarháttum í félaginu og þeirri vegferð sem stjórn og stjórnendur hafa verið á að undanförnu. Samþjöppun eignarhalds í félaginu vegna viðskiptanna olli okkur einnig áhyggjum.“ Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims, fagnar því að í hluthafahóp sé kominn þátttakandi í iðnaðinum með reynslu og þekkingu á rekstri í sjávarútvegi. „Það er gott að viðskipti eigi sér stað á markaði með bréf í félaginu. Það sýnir lífsmark. [...] Stjórn Brims virðir að sjálfsögðu ákvörðun Gildis og hún er skiljanleg í ljósi forsögunnar,“ segir Kristján.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi verður Brim og samþykkti umdeild kaup Kaup HB Granda á sölufélögum ÚR, sem er stærsti hluthafi í HB Granda, hafa verið umdeild. 15. ágúst 2019 21:20 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
HB Grandi verður Brim og samþykkti umdeild kaup Kaup HB Granda á sölufélögum ÚR, sem er stærsti hluthafi í HB Granda, hafa verið umdeild. 15. ágúst 2019 21:20