Mávaræðan ekki lengur eina heimsfræga ræða Eric Cantona: Sjáðu ræðu hans á UEFA-sviðinu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2019 08:30 Eric Cantona flytur hé ræðu sína á Meistaradeildardrættinum í gær. Getty/Valerio Pennicino Misstir þú af ræðu Eric Cantona á Meistaradeildardrættinum í gær? Þá er um að gera að kynna sér þá klassík betur. Cantona bauð nefnilega upp á mjög óvenjulega en um leið mjög Cantona lega ræðu upp á sviði UEFA í gær. Eric Cantona fékk forsetaverðlaun UEFA í gær og mætti upp á svið í Mónakó til að taka við þeim úr hendi Aleksander Ceferin, forseta UEFA. Eftir að Frakkinn hafði fengið verðlaunagripinn í hendurnar þá fékk Eric Cantona þá spurningu um hvað væri að fara í gegnum huga hans á þeirri stundu. Menn fengu fljótt svarið og það var svo sannarlega engin klisja.In case you missed Eric Cantona's speech ahead of the Uefa Champions League draw on Thursday - it's worth a read.. Here it is: https://t.co/RSfioaPAql#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/OcDbOdjdWh — BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2019Ræður verðlaunahafa á athöfnum sem þessum eru vanalega innihaldslitlar og snúast aðallega um að þakka sínu fólki og sínum liðsfélögum fyrir stuðninginn. Menn bjóða vanalega ekki upp á heimspeki upp á sviði en það hefur líka enginn fótboltamaður verið eins og Eric Cantona. Ræða Eric Cantona um mávana þegar hann kom til baka úr leikbanninu fræga árið 1995 er fyrir löngu orðin hluti af fótboltasögunni og nú hefur Cantona bætt annarri heimspekilegri ræðu í þann hóp.Eric Cantona's bizarre speech at the UEFA Champions League group-stage draw in full What a man pic.twitter.com/DiCfGI2Xc8 — ESPN India (@ESPNIndia) August 30, 2019 Í áhorfendahópnum voru fulltrúar bestu félaga Evrópu og líka bestu fótboltamenn heims eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Áhorfendurnir í salnum horfðu hljóðlátir og dolfallnir þegar Eric Cantona hóf upp röddina en menn þurftu samt líklega að hlusta nokkrum sinnum á ræðuna til að skilja hana til fullnustu. „Við erum fyrir guðina eins og flugur eru fyrir gáskafulla stráka. Þeir leika sér að því að drepa okkur,“ byrjaði Eric Cantona og var þar að vitna í leikrit William Shakespeare um Lér konung. „Fyrr en varir mun tæknin hafa náð að hægja á öldrun frumanna og mun síðan geta lagað frumurnar þannig að við getum lifað endalaust. Þá munu aðeins slys, glæpir, stríð drepa okkur en því miður munu glæpir og stríð margfaldast,“ hélt Cantona áfram. Hann endaði síðan: „Ég elska fótbolta, takk fyrir“ Það má heyra alla ræðuna hans Eric Cantona hér fyrir neðan.Klippa: Ræða Cantona - Meistaradeild Evrópu Frakkland Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Misstir þú af ræðu Eric Cantona á Meistaradeildardrættinum í gær? Þá er um að gera að kynna sér þá klassík betur. Cantona bauð nefnilega upp á mjög óvenjulega en um leið mjög Cantona lega ræðu upp á sviði UEFA í gær. Eric Cantona fékk forsetaverðlaun UEFA í gær og mætti upp á svið í Mónakó til að taka við þeim úr hendi Aleksander Ceferin, forseta UEFA. Eftir að Frakkinn hafði fengið verðlaunagripinn í hendurnar þá fékk Eric Cantona þá spurningu um hvað væri að fara í gegnum huga hans á þeirri stundu. Menn fengu fljótt svarið og það var svo sannarlega engin klisja.In case you missed Eric Cantona's speech ahead of the Uefa Champions League draw on Thursday - it's worth a read.. Here it is: https://t.co/RSfioaPAql#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/OcDbOdjdWh — BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2019Ræður verðlaunahafa á athöfnum sem þessum eru vanalega innihaldslitlar og snúast aðallega um að þakka sínu fólki og sínum liðsfélögum fyrir stuðninginn. Menn bjóða vanalega ekki upp á heimspeki upp á sviði en það hefur líka enginn fótboltamaður verið eins og Eric Cantona. Ræða Eric Cantona um mávana þegar hann kom til baka úr leikbanninu fræga árið 1995 er fyrir löngu orðin hluti af fótboltasögunni og nú hefur Cantona bætt annarri heimspekilegri ræðu í þann hóp.Eric Cantona's bizarre speech at the UEFA Champions League group-stage draw in full What a man pic.twitter.com/DiCfGI2Xc8 — ESPN India (@ESPNIndia) August 30, 2019 Í áhorfendahópnum voru fulltrúar bestu félaga Evrópu og líka bestu fótboltamenn heims eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Áhorfendurnir í salnum horfðu hljóðlátir og dolfallnir þegar Eric Cantona hóf upp röddina en menn þurftu samt líklega að hlusta nokkrum sinnum á ræðuna til að skilja hana til fullnustu. „Við erum fyrir guðina eins og flugur eru fyrir gáskafulla stráka. Þeir leika sér að því að drepa okkur,“ byrjaði Eric Cantona og var þar að vitna í leikrit William Shakespeare um Lér konung. „Fyrr en varir mun tæknin hafa náð að hægja á öldrun frumanna og mun síðan geta lagað frumurnar þannig að við getum lifað endalaust. Þá munu aðeins slys, glæpir, stríð drepa okkur en því miður munu glæpir og stríð margfaldast,“ hélt Cantona áfram. Hann endaði síðan: „Ég elska fótbolta, takk fyrir“ Það má heyra alla ræðuna hans Eric Cantona hér fyrir neðan.Klippa: Ræða Cantona - Meistaradeild Evrópu
Frakkland Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira