Kári: Af hverju að breyta vinningsliði? Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 7. september 2019 18:54 Kári Árnason átti náðugan dag í íslensku vörninni. Vísir/Bára „Það ætlast allir til þess að við vinnum svona leiki en það er engu að síður erfitt að vinna 3-0, það eru frábær úrslit,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason eftir sigur Íslands gegn Moldóvum í dag. „Við byrjuðum þetta illa, bara mjög illa fyrstu tíu mínúturnar. Kannski var eitthvað ryð í mönnum eða við ekki alveg tilbúnir. Þeir sýndu alveg að þeir eru hættulegir í föstum leikatriðum án þess að skapa sér færi. Svo spýttum við í lófana og þetta varð miklu betra.“ Moldóvar ógnuðu íslenska liðinu í raun aldrei í leiknum og íslenska vörnin, með Kára í broddi fylkingar, réði nokkuð auðveldlega við þeirra tilraunir. „Við spiluðum mjög þéttan varnarleik. Það var í nokkur skipti sem við brjótum klaufalega á þeim. Við töluðum um það fyrir leik og í hálfleik að þeir væru líklegir í föstum leikatriðum og að við ættum ekki að brjóta á þeim þegar þeir eiga ekki séns á að ná boltanum. Það kom samt fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að skoða það,“ sagði Kári. Þetta var í þriðja sinn í undankeppninni sem íslenska liðið heldur hreinu og ljóst að varnarleikur liðsins er öflugur. „Til þess erum við hérna í vörninni, að reyna að halda hreinu og skapa usla í föstum leikatriðum. Við gerðum það svo sannarlega í dag.“ Í byrjunarliðinu í dag voru 9 af 11 sem byrjuðu flesta leiki liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. „Það er nóg eftir á tankinum hjá flestum. Af hverju að breyta vinningsliði?“ Kári sagði lítið mál að skipta úr Pepsi Max-gírnum yfir í landsliðið en hann leikur sem kunnugt er með Víkingi eftir að hafa leikið erlendis í fjölmörg ár. „Þetta er allt annað dæmi, ég er búinn að spila með þessu lið í tug ára. Maður leggur sig auðvitað 100% fram í allt sem maður gerir en þetta er svolitið öðruvísi. Ég er 100% á hreinu með mitt hlutverk og hvað ég þarf að gera til að sinna mínu í þessu liði. Það hefur ekkert breyst.“ Á morgun heldur íslenska liðið til Albaníu þar sem þeir eiga leik á þriðjudaginn. „Það er hörkulið og við vorum alveg í smá vandræðum með þá hér heima en náðum að vinnna 1-0. Við höfum farið þarna áður og það var mjög erfitt við erfiðar aðstæður. Það verður allt undir og það gerir okkur erfitt fyrir ef við misstígum okkur, við þurfum að klára okkar leiki.“ Með sigrinum í dag er Ísland í efsta sæti riðilsins en ekki ólíklegt að það breytist í kvöld þegar Frakkar og Tyrkir hafa leikið sína leiki í umferðinni. „Fjórir sigrar og eitt tap er ekki slæmt þegar Frakkland er annars vegar. Auðvitað hefðum við getað tapað með minni mun gegn þeim en það er erfitt að fara á Stade de France og sækja eitthvað. Við verðum tilbúnir í október þegar þeir mæta, með aðeins betri leikáætlun og vonandi verða sem flestir heilir. Þá getur allt gerst.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Ísland vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Moldóvu, 3-0, á Laugardalsvelli í undankeppni EM í dag. 7. september 2019 18:01 Umfjöllun: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira
„Það ætlast allir til þess að við vinnum svona leiki en það er engu að síður erfitt að vinna 3-0, það eru frábær úrslit,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason eftir sigur Íslands gegn Moldóvum í dag. „Við byrjuðum þetta illa, bara mjög illa fyrstu tíu mínúturnar. Kannski var eitthvað ryð í mönnum eða við ekki alveg tilbúnir. Þeir sýndu alveg að þeir eru hættulegir í föstum leikatriðum án þess að skapa sér færi. Svo spýttum við í lófana og þetta varð miklu betra.“ Moldóvar ógnuðu íslenska liðinu í raun aldrei í leiknum og íslenska vörnin, með Kára í broddi fylkingar, réði nokkuð auðveldlega við þeirra tilraunir. „Við spiluðum mjög þéttan varnarleik. Það var í nokkur skipti sem við brjótum klaufalega á þeim. Við töluðum um það fyrir leik og í hálfleik að þeir væru líklegir í föstum leikatriðum og að við ættum ekki að brjóta á þeim þegar þeir eiga ekki séns á að ná boltanum. Það kom samt fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að skoða það,“ sagði Kári. Þetta var í þriðja sinn í undankeppninni sem íslenska liðið heldur hreinu og ljóst að varnarleikur liðsins er öflugur. „Til þess erum við hérna í vörninni, að reyna að halda hreinu og skapa usla í föstum leikatriðum. Við gerðum það svo sannarlega í dag.“ Í byrjunarliðinu í dag voru 9 af 11 sem byrjuðu flesta leiki liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. „Það er nóg eftir á tankinum hjá flestum. Af hverju að breyta vinningsliði?“ Kári sagði lítið mál að skipta úr Pepsi Max-gírnum yfir í landsliðið en hann leikur sem kunnugt er með Víkingi eftir að hafa leikið erlendis í fjölmörg ár. „Þetta er allt annað dæmi, ég er búinn að spila með þessu lið í tug ára. Maður leggur sig auðvitað 100% fram í allt sem maður gerir en þetta er svolitið öðruvísi. Ég er 100% á hreinu með mitt hlutverk og hvað ég þarf að gera til að sinna mínu í þessu liði. Það hefur ekkert breyst.“ Á morgun heldur íslenska liðið til Albaníu þar sem þeir eiga leik á þriðjudaginn. „Það er hörkulið og við vorum alveg í smá vandræðum með þá hér heima en náðum að vinnna 1-0. Við höfum farið þarna áður og það var mjög erfitt við erfiðar aðstæður. Það verður allt undir og það gerir okkur erfitt fyrir ef við misstígum okkur, við þurfum að klára okkar leiki.“ Með sigrinum í dag er Ísland í efsta sæti riðilsins en ekki ólíklegt að það breytist í kvöld þegar Frakkar og Tyrkir hafa leikið sína leiki í umferðinni. „Fjórir sigrar og eitt tap er ekki slæmt þegar Frakkland er annars vegar. Auðvitað hefðum við getað tapað með minni mun gegn þeim en það er erfitt að fara á Stade de France og sækja eitthvað. Við verðum tilbúnir í október þegar þeir mæta, með aðeins betri leikáætlun og vonandi verða sem flestir heilir. Þá getur allt gerst.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Ísland vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Moldóvu, 3-0, á Laugardalsvelli í undankeppni EM í dag. 7. september 2019 18:01 Umfjöllun: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira
Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Ísland vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Moldóvu, 3-0, á Laugardalsvelli í undankeppni EM í dag. 7. september 2019 18:01
Umfjöllun: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30