Jón Daði: Fannst markið svo ljótt ég gat ekki fagnað Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. september 2019 18:52 Jón Daði Böðvarsson sagði þriðja markið í leik Íslands og Moldóvu í undankeppni EM 2020 hafa verið sitt, en markið var upphaflega skráð sem sjálfsmark hjá UEFA. „Já, þetta var ég,“ sagði Jón Daði þegar hann var spurður út í markið í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok á Laugardalsvelli. „Fyrsta markið í ansi langan tíma. Það er kannski hluti af því að vera framherji að maður fái eitthvað drasl mark og þá er maður kominn aftur í gang.“Jón Daði eða sjálfsmark? Staðan er allavega 3-0. pic.twitter.com/Ru1LNA5Sny — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 7, 2019 Jón Daði fagnaði markinu lítið sem ekkert, sem renndi stoðum undir grun manna að markið hefði í raun verið sjálfsmar. „Ég var orðinn svo þreyttur og ringlaður. Fannst þetta svo ljótt mark að ég gat eiginlega ekki fagnað þessu,“ sagði Selfyssingurinn. Ísland vann leikinn 3-0 og er nú á toppi riðilsins, en Frakkland og Tyrkland spila sína leiki í kvöld. „Þetta var sýnd veiði en ekki gefin. Þetta eru erfiðustu leikirnir en það var frábært að fá 3-0 sigur.“ „Það tók tíma að átta sig, við vissum ekki mikið um þetta lið.“ „Ég bjóst við aðeins erfiðari leik ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég hélt þeir yrðu agaðari varnarlega, þeir skildu eftir mikið svæði opið.“ Jón Daði spilaði í framlínunni með Kolbeini Sigþórssyni, í fyrsta sinn sem þeir spila saman frammi síðan á EM 2016. „Þetta var nostalgíu augnablik. Hann er í góðu formi og það sést ekkert að hann sé eftir á.“ „Það var mjög þægilegt að spila með honum upp á topp,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson sagði þriðja markið í leik Íslands og Moldóvu í undankeppni EM 2020 hafa verið sitt, en markið var upphaflega skráð sem sjálfsmark hjá UEFA. „Já, þetta var ég,“ sagði Jón Daði þegar hann var spurður út í markið í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok á Laugardalsvelli. „Fyrsta markið í ansi langan tíma. Það er kannski hluti af því að vera framherji að maður fái eitthvað drasl mark og þá er maður kominn aftur í gang.“Jón Daði eða sjálfsmark? Staðan er allavega 3-0. pic.twitter.com/Ru1LNA5Sny — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 7, 2019 Jón Daði fagnaði markinu lítið sem ekkert, sem renndi stoðum undir grun manna að markið hefði í raun verið sjálfsmar. „Ég var orðinn svo þreyttur og ringlaður. Fannst þetta svo ljótt mark að ég gat eiginlega ekki fagnað þessu,“ sagði Selfyssingurinn. Ísland vann leikinn 3-0 og er nú á toppi riðilsins, en Frakkland og Tyrkland spila sína leiki í kvöld. „Þetta var sýnd veiði en ekki gefin. Þetta eru erfiðustu leikirnir en það var frábært að fá 3-0 sigur.“ „Það tók tíma að átta sig, við vissum ekki mikið um þetta lið.“ „Ég bjóst við aðeins erfiðari leik ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég hélt þeir yrðu agaðari varnarlega, þeir skildu eftir mikið svæði opið.“ Jón Daði spilaði í framlínunni með Kolbeini Sigþórssyni, í fyrsta sinn sem þeir spila saman frammi síðan á EM 2016. „Þetta var nostalgíu augnablik. Hann er í góðu formi og það sést ekkert að hann sé eftir á.“ „Það var mjög þægilegt að spila með honum upp á topp,“ sagði Jón Daði Böðvarsson.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira