Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Íþróttadeild skrifar 7. september 2019 18:01 Kolbeinn skorar fyrsta mark Íslands gegn Moldóvu. vísir/daníel Ísland fór á topp H-riðils undankeppni EM 2020 með 3-0 sigri á Moldóvu á Laugardalsvelli í dag. Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í röð. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Íslands í keppnisleik í fyrsta sinn síðan á EM 2016. Hann kom Íslendingum á bragðið og var heilt yfir besti leikmaður Íslands í dag. Birkir Bjarnason kom Íslandi í 2-0 á 55. mínútu og Victor Mudrac skoraði svo sjálfsmark á 77. mínútu. Ari Freyr Skúlason átti þátt í síðustu tveimur mörkunum og var mjög góður í leiknum. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði ekkert að gera nánast allan leikinn en varði vel frá Alexandru Suvorov á 83. mínútu. Hélt hreinu í þriðja sinn í undankeppninni.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 7 Lenti ekki í neinum vandræðum í vörninni. Átti þátt í fyrsta markinu og lagði upp gott færi með fínni fyrirgjöf.Kári Árnason, miðvörður 7 Vann alla skallabolta og leysti það litla sem hann þurfti að gera vel.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Átti skallann sem bjó til annað markið. Átti náðugan dag í vörninni. Nálægt því að skora sjálfsmark undir lok leiks.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Flottur leikur hjá Ara. Átti fyrirgjöfina sem skapaði þriðja markið og hornspyrnuna í öðru markinu. Öruggur með boltann og skilaði honum vel frá sér.Arnór Ingvi Traustason, hægri kantmaður 5 Lét lítið fyrir sér fara. Vann vel en framlagið í sókninni var ekki mikið.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Lagði upp gott færi fyrir Birki með frábærri sendingu. Stýrði miðjunni sem fyrr eins og herforingi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Var tvisvar sinnum nálægt því að skora í fyrri hálfleik. Sýndi nokkur frábær tilþrif en hefur oft verið meira áberandi.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Gekk lítið upp hjá Birki í fyrri hálfleik en var miklu betri í þeim seinni. Skoraði annað mark Íslands þegar hann fylgdi eftir skalla Ragnars sem Alexi Kosalev varði. Þetta var tólfta landsliðsmark Birkis.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Skoraði í fyrsta keppnisleik sínum í byrjunarliði Íslands síðan á EM 2016. Vantar nú aðeins tvö mörk til að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Vann einvígin sín í loftinu eins og venjulega.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Einstaklega fljótur að hugsa þegar hann lagði upp markið fyrir Kolbein á snyrtilegan hátt. Duglegur að vanda og lét hafa fyrir sér. Var í baráttu við Victor Mudrac þegar hann skoraði sjálfsmarkið.Varamenn:Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Kolbein á 63. mínútu) 6 Öruggur og yfirvegaður. Skilaði boltanum vel frá sér.Rúnar Már Sigurjónsson - (Kom inn á fyrir Birki á 78. mínútu) Átti gott skot rétt framhjá marki Moldóva. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Ísland fór á topp H-riðils undankeppni EM 2020 með 3-0 sigri á Moldóvu á Laugardalsvelli í dag. Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í röð. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Íslands í keppnisleik í fyrsta sinn síðan á EM 2016. Hann kom Íslendingum á bragðið og var heilt yfir besti leikmaður Íslands í dag. Birkir Bjarnason kom Íslandi í 2-0 á 55. mínútu og Victor Mudrac skoraði svo sjálfsmark á 77. mínútu. Ari Freyr Skúlason átti þátt í síðustu tveimur mörkunum og var mjög góður í leiknum. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði ekkert að gera nánast allan leikinn en varði vel frá Alexandru Suvorov á 83. mínútu. Hélt hreinu í þriðja sinn í undankeppninni.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 7 Lenti ekki í neinum vandræðum í vörninni. Átti þátt í fyrsta markinu og lagði upp gott færi með fínni fyrirgjöf.Kári Árnason, miðvörður 7 Vann alla skallabolta og leysti það litla sem hann þurfti að gera vel.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Átti skallann sem bjó til annað markið. Átti náðugan dag í vörninni. Nálægt því að skora sjálfsmark undir lok leiks.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Flottur leikur hjá Ara. Átti fyrirgjöfina sem skapaði þriðja markið og hornspyrnuna í öðru markinu. Öruggur með boltann og skilaði honum vel frá sér.Arnór Ingvi Traustason, hægri kantmaður 5 Lét lítið fyrir sér fara. Vann vel en framlagið í sókninni var ekki mikið.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Lagði upp gott færi fyrir Birki með frábærri sendingu. Stýrði miðjunni sem fyrr eins og herforingi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Var tvisvar sinnum nálægt því að skora í fyrri hálfleik. Sýndi nokkur frábær tilþrif en hefur oft verið meira áberandi.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Gekk lítið upp hjá Birki í fyrri hálfleik en var miklu betri í þeim seinni. Skoraði annað mark Íslands þegar hann fylgdi eftir skalla Ragnars sem Alexi Kosalev varði. Þetta var tólfta landsliðsmark Birkis.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Skoraði í fyrsta keppnisleik sínum í byrjunarliði Íslands síðan á EM 2016. Vantar nú aðeins tvö mörk til að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Vann einvígin sín í loftinu eins og venjulega.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Einstaklega fljótur að hugsa þegar hann lagði upp markið fyrir Kolbein á snyrtilegan hátt. Duglegur að vanda og lét hafa fyrir sér. Var í baráttu við Victor Mudrac þegar hann skoraði sjálfsmarkið.Varamenn:Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Kolbein á 63. mínútu) 6 Öruggur og yfirvegaður. Skilaði boltanum vel frá sér.Rúnar Már Sigurjónsson - (Kom inn á fyrir Birki á 78. mínútu) Átti gott skot rétt framhjá marki Moldóva. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Í beinni: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30