Fá spurningarmerki hjá íslenska liðinu Hjörvar Ólafsson skrifar 7. september 2019 10:30 Verður Hannes í íslenska markinu í dag? vísir/getty Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mættu líklega til komandi leikja með nokkuð fastmótaðar hugmyndir um það hvernig þeir ætluðu að stilla byrjunarliðinu upp. Brotthvarf Jóhanns Berg Guðmundssonar setti svo strik í reikninginn og meiðsli Arnórs Sigurðssonar fækka kostunum í kantstöðunum enn frekar. Lífseigar eru þær vangaveltur hvort komið sé að því að gefa Rúnari Alex Rúnarssyni tækifæri í byrjunarliði liðsins og frammistaða Hannesar Þórs Halldórssonar í leik Vals gegn ÍBV í síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar gaf þeim umræðum byr undir báða vængi. Það er hins vegar gömul saga og ný að Hannes Þór er vanur því að standa sig í stykkinu með landsliðinu þrátt fyrir misjafna frammistöðu með félagsliðum sínum. Hannes Þór stóð sig óaðfinnanlega með íslenska liðinu þegar liðið hafði betur gegn Albaníu og Tyrklandi og heldur að öllum líkindum stöðu sinni á milli stanganna hjá liðinu í leiknum í dag. Eina spurningarmerkið í varnarlínunnni er svo hvort Ari Freyr, sem spilaði bæði á móti Albönum og Tyrkjum, eða Hörður Björgvin Magnússon, sem hafði átt fast sæti í liðinu fram að þeim leikjum, hefji leik í vinstri bakverðinum. Fjarvera Jóhanns Berg sem gerði gæfumuninn í sigrinum gegn Albaníu og lagði upp fyrra mark íslenska liðsins þegar liðið lagði Tyrkland að velli opnar pláss á öðrum vængnum. Arnór Ingvi Traustason hefur verið að spila vel með Malmö í Svíþjóð á keppnistímabilinu og kemur sterklega til greina í þessum leik. Þá hafa Birkir Bjarnason og Rúnar Már Sigurjónsson, sem eru í grunninn miðjumenn, verið að leysa kantstöðuna hjá íslenska liðinu í þessari undankeppni. Albert Guðmundsson getur einnig leikið á kantinum vilji þjálfararnir auka sóknarkraftinn. Jón Daði Böðvarsson spilaði svo frábærlega í leiknum við Tyrkland og sú spilamennska gæti fleytt honum í framherjastöðuna. Kolbeinn Sigþórsson hefur verið að spila meira og meira með hverri vikunni sem líður fyrir sænska liðið AIK. Þá hefur Viðar Örn Kjartansson verið í góðu formi fyrir Rubin Kazan í Rússlandi og gæti hlotið náð fyrir augum þjálfaranna. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mættu líklega til komandi leikja með nokkuð fastmótaðar hugmyndir um það hvernig þeir ætluðu að stilla byrjunarliðinu upp. Brotthvarf Jóhanns Berg Guðmundssonar setti svo strik í reikninginn og meiðsli Arnórs Sigurðssonar fækka kostunum í kantstöðunum enn frekar. Lífseigar eru þær vangaveltur hvort komið sé að því að gefa Rúnari Alex Rúnarssyni tækifæri í byrjunarliði liðsins og frammistaða Hannesar Þórs Halldórssonar í leik Vals gegn ÍBV í síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar gaf þeim umræðum byr undir báða vængi. Það er hins vegar gömul saga og ný að Hannes Þór er vanur því að standa sig í stykkinu með landsliðinu þrátt fyrir misjafna frammistöðu með félagsliðum sínum. Hannes Þór stóð sig óaðfinnanlega með íslenska liðinu þegar liðið hafði betur gegn Albaníu og Tyrklandi og heldur að öllum líkindum stöðu sinni á milli stanganna hjá liðinu í leiknum í dag. Eina spurningarmerkið í varnarlínunnni er svo hvort Ari Freyr, sem spilaði bæði á móti Albönum og Tyrkjum, eða Hörður Björgvin Magnússon, sem hafði átt fast sæti í liðinu fram að þeim leikjum, hefji leik í vinstri bakverðinum. Fjarvera Jóhanns Berg sem gerði gæfumuninn í sigrinum gegn Albaníu og lagði upp fyrra mark íslenska liðsins þegar liðið lagði Tyrkland að velli opnar pláss á öðrum vængnum. Arnór Ingvi Traustason hefur verið að spila vel með Malmö í Svíþjóð á keppnistímabilinu og kemur sterklega til greina í þessum leik. Þá hafa Birkir Bjarnason og Rúnar Már Sigurjónsson, sem eru í grunninn miðjumenn, verið að leysa kantstöðuna hjá íslenska liðinu í þessari undankeppni. Albert Guðmundsson getur einnig leikið á kantinum vilji þjálfararnir auka sóknarkraftinn. Jón Daði Böðvarsson spilaði svo frábærlega í leiknum við Tyrkland og sú spilamennska gæti fleytt honum í framherjastöðuna. Kolbeinn Sigþórsson hefur verið að spila meira og meira með hverri vikunni sem líður fyrir sænska liðið AIK. Þá hefur Viðar Örn Kjartansson verið í góðu formi fyrir Rubin Kazan í Rússlandi og gæti hlotið náð fyrir augum þjálfaranna.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira