Project Runway stjarna látin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2019 23:41 Chris March var þekktur fyrir framúrstefnulegan stíl sinn. getty/Mitch Haaseth Chris March, búningahönnuður sem kom fram í þáttunum Project Runway, er látinn. Frá þessu er greint á vef TMZ. Heimildarmenn TMZ segja að hann hafi dáið á fimmtudag klukkan 13:45 á staðartíma eftir að hafa fengið hjartaáfall. Þá hafi March reglulega legið á spítala síðasta árið en hjartaáfallið hafi komið bæði læknum hans og fjölskyldu í opna skjöldu. March glímdi við mikið heilsuleysi síðustu tvö ár eftir að hann slasaðist illa eftir að hafa dottið. Þá hafi hann, þrátt fyrir veikindin, hannað kjóla til dauðadags. March var einn lokakeppenda í fjórðu þáttaröð Project Runway og hann kom einnig fram í Project Runway All stars. Þá var hann þáttastjórnandi þáttarins Mad Fashion sem var sýndur á sjónvarpsstöðinni Bravo. Hann kom einnig fram í raunveruleikaþættinum The Real Houswifes of New York City þar sem hann aðstoðaði Sonju Morgan að klæða sig.Meryl Streep í kjólum sem hannaðir voru af Chris March. Til vinstri er hún á Golden Globes hátíðinni og til hægri á Óskarsverðlaununum.getty/Kevin Mazur/Kevin Winter March var þekktur fyrir framúrstefnulegan stíl sinn og var hann vinsæll meðal margra þekktustu Hollywood stjarnanna. Hann hannaði meðal annars fyrir Madonnu, Lady Gaga, Jennifer Coolidge, Beyoncé og Meryl Streep. Hann hannaði meðal annars kjólana sem Streep var í á Golden Globe verðlaunahátíðinni og Óskarsverðlaununum árið 2010. Þá hannaði March búninga fyrir Cirque du Soleil og fjölda Brodway sýninga. Hann var mjög lengi að jafna sig eftir að hann datt illa í íbúðinni sinni árið 2017 og fékk högg á höfuðið. March lá meðvitundarlaus á gólfinu í fjóra daga en náði að hringja í neyðarlínuna þegar hann loks vaknaði. Þá var hann færður á spítala í flýti þar sem hann var látinn fara í dá en hann var mjög illa haldinn og varð hann fyrir líffærabilunum, þar á meðal féll lunga hans saman. Andlát Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Chris March, búningahönnuður sem kom fram í þáttunum Project Runway, er látinn. Frá þessu er greint á vef TMZ. Heimildarmenn TMZ segja að hann hafi dáið á fimmtudag klukkan 13:45 á staðartíma eftir að hafa fengið hjartaáfall. Þá hafi March reglulega legið á spítala síðasta árið en hjartaáfallið hafi komið bæði læknum hans og fjölskyldu í opna skjöldu. March glímdi við mikið heilsuleysi síðustu tvö ár eftir að hann slasaðist illa eftir að hafa dottið. Þá hafi hann, þrátt fyrir veikindin, hannað kjóla til dauðadags. March var einn lokakeppenda í fjórðu þáttaröð Project Runway og hann kom einnig fram í Project Runway All stars. Þá var hann þáttastjórnandi þáttarins Mad Fashion sem var sýndur á sjónvarpsstöðinni Bravo. Hann kom einnig fram í raunveruleikaþættinum The Real Houswifes of New York City þar sem hann aðstoðaði Sonju Morgan að klæða sig.Meryl Streep í kjólum sem hannaðir voru af Chris March. Til vinstri er hún á Golden Globes hátíðinni og til hægri á Óskarsverðlaununum.getty/Kevin Mazur/Kevin Winter March var þekktur fyrir framúrstefnulegan stíl sinn og var hann vinsæll meðal margra þekktustu Hollywood stjarnanna. Hann hannaði meðal annars fyrir Madonnu, Lady Gaga, Jennifer Coolidge, Beyoncé og Meryl Streep. Hann hannaði meðal annars kjólana sem Streep var í á Golden Globe verðlaunahátíðinni og Óskarsverðlaununum árið 2010. Þá hannaði March búninga fyrir Cirque du Soleil og fjölda Brodway sýninga. Hann var mjög lengi að jafna sig eftir að hann datt illa í íbúðinni sinni árið 2017 og fékk högg á höfuðið. March lá meðvitundarlaus á gólfinu í fjóra daga en náði að hringja í neyðarlínuna þegar hann loks vaknaði. Þá var hann færður á spítala í flýti þar sem hann var látinn fara í dá en hann var mjög illa haldinn og varð hann fyrir líffærabilunum, þar á meðal féll lunga hans saman.
Andlát Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira