Stöð 2 mun bjóða upp á fjölmarga þætti í vetur og verður íslensk dagskrágerð í fyrirrúmi. Einnig verða margir af vinsælustu erlendu þáttum heims á dagskrá í vetur.
Leitin að upprunanum snýr aftur í vetur. Steinþór Hróar Steinþórsson fer að stað með þættina Góðir landsmenn og Fannar Sveinsson stýrir þættinum Framkoma á stöðinni.
Ísskápastríðið verður að sjálfsögðu á dagskrá Stöðvar 2 og það sama má segja um Gulla Byggi og Heimsókn með Sindra Sindrasyni. Mun fleiri þættir verða síðan á dagskrá á Stöð 2 í vetur.