Baldvin Z með nýja glæpaseríu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. september 2019 06:15 Baldvin situr sveittur við skriftir. Fréttablaðið/Anton. Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf. Baldvin segir að stefnt sé að því að serían verði sýnd í lok árs 2021. „Þetta verður eins mikill krimmi og hægt er.“ Hugmyndin kom frá Ragnari Jónssyni en Aldís Hamilton og Andri Óttarsson koma einnig að skrifunum. Baldvin segir að grunnurinn að sögunni sé þegar til en nú sé unnið að útfærslum á handritinu. „Ragnar er rannsóknarlögreglumaður og blóðferlafræðingur, einn af okkar fremstu á Íslandi,“ segir Baldvin. „Vegna hans er innsýn okkar inn í þennan heim einstök. Við stillum þessu upp á mjög raunsæjan hátt.“ Svörtu sandar fjallar um unga lögreglukonu sem rannsakar dauðsfall ferðamanns. Baldvin segir að þegar sé búið að ræða um aðalleikara en gefur ekkert upp. Baldvin er þekktastur fyrir kvikmyndirnar Lof mér að falla frá árinu 2018 og Vonarstræti frá 2014. Magaluf er gamanþáttaröð í leikstjórn Magnúsar Leifssonar og gerist árið 1979. Í aðalhlutverki verður Steindi Jr. sem leikur plötusnúð á skemmtistaðnum Hollywood sem gerist fararstjóri í Spánarferð til að endurheimta æskuástina. Ragnar Bragason skrifaði handritið ásamt Magnúsi og Snjólaugu Lúðvíksdóttur. Birtist í Fréttablaðinu Menning Svörtu sandar Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf. Baldvin segir að stefnt sé að því að serían verði sýnd í lok árs 2021. „Þetta verður eins mikill krimmi og hægt er.“ Hugmyndin kom frá Ragnari Jónssyni en Aldís Hamilton og Andri Óttarsson koma einnig að skrifunum. Baldvin segir að grunnurinn að sögunni sé þegar til en nú sé unnið að útfærslum á handritinu. „Ragnar er rannsóknarlögreglumaður og blóðferlafræðingur, einn af okkar fremstu á Íslandi,“ segir Baldvin. „Vegna hans er innsýn okkar inn í þennan heim einstök. Við stillum þessu upp á mjög raunsæjan hátt.“ Svörtu sandar fjallar um unga lögreglukonu sem rannsakar dauðsfall ferðamanns. Baldvin segir að þegar sé búið að ræða um aðalleikara en gefur ekkert upp. Baldvin er þekktastur fyrir kvikmyndirnar Lof mér að falla frá árinu 2018 og Vonarstræti frá 2014. Magaluf er gamanþáttaröð í leikstjórn Magnúsar Leifssonar og gerist árið 1979. Í aðalhlutverki verður Steindi Jr. sem leikur plötusnúð á skemmtistaðnum Hollywood sem gerist fararstjóri í Spánarferð til að endurheimta æskuástina. Ragnar Bragason skrifaði handritið ásamt Magnúsi og Snjólaugu Lúðvíksdóttur.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Svörtu sandar Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira