UNICEF: Þriðjungur ungmenna orðið fyrir einelti á netinu Heimnsljós kynnir 5. september 2019 12:15 Um það bil þriðjungur ungmenna í þrjátíu ríkjum segist hafa orðið fyrir einelti á netinu og fimmtungur segist hafa sleppt því að mæta í skólann af þeim sökum. Þetta eru meðal annars niðurstöður úr nýrri skoðanakönnun sem birt var í gær af hálfu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og skrifstofu sérstaks erindreka Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum. Ungmennin svöruðu spurningum í könnuninni nafnlaust í gegnum samskiptagáttina U-Report. Af svörum þriðjungs þeirra að dæma eru samfélagsmiðlar helsti vettvangur eineltis á netinu, svo sem Facebook, Instagram, Snapchat og Twitter. Alls náði könnunin til 170 þúsund ungmenna, 13 til 24 ára. Að mati þriðjungs unga fólksins ættu stjórnvöld í hverju landi að koma í veg fyrir einelti á netinu, rúmlega 30 prósent svarenda taldi ábyrgðina liggja hjá unga fólkinu sjálfu og tæplega 30 prósent skelltu skuldinni á internetfyrirtæki. „Hvarvetna í heiminum, meðal ríkra og fátækra þjóða, eru ungmenni að segja okkur að það verði fyrir einelti á netinu, það hafi áhrif á menntun þeirra og þau vilja að þessu linni,“ segir Henriette Fore framkvæmdastýra UNICEF sem kynnti niðurstöður könnunarinnar í gær. Hún minnir á að senn verði fagnað þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og það verði að tryggja rétt barna varðandi stafrænt öryggi með öllum tiltækum leiðum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent
Um það bil þriðjungur ungmenna í þrjátíu ríkjum segist hafa orðið fyrir einelti á netinu og fimmtungur segist hafa sleppt því að mæta í skólann af þeim sökum. Þetta eru meðal annars niðurstöður úr nýrri skoðanakönnun sem birt var í gær af hálfu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og skrifstofu sérstaks erindreka Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum. Ungmennin svöruðu spurningum í könnuninni nafnlaust í gegnum samskiptagáttina U-Report. Af svörum þriðjungs þeirra að dæma eru samfélagsmiðlar helsti vettvangur eineltis á netinu, svo sem Facebook, Instagram, Snapchat og Twitter. Alls náði könnunin til 170 þúsund ungmenna, 13 til 24 ára. Að mati þriðjungs unga fólksins ættu stjórnvöld í hverju landi að koma í veg fyrir einelti á netinu, rúmlega 30 prósent svarenda taldi ábyrgðina liggja hjá unga fólkinu sjálfu og tæplega 30 prósent skelltu skuldinni á internetfyrirtæki. „Hvarvetna í heiminum, meðal ríkra og fátækra þjóða, eru ungmenni að segja okkur að það verði fyrir einelti á netinu, það hafi áhrif á menntun þeirra og þau vilja að þessu linni,“ segir Henriette Fore framkvæmdastýra UNICEF sem kynnti niðurstöður könnunarinnar í gær. Hún minnir á að senn verði fagnað þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og það verði að tryggja rétt barna varðandi stafrænt öryggi með öllum tiltækum leiðum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent