Opið bréf til borgarstjóra Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 5. september 2019 07:00 Sæll, borgarstjóri. Ég veit ekki hversu vel þú þekkir til barna með fötlun, foreldra þeirra og fjölskyldna. Ég vona að þú misvirðir það ekki við mig þótt ég upplýsi þig um að það krefst styrks, þolgæðis og endalausrar ástar og umburðarlyndis að annast fatlað barn, á hvaða aldri sem er. Það krefst mikils tíma og orku og því fylgir mikið álag. Það er sjaldnast orka aflögu til að berjast fyrir réttindum barns síns þótt margir hafi gert það af miklu hugrekki og seiglu. Ég trúi að börn með þroskahömlun gegni mikilvægu hlutverki í lífi okkar allra. Þau kenna okkur skilyrðislausan kærleik, þau vekja hlýjar tilfinningar í brjóstum fólks með falsleysi sínu og einlægni. Þau kenna okkur umburðarlyndi, lækna okkur af fullkomnunaráráttu og þau minna okkur á hvað skiptir mestu máli í lífinu. Þau eru mikils virði. Þau eru dýrmæt og þau þurfa á okkur að halda. Samfélag með gott siðferði annast þá sem minnst mega sín og ég er þakklát fyrir allt sem samfélag okkar, ríki og borg, gerir fyrir fötluðu börnin okkar. Við verðum þó að vita hvaða þjónusta er í boði til að geta nýtt okkur hana. Við, sem erum ekki dugleg að leita á vefsíðum eða láta okkur detta í hug eitthvað sem barnið okkar gæti hugsanlega átt rétt á, eigum á hættu að fara á mis við ýmsa þjónustu. Oft höfum við ekki orku til að standa í slíku og ekki er hægt að gera þá kröfu til barnanna okkar sem hafa ekki færni til þess sökum fötlunar sinnar. Þegar sonur minn, sem er með þroskahömlun, var lítill, áttaði ég mig á því að upplýsingar um réttindi og þjónustu komu oftar en ekki frá öðrum foreldrum fatlaðra barna frekar en frá hinu opinbera. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að þetta er ekki nógu gott. Það ætti ekki að vera flókið að útbúa bækling fyrir foreldra þar sem væri að finna allar upplýsingar um þjónustu og réttindi, bæði fyrir barnið og foreldrana. Þá ætti heldur ekki að vera flókið að setja upp vefsíðu með sömu upplýsingum. Þegar minnihlutinn í borgarstjórn bar fram tillögu þessa efnis var henni vísað frá. Nú vil ég biðja þig, borgarstjóri, að útskýra fyrir mér og öðrum sem málið varðar, hvers vegna borgin vill ekki eða getur ekki bætt upplýsingagjöf til fatlaðra og aðstandenda þeirra, með eins einföldum hætti og að útbúa bækling.Ásta Kristrún Ólafsdóttir, móðir ungs manns með fötlun, sálfræðingur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sæll, borgarstjóri. Ég veit ekki hversu vel þú þekkir til barna með fötlun, foreldra þeirra og fjölskyldna. Ég vona að þú misvirðir það ekki við mig þótt ég upplýsi þig um að það krefst styrks, þolgæðis og endalausrar ástar og umburðarlyndis að annast fatlað barn, á hvaða aldri sem er. Það krefst mikils tíma og orku og því fylgir mikið álag. Það er sjaldnast orka aflögu til að berjast fyrir réttindum barns síns þótt margir hafi gert það af miklu hugrekki og seiglu. Ég trúi að börn með þroskahömlun gegni mikilvægu hlutverki í lífi okkar allra. Þau kenna okkur skilyrðislausan kærleik, þau vekja hlýjar tilfinningar í brjóstum fólks með falsleysi sínu og einlægni. Þau kenna okkur umburðarlyndi, lækna okkur af fullkomnunaráráttu og þau minna okkur á hvað skiptir mestu máli í lífinu. Þau eru mikils virði. Þau eru dýrmæt og þau þurfa á okkur að halda. Samfélag með gott siðferði annast þá sem minnst mega sín og ég er þakklát fyrir allt sem samfélag okkar, ríki og borg, gerir fyrir fötluðu börnin okkar. Við verðum þó að vita hvaða þjónusta er í boði til að geta nýtt okkur hana. Við, sem erum ekki dugleg að leita á vefsíðum eða láta okkur detta í hug eitthvað sem barnið okkar gæti hugsanlega átt rétt á, eigum á hættu að fara á mis við ýmsa þjónustu. Oft höfum við ekki orku til að standa í slíku og ekki er hægt að gera þá kröfu til barnanna okkar sem hafa ekki færni til þess sökum fötlunar sinnar. Þegar sonur minn, sem er með þroskahömlun, var lítill, áttaði ég mig á því að upplýsingar um réttindi og þjónustu komu oftar en ekki frá öðrum foreldrum fatlaðra barna frekar en frá hinu opinbera. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að þetta er ekki nógu gott. Það ætti ekki að vera flókið að útbúa bækling fyrir foreldra þar sem væri að finna allar upplýsingar um þjónustu og réttindi, bæði fyrir barnið og foreldrana. Þá ætti heldur ekki að vera flókið að setja upp vefsíðu með sömu upplýsingum. Þegar minnihlutinn í borgarstjórn bar fram tillögu þessa efnis var henni vísað frá. Nú vil ég biðja þig, borgarstjóri, að útskýra fyrir mér og öðrum sem málið varðar, hvers vegna borgin vill ekki eða getur ekki bætt upplýsingagjöf til fatlaðra og aðstandenda þeirra, með eins einföldum hætti og að útbúa bækling.Ásta Kristrún Ólafsdóttir, móðir ungs manns með fötlun, sálfræðingur og kennari.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun