Illt er við Það að eiga Þórarinn Þórarinsson skrifar 5. september 2019 06:15 Sjömenningarnir í Lúseraklúbbnum eiga varla orð yfir hið illa sem mætir þeim í gervi trúðsins Pennywise og kalla það bara Það. Stephen King er rithöfundur margra orða og hryllingssögur hans telja oftar en ekki þúsund blaðsíður eða svo. Doðranturinn It, sem hann sendi frá sér 1986, er þar engin undantekning þannig að afráðið var að afgreiða þær 1100 síður í tveimur kvikmyndum; It sem kom út 2017 og It Chapter Two sem er frumsýnd á Íslandi í dag. Þessi skipting hentar ágætlega þar sem skáldsagan gerist á tveimur skeiðum í lífum aðalpersónanna. Fyrri myndin náði upp býsna góðum hrolli þar sem greint var frá baráttu krakkanna sjö í Lúseraklúbbnum við gasalega forynju sem stundar með reglulegu millibili, jafnan í gervi dansandi trúðsins Pennywise, að slátra börnum í Derry í Maine í Bandaríkjunum.„Ég blessa þessa mynd!“ King brá sér í hlutverk prests í Pet Sematary.Frumgelgjunum gekk merkilega vel að kveða óværuna niður en sóru þess þó dýran eið að snúa bökum saman á ný ef ófétið myndi láta aftur á sér kræla. Og það gerir skrattakollurinn þegar börnin eru orðin fullorðinn. Hefst þá seinni kaflinn með ekki síðri djöfulgangi en í þeim fyrri.Allir vilja King kveðið hafa King hefur notið slíkra vinsælda í fjóra áratugi eða svo að nánast allt sem hann hefur sent frá sér á prenti hefur verið kvikmyndað, ýmist fyrir bíó eða sjónvarp. Rétt eins og verk höfundarins hafa þær afurðir verið mjög misjafnar að gæðum og leikstjórum hafa verði mjög mislagðar hendur. Segir þó sitt um slagkraftinn í King að fjöldi þungavigtarleikstjóra hefur sótt í smiðju Kings, til dæmis Stanley Kubrick, Brian De Palma, John Carpenter, George A. Romero, Lawrence Kasdan, David Cronenberg og Bryan Singer.1983 fór John Carpenter þeysireið á Christine, andsetna tryllitækinu. Bókin er ferlega góð og myndin virkaði á unglinga síns tíma en eldist frekar illa.Frank Darabont og Rob Reiner eiga að öðrum ólöstuðum heiðurinn af fjórum af allra bestu aðlögunum verka Kings og hafa meira að segja hvor sótt sér sína nóvelluna úr safninu Different Seasons með frábærum árangri. Darabont með The Shawshank Redemption og Reiner föndraði hina sígildu Stand By Me upp úr The Body. Darabont fór ekki síður vel með framhaldssöguna The Green Mile en hökti aðeins þegar hann tók smásöguna The Mist og hefur ekki rótað í bókasafni Kings síðan hann gerði hana. Reiner tók sinn seinni snúning á King þegar hann kvikmyndaði Misery 1990 en þar fóru Kathy Bates og James Caan með himinskautum í hlutverkum stórslasaðs rithöfundar sem er upp á náð og miskunn hjúkrunarfræðings og mesta aðdáanda hans. Illu heilli er hún snarbiluð og hikar ekki við að hafa áhrif á ritstörfin með eggvopnum og ofsafengnu ofbeldi.King skrifaði Running Man 1982 og fimm árum síðar trommaði Schwarzenegger upp í ljótasta 80’s-galla sögunnar í heldur hallærislegri bíóútgáfu.Blóðug byrjun Brian De Palma reið á King-vaðið þegar hann kvikmyndaði fyrstu skáldsögu Kings, Carrie, 1976 og sjálfur Stanley Kubrick tók alkahrollinn The Shining sínum einstöku tökum 1980. Óumdeilt meistaraverk en King hefur þó alla tíð hatast við mynd Kubricks og ekki enn tekið úrvinnslu hans í sátt. Það stappar nærri sturlun að reyna að flokka og velja bestu myndirnar sem byggja á verkum Kings enda eru mælikvarðarnir margir og ólíkir þar sem jafnvel í draslinu leynist stundum einhver undarlegur galdur. Þó er óhætt að ráða fólki eindregið frá því að halla sér frekar að þessum nýja tvíleik sem kenndur er við It frekar en samnefndri míní-sjónvarpsþáttaseríu frá 1990. Þau ósköp eldast að vísu ekki jafn illa og ætla mætti og þótt Tim Curry standi fyrir sínu sem Pennywise er þetta aðeins fyrir forvitna og allra harðasta King-fólkið. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Stephen King er rithöfundur margra orða og hryllingssögur hans telja oftar en ekki þúsund blaðsíður eða svo. Doðranturinn It, sem hann sendi frá sér 1986, er þar engin undantekning þannig að afráðið var að afgreiða þær 1100 síður í tveimur kvikmyndum; It sem kom út 2017 og It Chapter Two sem er frumsýnd á Íslandi í dag. Þessi skipting hentar ágætlega þar sem skáldsagan gerist á tveimur skeiðum í lífum aðalpersónanna. Fyrri myndin náði upp býsna góðum hrolli þar sem greint var frá baráttu krakkanna sjö í Lúseraklúbbnum við gasalega forynju sem stundar með reglulegu millibili, jafnan í gervi dansandi trúðsins Pennywise, að slátra börnum í Derry í Maine í Bandaríkjunum.„Ég blessa þessa mynd!“ King brá sér í hlutverk prests í Pet Sematary.Frumgelgjunum gekk merkilega vel að kveða óværuna niður en sóru þess þó dýran eið að snúa bökum saman á ný ef ófétið myndi láta aftur á sér kræla. Og það gerir skrattakollurinn þegar börnin eru orðin fullorðinn. Hefst þá seinni kaflinn með ekki síðri djöfulgangi en í þeim fyrri.Allir vilja King kveðið hafa King hefur notið slíkra vinsælda í fjóra áratugi eða svo að nánast allt sem hann hefur sent frá sér á prenti hefur verið kvikmyndað, ýmist fyrir bíó eða sjónvarp. Rétt eins og verk höfundarins hafa þær afurðir verið mjög misjafnar að gæðum og leikstjórum hafa verði mjög mislagðar hendur. Segir þó sitt um slagkraftinn í King að fjöldi þungavigtarleikstjóra hefur sótt í smiðju Kings, til dæmis Stanley Kubrick, Brian De Palma, John Carpenter, George A. Romero, Lawrence Kasdan, David Cronenberg og Bryan Singer.1983 fór John Carpenter þeysireið á Christine, andsetna tryllitækinu. Bókin er ferlega góð og myndin virkaði á unglinga síns tíma en eldist frekar illa.Frank Darabont og Rob Reiner eiga að öðrum ólöstuðum heiðurinn af fjórum af allra bestu aðlögunum verka Kings og hafa meira að segja hvor sótt sér sína nóvelluna úr safninu Different Seasons með frábærum árangri. Darabont með The Shawshank Redemption og Reiner föndraði hina sígildu Stand By Me upp úr The Body. Darabont fór ekki síður vel með framhaldssöguna The Green Mile en hökti aðeins þegar hann tók smásöguna The Mist og hefur ekki rótað í bókasafni Kings síðan hann gerði hana. Reiner tók sinn seinni snúning á King þegar hann kvikmyndaði Misery 1990 en þar fóru Kathy Bates og James Caan með himinskautum í hlutverkum stórslasaðs rithöfundar sem er upp á náð og miskunn hjúkrunarfræðings og mesta aðdáanda hans. Illu heilli er hún snarbiluð og hikar ekki við að hafa áhrif á ritstörfin með eggvopnum og ofsafengnu ofbeldi.King skrifaði Running Man 1982 og fimm árum síðar trommaði Schwarzenegger upp í ljótasta 80’s-galla sögunnar í heldur hallærislegri bíóútgáfu.Blóðug byrjun Brian De Palma reið á King-vaðið þegar hann kvikmyndaði fyrstu skáldsögu Kings, Carrie, 1976 og sjálfur Stanley Kubrick tók alkahrollinn The Shining sínum einstöku tökum 1980. Óumdeilt meistaraverk en King hefur þó alla tíð hatast við mynd Kubricks og ekki enn tekið úrvinnslu hans í sátt. Það stappar nærri sturlun að reyna að flokka og velja bestu myndirnar sem byggja á verkum Kings enda eru mælikvarðarnir margir og ólíkir þar sem jafnvel í draslinu leynist stundum einhver undarlegur galdur. Þó er óhætt að ráða fólki eindregið frá því að halla sér frekar að þessum nýja tvíleik sem kenndur er við It frekar en samnefndri míní-sjónvarpsþáttaseríu frá 1990. Þau ósköp eldast að vísu ekki jafn illa og ætla mætti og þótt Tim Curry standi fyrir sínu sem Pennywise er þetta aðeins fyrir forvitna og allra harðasta King-fólkið.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira