Sautján mínútna viðtal við Milos: Ræðir um unga íslenska leikmenn og segir Andra Yeoman hinn fullkomna miðjumann Anton Ingi Leifsson skrifar 4. september 2019 20:00 Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic ræddi á dögunum ítarlega við Hörð Magnússon um íslenska boltann, sænska boltann og þjálfarastarfið svo eitthvað sé nefnt. Hluti af viðtalinu var birt í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem Milos fór yfir víðan völl. Nú má sjá viðtalið við Milos í heild sinni hér að neðan en hann ræðir meðal annars um hvernig það kom til að hann fór úr því að vera aðstoðarþjálfari Mjallby í að vera aðalþjálfari. „Aðalþjálfarinn hann Jónas átti stórt fyrirtæki og hann gat bara ekki púslað þessu saman. Við vorum með þrettán stig í þriðju efstu deild er hann ákvað að hætta,“ sagði Milos. „Hann sagði við mig að ég mætti ákveða hvort ég yrði áfram en ég stökk til og varð áfram því ég var nýbúinn að koma mér fyrir. Við vorum besta liðið, spiluðum skemmtilegan sóknarbolta og fengum flest stig af öllum liðum í Svíþjóð.“Milos er hann stýrði Breiðablik.vísir/vilhelmÞegar hann ræddi um unga íslenska leikmenn er Milos með góð ráð fyrir þá. „Þegar ungir leikmenn fara út þurfa þeir að velja rétta umhverfið. Í mínum augum þá eiga leikmenn sem eru ekki með topp gæði, þá eiga þeir ekki að koma í sænsku B-deildina. Þeir þurfa að fara til Hollands eða Belgíu og læra að spila fótbolta og verða góðir landsliðsmenn.“ „Þeir sem eru mjög góðir þurfa að koma í sænsku B-deildina til dæmis og spila meistaraflokks fótbolta í hárri ákefð. Ef þeir gera það í tvö ár þá er allt opið. Leikmenn í B-deildinni þar fara til Portúgals, Grikklands og í efstu deildirnar í Skandinavíu.“ Þegar Milos var spurður hvort að hann hafi hrifist sérstaklega af einhverjum leikmanni hér heima í sumar lá ekki á svörum. „Eins og allir vita er hinn fullkomni miðjumaður fyrir mig Andri Rafn Yeoman. Yngri leikmennirnir fara alveg á taugum en Brynjólfur í Breiðablik er mjög skemmtilegur og Guðmundur Andri eins og allir vissu og Valgeir í HK. Ungu strákarnir eru að spila mjög vel.“ Þetta afar ítarlega og fróðlega viðtal við Milos má sjá hér að ofan þar sem hann fer meðal annars yfir tímann í Víkingi, hvernig hann vinnur í Svíþjóð og margt, margt fleira. Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Sjá meira
Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic ræddi á dögunum ítarlega við Hörð Magnússon um íslenska boltann, sænska boltann og þjálfarastarfið svo eitthvað sé nefnt. Hluti af viðtalinu var birt í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem Milos fór yfir víðan völl. Nú má sjá viðtalið við Milos í heild sinni hér að neðan en hann ræðir meðal annars um hvernig það kom til að hann fór úr því að vera aðstoðarþjálfari Mjallby í að vera aðalþjálfari. „Aðalþjálfarinn hann Jónas átti stórt fyrirtæki og hann gat bara ekki púslað þessu saman. Við vorum með þrettán stig í þriðju efstu deild er hann ákvað að hætta,“ sagði Milos. „Hann sagði við mig að ég mætti ákveða hvort ég yrði áfram en ég stökk til og varð áfram því ég var nýbúinn að koma mér fyrir. Við vorum besta liðið, spiluðum skemmtilegan sóknarbolta og fengum flest stig af öllum liðum í Svíþjóð.“Milos er hann stýrði Breiðablik.vísir/vilhelmÞegar hann ræddi um unga íslenska leikmenn er Milos með góð ráð fyrir þá. „Þegar ungir leikmenn fara út þurfa þeir að velja rétta umhverfið. Í mínum augum þá eiga leikmenn sem eru ekki með topp gæði, þá eiga þeir ekki að koma í sænsku B-deildina. Þeir þurfa að fara til Hollands eða Belgíu og læra að spila fótbolta og verða góðir landsliðsmenn.“ „Þeir sem eru mjög góðir þurfa að koma í sænsku B-deildina til dæmis og spila meistaraflokks fótbolta í hárri ákefð. Ef þeir gera það í tvö ár þá er allt opið. Leikmenn í B-deildinni þar fara til Portúgals, Grikklands og í efstu deildirnar í Skandinavíu.“ Þegar Milos var spurður hvort að hann hafi hrifist sérstaklega af einhverjum leikmanni hér heima í sumar lá ekki á svörum. „Eins og allir vita er hinn fullkomni miðjumaður fyrir mig Andri Rafn Yeoman. Yngri leikmennirnir fara alveg á taugum en Brynjólfur í Breiðablik er mjög skemmtilegur og Guðmundur Andri eins og allir vissu og Valgeir í HK. Ungu strákarnir eru að spila mjög vel.“ Þetta afar ítarlega og fróðlega viðtal við Milos má sjá hér að ofan þar sem hann fer meðal annars yfir tímann í Víkingi, hvernig hann vinnur í Svíþjóð og margt, margt fleira.
Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Sjá meira