Christian Eriksen vildi geta ákveðið framtíðina eins og í Football Manager Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 13:00 Christian Eriksen fagnar marki sínu á móti Arsenal um helgina. Getty/Visionhaus Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen bauð upp á sérstaka samlíkingu þegar hann hitti danska blaðamenn en hann er nú staddur í landsliðsverkefni með Dönum. Mikil óvissa hefur verið í kringum framtíð Christian Eriksen hjá Tottenham og var miðjumaðurinn bæði orðaður við ManchesterUnited og RealMadrid í síðasta félagsskiptaglugga. Christian Eriksen sagði sjálfur í júní að hann vonaðist eftir ferskri áskorun en hann er ennþá leikmaður Tottenham. Í fyrstu fjórum umferðunum hefur hann byrjað tvo leiki en komið tvisvar inn á sem varamaður. „Ég vildi að ég gæti ákveðið framtíðina mína eins og ég geri í FootballManager leiknum en því miður get ég það ekki,“ sagði Christian Eriksen við danska blaðamenn en breska ríkisútvarpið hefur þetta eftir dönsku blöðunum.Christian Eriksen has admitted that he wishes his future could have been resolved "like in Football Manager".https://t.co/Hzqg3x0jZ8#bbcfootballpic.twitter.com/iGuGhoEwcl — BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2019 Hinn 27 ára gamli Christian Eriksen ætti að eiga nokkur mjög góð ár eftir en samningur hans við Tottenham rennur út næsta sumar. Hann gæti því farið á frjálsri sölu eftir tímabilið en líklegra er að Tottenham reyni að fá eitthvað fyrir hann í janúarglugganum. Danski landsliðsmaðurinn er staddur í æfingabúðum danska landsliðsins á Spáni en næsti leikur er á móti Gíbraltar. Hann hefur ekki áhyggjur af því að óvissan um framtíðina trufli leik hans inn á vellinum. „Ég er ekki í vandræðum með að hreinsa hugann. Ég les ekki mikið af því sem er skrifað um mig. Ég hef líka upplifað það í mörg ár að heyra sögusagnir um mig. Ég veit að það eru margir áhugasamir um hvar ég muni spila og svoleiðis er það bara,“ sagði Eriksen.Eriksen hefur spilað með Tottenham frá árinu 2013 en hann kom þá til félagsins frá hollenska liðinu Ajax. EM 2021 í Englandi Enski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen bauð upp á sérstaka samlíkingu þegar hann hitti danska blaðamenn en hann er nú staddur í landsliðsverkefni með Dönum. Mikil óvissa hefur verið í kringum framtíð Christian Eriksen hjá Tottenham og var miðjumaðurinn bæði orðaður við ManchesterUnited og RealMadrid í síðasta félagsskiptaglugga. Christian Eriksen sagði sjálfur í júní að hann vonaðist eftir ferskri áskorun en hann er ennþá leikmaður Tottenham. Í fyrstu fjórum umferðunum hefur hann byrjað tvo leiki en komið tvisvar inn á sem varamaður. „Ég vildi að ég gæti ákveðið framtíðina mína eins og ég geri í FootballManager leiknum en því miður get ég það ekki,“ sagði Christian Eriksen við danska blaðamenn en breska ríkisútvarpið hefur þetta eftir dönsku blöðunum.Christian Eriksen has admitted that he wishes his future could have been resolved "like in Football Manager".https://t.co/Hzqg3x0jZ8#bbcfootballpic.twitter.com/iGuGhoEwcl — BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2019 Hinn 27 ára gamli Christian Eriksen ætti að eiga nokkur mjög góð ár eftir en samningur hans við Tottenham rennur út næsta sumar. Hann gæti því farið á frjálsri sölu eftir tímabilið en líklegra er að Tottenham reyni að fá eitthvað fyrir hann í janúarglugganum. Danski landsliðsmaðurinn er staddur í æfingabúðum danska landsliðsins á Spáni en næsti leikur er á móti Gíbraltar. Hann hefur ekki áhyggjur af því að óvissan um framtíðina trufli leik hans inn á vellinum. „Ég er ekki í vandræðum með að hreinsa hugann. Ég les ekki mikið af því sem er skrifað um mig. Ég hef líka upplifað það í mörg ár að heyra sögusagnir um mig. Ég veit að það eru margir áhugasamir um hvar ég muni spila og svoleiðis er það bara,“ sagði Eriksen.Eriksen hefur spilað með Tottenham frá árinu 2013 en hann kom þá til félagsins frá hollenska liðinu Ajax.
EM 2021 í Englandi Enski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira