Fyrsti þáttur af Óminni Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2019 18:45 Þáttaröðin Óminni hefur göngu sína í kvöld á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Þættirnir verða þrír talsins og eiga að veita okkur innsýn inn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum. Fyrsti þátturinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi og hefst hann klukkan 19:25. Í fyrsta þætti er fjallað um hvernig misnotkun bensódíasepín lyfja og ópíóíða hefur farið stigvaxandi hjá íslenskum ungmennum, eins og víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Kókaín á Íslandi er orðið sterkara og krakkreykingar hafa orðið útbreiddari vegna þess. Í þættinum er myndefni af ýmiskonar ólöglegri vímuefnaneyslu. Til að taka upp neysluna og vímuefnin fengum við að heimsækja nokkra einstaklinga í virkri neyslu og taka upp ólögleg vímuefni í haldi lögreglunnar. „Þetta eru í raun heimildaþættir sem eru byggðir á nafnlausum viðtölum við 36 einstaklinga. Sumir þeirra voru í neyslu, aðrir orðnir edrú og enn aðrir höfðu bara verið að fikta. Við vorum aðallega að tala við ungt fólk. Ég er sjálfur óvirkur alkóhólisti og fíkill en er búinn að vera edrú í tvö ár og þrjá mánuði. Þannig að ég vissi að þetta væri gríðarlegt vandamál hérna heima. Í maí í fyrra missti ég annan vin minn á stuttum tíma og það var eiginlega kornið sem fyllti mælinn. Ég vissi áður að staðan í eiturlyfjaheiminum var grafalvarleg en þetta gerði útslagið,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið í morgun. Óminni Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þáttaröðin Óminni hefur göngu sína í kvöld á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Þættirnir verða þrír talsins og eiga að veita okkur innsýn inn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum. Fyrsti þátturinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi og hefst hann klukkan 19:25. Í fyrsta þætti er fjallað um hvernig misnotkun bensódíasepín lyfja og ópíóíða hefur farið stigvaxandi hjá íslenskum ungmennum, eins og víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Kókaín á Íslandi er orðið sterkara og krakkreykingar hafa orðið útbreiddari vegna þess. Í þættinum er myndefni af ýmiskonar ólöglegri vímuefnaneyslu. Til að taka upp neysluna og vímuefnin fengum við að heimsækja nokkra einstaklinga í virkri neyslu og taka upp ólögleg vímuefni í haldi lögreglunnar. „Þetta eru í raun heimildaþættir sem eru byggðir á nafnlausum viðtölum við 36 einstaklinga. Sumir þeirra voru í neyslu, aðrir orðnir edrú og enn aðrir höfðu bara verið að fikta. Við vorum aðallega að tala við ungt fólk. Ég er sjálfur óvirkur alkóhólisti og fíkill en er búinn að vera edrú í tvö ár og þrjá mánuði. Þannig að ég vissi að þetta væri gríðarlegt vandamál hérna heima. Í maí í fyrra missti ég annan vin minn á stuttum tíma og það var eiginlega kornið sem fyllti mælinn. Ég vissi áður að staðan í eiturlyfjaheiminum var grafalvarleg en þetta gerði útslagið,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið í morgun.
Óminni Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein