Ungstirni Arsenal var ekki að dreyma og er komið í franska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 10:30 Matteo Guendouzi nýtur þess að vera kominn í franska A-landsliðið. Getty/Anthony Dibon Þjálfari 21 árs landsliðs Frakka freistaðist til að stríða aðeins Arsenal manninum Mattéo Guendouzi þegar kom að því að tilkynna stráknum að hann væri kominn í A-landsliðið í fyrsta sinn. Matteo Guendouzi kom inn í hóp heimsmeistaranna fyrir Paul Pogba sem er meiddur. Frakkar eru eins og kunnugt er í sama riðli og við Íslendingar í undankeppni EM 2020. Matteo Guendouzi fékk að vita af vali sínu eftir nágrannaslaginn á móti Tottenham um helgina. Hann hélt þá að hann yrði með 21 árs landsliðinu í landsleikjafríinu en fljótlega kom annað í ljós. Guendouzi sagði söguna á bak við þessa stóru stund þegar hann frétti að hann væri kominn í franska landsliðið og hér fyrir neðan má sjá myndband af því sem kom inn á heimasíðu franska landsliðsins.Nope, you're definitely not dreaming, @MatteoGuendouzi! The @Arsenal midfielder reacts to his first senior call-up, replacing Paul Pogba in the squad ??#FiersdetreBleuspic.twitter.com/7QAHP0HG1O — French Team ?? (@FrenchTeam) September 2, 2019Sylvain Ripoll, þjálfari franska 21 árs landsliðsins, fór í heimsókn til Matteo Guendouzi og sagði honum fréttirnar. Guendouzi var sofandi og svaraði ekki fyrr en þjálfarinn hringdi í hann. Það gaf Ripoll tækifæri til að finna upp á smá prakkarastriki. „Hann sagði við mig: Matteo, komdu hérna, við þurfum að tala svolítið saman. Hann sagði svo: Ég er mjög hrifinn af þér sem leikmanni en þú verður að fara.,“ lýsir Matteo Guendouzi. Hann hélt um tíma að hann væri að missa sæti sitt í 21 árs landsliðinu. „Ég svaraði: Hvað meinar þú að ég þurfi að fara? Hvað ertu að segjaÐ Hann svaraði þá: Þú verður með franska A-landsliðinu. Ég trúði þessu ekki í fyrstu. Ég var sofandi þegar hann kom og ég hélt ég væri enn að dreyma,“ sagði Guendouzi léttur. Guendouzi bætti við að Sylvain Ripoll gæti kannski betur lýst viðbrögðum sínum en þessi tuttugu ára miðjumaður var augljóslega í skýjunum með að vera kominn í franska A-landsliðið í fyrsta sinn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira
Þjálfari 21 árs landsliðs Frakka freistaðist til að stríða aðeins Arsenal manninum Mattéo Guendouzi þegar kom að því að tilkynna stráknum að hann væri kominn í A-landsliðið í fyrsta sinn. Matteo Guendouzi kom inn í hóp heimsmeistaranna fyrir Paul Pogba sem er meiddur. Frakkar eru eins og kunnugt er í sama riðli og við Íslendingar í undankeppni EM 2020. Matteo Guendouzi fékk að vita af vali sínu eftir nágrannaslaginn á móti Tottenham um helgina. Hann hélt þá að hann yrði með 21 árs landsliðinu í landsleikjafríinu en fljótlega kom annað í ljós. Guendouzi sagði söguna á bak við þessa stóru stund þegar hann frétti að hann væri kominn í franska landsliðið og hér fyrir neðan má sjá myndband af því sem kom inn á heimasíðu franska landsliðsins.Nope, you're definitely not dreaming, @MatteoGuendouzi! The @Arsenal midfielder reacts to his first senior call-up, replacing Paul Pogba in the squad ??#FiersdetreBleuspic.twitter.com/7QAHP0HG1O — French Team ?? (@FrenchTeam) September 2, 2019Sylvain Ripoll, þjálfari franska 21 árs landsliðsins, fór í heimsókn til Matteo Guendouzi og sagði honum fréttirnar. Guendouzi var sofandi og svaraði ekki fyrr en þjálfarinn hringdi í hann. Það gaf Ripoll tækifæri til að finna upp á smá prakkarastriki. „Hann sagði við mig: Matteo, komdu hérna, við þurfum að tala svolítið saman. Hann sagði svo: Ég er mjög hrifinn af þér sem leikmanni en þú verður að fara.,“ lýsir Matteo Guendouzi. Hann hélt um tíma að hann væri að missa sæti sitt í 21 árs landsliðinu. „Ég svaraði: Hvað meinar þú að ég þurfi að fara? Hvað ertu að segjaÐ Hann svaraði þá: Þú verður með franska A-landsliðinu. Ég trúði þessu ekki í fyrstu. Ég var sofandi þegar hann kom og ég hélt ég væri enn að dreyma,“ sagði Guendouzi léttur. Guendouzi bætti við að Sylvain Ripoll gæti kannski betur lýst viðbrögðum sínum en þessi tuttugu ára miðjumaður var augljóslega í skýjunum með að vera kominn í franska A-landsliðið í fyrsta sinn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira