Ensku úrvalsdeildarliðin vilja breyta félagsskiptaglugganum aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 08:30 Það hefur verið mikil óvissa með framtíð Christian Eriksen hjá Tottenham og hún hélt áfram í margar vikur eftir að glugginn lokaði í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Julian Finney Enska úrvalsdeildin hefur verið úr takti við aðrar deildir í Evrópu í haust þegar kemur að félagsskiptum leikmanna. Glugginn lokaði hjá flestum evrópsku deildunum í gær en þá var hann búinn að vera lokaður í ensku úrvalsdeildinni í rúmar þrjár vikur. Telegraph segir að það sé næstum því öruggt að ensku úrvalsdeildarfélögin muni kjósa það á næstu fundum sínum að breyta aftur til baka þannig að félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni loki á sama tíma og hann gerir á Spáni, á Ítalíu, í Þýskalandi og annars staðar í Evrópu. Þrjú af félögunum sem börðust fyrir breytingunni fyrir tveimur árum vilja nú að það verði kosið aftur um málið á næsta fundi félaganna sem verður 12. september.Premier League clubs to vote to realign transfer window with Europe after loss of bargaining power this summer https://t.co/MXWiS568Lq — Telegraph Football (@TeleFootball) September 3, 2019 Það er samt ekkert víst að kosið verði um málið strax á þessum fundi í september því líklegt er að kosningunni verði frestað fram í nóvember þannig að félögin fái lengri tíma til að skoða kostina og gallana frá öllum hliðum. Árið 2017 voru fjórtán félög í ensku úrvalsdeildinni með því að loka félagsskiptaglugganum einum eða tveimur dögum áður en fyrstu leikir tímabilsins færu fram. Manchester City, Manchester United, Crystal Palace, Watford og Swansea kusu öll á móti því en Burnley sat hjá. Vinsældir breytingarinnar hafa minnkað mikið á þessum tveimur árum og nú eru aðeins níu félög enn með því að halda sig við það að loka glugganum fyrir tímabil. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, er einn af þeim sem hafa verið hvað ósáttastir með fyrirkomulagið en það er hans mat og fleiri að ensku félögin séu fyrir vikið í verri samningsstöðu gagnvart hinum evrópsku félögunum. Ensku félögin eiga nefnilega á hættu að missa sterka leikmenn eftir að þau hafa misst af möguleikanum að fá einhvern leikmann í staðinn. England Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefur verið úr takti við aðrar deildir í Evrópu í haust þegar kemur að félagsskiptum leikmanna. Glugginn lokaði hjá flestum evrópsku deildunum í gær en þá var hann búinn að vera lokaður í ensku úrvalsdeildinni í rúmar þrjár vikur. Telegraph segir að það sé næstum því öruggt að ensku úrvalsdeildarfélögin muni kjósa það á næstu fundum sínum að breyta aftur til baka þannig að félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni loki á sama tíma og hann gerir á Spáni, á Ítalíu, í Þýskalandi og annars staðar í Evrópu. Þrjú af félögunum sem börðust fyrir breytingunni fyrir tveimur árum vilja nú að það verði kosið aftur um málið á næsta fundi félaganna sem verður 12. september.Premier League clubs to vote to realign transfer window with Europe after loss of bargaining power this summer https://t.co/MXWiS568Lq — Telegraph Football (@TeleFootball) September 3, 2019 Það er samt ekkert víst að kosið verði um málið strax á þessum fundi í september því líklegt er að kosningunni verði frestað fram í nóvember þannig að félögin fái lengri tíma til að skoða kostina og gallana frá öllum hliðum. Árið 2017 voru fjórtán félög í ensku úrvalsdeildinni með því að loka félagsskiptaglugganum einum eða tveimur dögum áður en fyrstu leikir tímabilsins færu fram. Manchester City, Manchester United, Crystal Palace, Watford og Swansea kusu öll á móti því en Burnley sat hjá. Vinsældir breytingarinnar hafa minnkað mikið á þessum tveimur árum og nú eru aðeins níu félög enn með því að halda sig við það að loka glugganum fyrir tímabil. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, er einn af þeim sem hafa verið hvað ósáttastir með fyrirkomulagið en það er hans mat og fleiri að ensku félögin séu fyrir vikið í verri samningsstöðu gagnvart hinum evrópsku félögunum. Ensku félögin eiga nefnilega á hættu að missa sterka leikmenn eftir að þau hafa misst af möguleikanum að fá einhvern leikmann í staðinn.
England Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira