Tiltektin kostaði Ingibjörgu milljarð Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2019 10:15 Ingibjörg Pálmadóttir með eiginmanni sínum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. VÍSIR/VILHELM Fjölmiðlafyrirtækið 365, sem fer með helmingshlut í móðurfélagi Fréttablaðsins, tapaði 1.027 milljónum króna árið 2018. Forstjóri og aðaleigandi 365 miðla er Ingibjörg Pálmadóttir sem greinir sjálf frá tapinu á síðum Fréttablaðsins í morgun, en fjárfestirinn Helgi Magnússon á hinn helminginn á móti 365 miðlum í móðurfélagi blaðsins. Ingibjörg lýsir taprekstrinum sem „tiltektarári,“ en félög í hennar eigu fara með um 90 prósenta hlut í 365 miðlum. Tapið er í Fréttablaðinu í dag sagt skýrast „að stærstum hluta af einskiptisleiðum sem tengjast aflagðri starfsemi félagsins í kjölfar sölu á ljósvaka-, fjölmiðla- og fjarskiptarekstri, eða 591 milljón króna,“ án þess þó að það sé útskýrt nánar. Þar er vísað til sölu 365 miðla á ljósvakamiðlum sínum; sjónvarps- og útvarpsstöðvum auk Vísis til Fjarskipta árið 2017, sem nú ber nafnið Sýn. „Þá nam álagður og reiknaður tekjuskattur vegna fyrri ára 537 milljónum króna og gangvirðisleiðréttingar af hlutabréfum 294 milljónum króna. Samtals höfðu framangreindir liðir því neikvæð áhrif á afkomu síðasta árs að fjárhæð 885 milljónir króna,“ segir í útskýringu Fréttablaðsins á tapi 365 miðla. Þá minnist Ingibjörg á málaferli félagsins við íslenska ríkið vegna endurskoðunar á álagningu opinberra gjalda, sem 365 miðlar töpuðu í Hæstarétti í fyrravetur. „Afkoma ársins 2018, sjóðstreymi og breytingar á efnahagsreikningi litast mjög af eftirfylgni sölu á rekstri 365 í árslok 2017 ásamt áhrifum af því að ágreiningsmál við skattayfirvöld hafa verið til lykta leidd,“ er haft eftir Ingibjörgu. „Eftir þetta tiltektarár hjá félaginu og hlutafjáraukningu hefur eignasafn og fjárhagur 365 styrkst til muna og mun félagið halda áfram að nýta þau tækifæri sem gefast og vera virkur þátttakandi í fjárfestingarverkefnum.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir „Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. 17. júlí 2019 06:00 Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Fréttablaðið sektað um milljón vegna fylgirits Torgi ehf. útgefanda Fréttablaðsins hefur verið gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna Brugghúss, kynningarrits sem fylgdi með Fréttablaðinu 1. mars síðastliðinn. 5. júní 2019 18:31 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Fjölmiðlafyrirtækið 365, sem fer með helmingshlut í móðurfélagi Fréttablaðsins, tapaði 1.027 milljónum króna árið 2018. Forstjóri og aðaleigandi 365 miðla er Ingibjörg Pálmadóttir sem greinir sjálf frá tapinu á síðum Fréttablaðsins í morgun, en fjárfestirinn Helgi Magnússon á hinn helminginn á móti 365 miðlum í móðurfélagi blaðsins. Ingibjörg lýsir taprekstrinum sem „tiltektarári,“ en félög í hennar eigu fara með um 90 prósenta hlut í 365 miðlum. Tapið er í Fréttablaðinu í dag sagt skýrast „að stærstum hluta af einskiptisleiðum sem tengjast aflagðri starfsemi félagsins í kjölfar sölu á ljósvaka-, fjölmiðla- og fjarskiptarekstri, eða 591 milljón króna,“ án þess þó að það sé útskýrt nánar. Þar er vísað til sölu 365 miðla á ljósvakamiðlum sínum; sjónvarps- og útvarpsstöðvum auk Vísis til Fjarskipta árið 2017, sem nú ber nafnið Sýn. „Þá nam álagður og reiknaður tekjuskattur vegna fyrri ára 537 milljónum króna og gangvirðisleiðréttingar af hlutabréfum 294 milljónum króna. Samtals höfðu framangreindir liðir því neikvæð áhrif á afkomu síðasta árs að fjárhæð 885 milljónir króna,“ segir í útskýringu Fréttablaðsins á tapi 365 miðla. Þá minnist Ingibjörg á málaferli félagsins við íslenska ríkið vegna endurskoðunar á álagningu opinberra gjalda, sem 365 miðlar töpuðu í Hæstarétti í fyrravetur. „Afkoma ársins 2018, sjóðstreymi og breytingar á efnahagsreikningi litast mjög af eftirfylgni sölu á rekstri 365 í árslok 2017 ásamt áhrifum af því að ágreiningsmál við skattayfirvöld hafa verið til lykta leidd,“ er haft eftir Ingibjörgu. „Eftir þetta tiltektarár hjá félaginu og hlutafjáraukningu hefur eignasafn og fjárhagur 365 styrkst til muna og mun félagið halda áfram að nýta þau tækifæri sem gefast og vera virkur þátttakandi í fjárfestingarverkefnum.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir „Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. 17. júlí 2019 06:00 Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Fréttablaðið sektað um milljón vegna fylgirits Torgi ehf. útgefanda Fréttablaðsins hefur verið gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna Brugghúss, kynningarrits sem fylgdi með Fréttablaðinu 1. mars síðastliðinn. 5. júní 2019 18:31 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir „Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. 17. júlí 2019 06:00
Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30
Fréttablaðið sektað um milljón vegna fylgirits Torgi ehf. útgefanda Fréttablaðsins hefur verið gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna Brugghúss, kynningarrits sem fylgdi með Fréttablaðinu 1. mars síðastliðinn. 5. júní 2019 18:31