Jón Þór: Elín búin að vera frábær á árinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2019 21:09 „Þetta var erfið fæðing, við vissum það að slóvakíska yrði þétt til baka og erfitt við að eiga. Það er búið að ná flottum úrslitum í síðustu þremur leikjum á undan þessum leik og aðeins fengið á sig tvö mörk í þeim leikjum. Við vissum það að okkar biði þolinmæðis verk en ég er stoltur og ánægður með liðið í dag,“ sagði Jón Þór Hauksson þjálfari A-landsliðs kvenna eftir 1-0 sigur gegn Slóvakíu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi sumarið 2021. „Þær héldu alltaf áfram og höfðu trú á þessu. Við þurftum aðeins að skerpa á hreyfingunum okkar inn í teig eftir fyrri hálfleikinn þar sem við vorum að fá frábærar fyrirgjafir og koma okkur í ágætis stöður en það gekk illa að skapa þessi dauðafæri en mér fannst við bæta okkur í síðari hálfleik og kláruðum leikinn,“ sagði Jón Þór ennfremur. Elín Metta Jensen skoraði eina mark Íslands í dag. Þá var hún var einnig á skotskónum gegn Ungverjalandi á dögunum en Elín er markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt Hlín Eiríksdóttur, liðsfélaga sínum hjá Val, með 15 mörk. „Frábært mark hjá Elínu, hennar þriðja í þessu verkefni en hún er búin að vera frábær á árinu,“ sagði Jón Þór um Elínu Mettu og hennar framlag í síðustu tveimur leikjum. Hlín Eiríksdóttir byrjaði á bekknum í dag en annan leikinn í röð skipti Jón Þór báðum kantmönnum sínum af velli í síðari hálfleik. „Það frískar upp á þetta og við erum með 4-5 frábæra kantmenn í hópnum. Það er breiddin sem við höfum. Það er mjög mikilvægt að vera á fullum krafti í 90 mínútur út á vængjunum, það eru mikil hlaup á kantmönnunum okkar og þeir hafa staðið sig frábærlega í þessu verkefni,“ sagði Jón Þór aðspurður hvort þessar skiptingar væru komnar til að vera. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá sex stig í þessum tveimur heimaleikjum og það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði Jón Þór að lokum um hversu mikilvægt væri að byrja þessa undankeppni á tveimur sigrum, sérstaklega í ljósi þess að um heimaleiki væri að ræða. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45 Sjáðu sigurmarkið mikilvæga úr Laugardalnum Ísland er með mikilvæg sex stig eftir fyrstu tvo leikina 2. september 2019 20:42 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
„Þetta var erfið fæðing, við vissum það að slóvakíska yrði þétt til baka og erfitt við að eiga. Það er búið að ná flottum úrslitum í síðustu þremur leikjum á undan þessum leik og aðeins fengið á sig tvö mörk í þeim leikjum. Við vissum það að okkar biði þolinmæðis verk en ég er stoltur og ánægður með liðið í dag,“ sagði Jón Þór Hauksson þjálfari A-landsliðs kvenna eftir 1-0 sigur gegn Slóvakíu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi sumarið 2021. „Þær héldu alltaf áfram og höfðu trú á þessu. Við þurftum aðeins að skerpa á hreyfingunum okkar inn í teig eftir fyrri hálfleikinn þar sem við vorum að fá frábærar fyrirgjafir og koma okkur í ágætis stöður en það gekk illa að skapa þessi dauðafæri en mér fannst við bæta okkur í síðari hálfleik og kláruðum leikinn,“ sagði Jón Þór ennfremur. Elín Metta Jensen skoraði eina mark Íslands í dag. Þá var hún var einnig á skotskónum gegn Ungverjalandi á dögunum en Elín er markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt Hlín Eiríksdóttur, liðsfélaga sínum hjá Val, með 15 mörk. „Frábært mark hjá Elínu, hennar þriðja í þessu verkefni en hún er búin að vera frábær á árinu,“ sagði Jón Þór um Elínu Mettu og hennar framlag í síðustu tveimur leikjum. Hlín Eiríksdóttir byrjaði á bekknum í dag en annan leikinn í röð skipti Jón Þór báðum kantmönnum sínum af velli í síðari hálfleik. „Það frískar upp á þetta og við erum með 4-5 frábæra kantmenn í hópnum. Það er breiddin sem við höfum. Það er mjög mikilvægt að vera á fullum krafti í 90 mínútur út á vængjunum, það eru mikil hlaup á kantmönnunum okkar og þeir hafa staðið sig frábærlega í þessu verkefni,“ sagði Jón Þór aðspurður hvort þessar skiptingar væru komnar til að vera. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá sex stig í þessum tveimur heimaleikjum og það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði Jón Þór að lokum um hversu mikilvægt væri að byrja þessa undankeppni á tveimur sigrum, sérstaklega í ljósi þess að um heimaleiki væri að ræða.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45 Sjáðu sigurmarkið mikilvæga úr Laugardalnum Ísland er með mikilvæg sex stig eftir fyrstu tvo leikina 2. september 2019 20:42 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45
Sjáðu sigurmarkið mikilvæga úr Laugardalnum Ísland er með mikilvæg sex stig eftir fyrstu tvo leikina 2. september 2019 20:42
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti