Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir næstu verkefni en tveir reynsluboltar snúa aftur inn í hópinn.
Það eru þær Rakel Hönnudóttir og Sandra María Jessen. Það eru einu tvær breytingarnar á 23 manna hópi liðsins.
Stelpurnar munu spila vináttulandsleik við Frakka ytra og fara svo í útileik gegn Lettum í undankeppni EM 2021. Stelpurnar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni.
Vísir var með blaðamannafundinn í beinni textalýsingu. Hana má sjá hér að neðan.
Jón Þór: Ánægður að fá Söndru og Rakel aftur inn
