Fótbolti

Afhroð Real Madrid í París í gær sést best á tölfræðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benzema yppti öxlum.
Benzema yppti öxlum. vísir/getty
Real Madrid sá aldrei til sólar í gærkvöldi er liðið tapaði 3-0 fyrir PSG í stórleik gærkvöldsins í A-riðlinum.

Angel Di Maria kom PSG yfir á 14. mínútu eftir sendingu Juan Bernat og Di Maria tvöfaldaði svo forystuna á 33. mínútu.

Þriðja og síðasta markið skoraði Thomas Meunier eftir laglega skyndisókn í uppbótartíma en aftur var það Juan Bernat sem var arkitektinn.

Leikur Real var ekki upp á marga fiska og það kemur bersýnilega í ljós þegar litið er á tölfræðina úr leiknum.

Madrídarliðið átti ekki skot á markið í leiknum en það er í fyrsta skipti sem það gerist síðan tímabilið 2003/2004. Þeir hafa síðan þá spilað 167 Meistaradeildarleiki.

Þetta er einnig í fyrst skipti síðan 2013 sem Real Madrid tapar tveimur leikjum í röð í Meistaradeildinni en þeir töpuðu gegn Ajax á síðustu leiktíð í 16-liða úrslitunum.

Þeir hafa svo aldrei tapað svona stórt í 1. umferð Meistaradeildarinnar svo það er ljóst að pressan er orðinn enn meiri á Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×