„Hann verður einn sá besti í heimi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 09:45 Erling Braut Håland með boltann eftir þrennuna í gærkvöldi. Getty/TF-Images Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Red Bull Salzburg, var að sjálfsögðu mjög ánægður með framherjann sinn Erling Braut Håland eftir 6-2 stórsigur á Genk í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Jesse Marsch var beðinn um að lýsa Erling Braut Håland í þremur orðum: „Jákvæður, orkumikill, spennandi eða kannski rafmagnaður,“ svaraði Jesse Marsch og þurfti að nota fjögur lýsingarorð enda ekki auðvelt að lýsa framtíðarstjörnu norska fótboltans.Erling Haland: Scored 9 goals in an U20 World Cup game Scored 17 goals in 9 games for Salzburg this season Scored a hat-trick on his Champions League debut Remember the name! pic.twitter.com/gfA742zAMR — ESPN UK (@ESPNUK) September 17, 2019 Liðsfélags Erling Braut Håland er líka yfir sig hrifnir af stráknum sem skoraði þrennu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik í gær. Strákurinn er aðeins nítján ára gamall en búinn að skora 17 mörk í fyrstu 9 leikjum tímabilsins þar af þrennu í tveimur síðustu leikjum. „Hann er stórkostlegur. Með þessa hæð en samt svo lipur og ákveðinn með boltann. Það er mjög erfitt að spila á móti honum á æfingum og maður verður eiginlega bara að brjóta á honum,“ sagði Max Wöber, liðsfélagi Håland hjá Red Bull Salzburg.RB Salzburg's attacking four: Erling Braut Haland: 9 games, 17 goals & 5 assists Hee-chan Hwang: 8 games, 6 goals & 9 assists Takumi Minamino: 8 games, 4 goals & 6 assists Patson Daka: 8 games, 5 goals & 3 assists Entertaining style of play & entertaining players. pic.twitter.com/lvSfV6je2p — FootballTalentScout (@FTalentScout) September 17, 2019 „Enn einu sinni sannaði Erling það að hann mun verða einn besti framherji í heimi,“ bætti Wöber við. Erling Braut Håland sjálfur ætlar sér stóra hluti í Meistaradeildinni strax á þessu tímabili.Erling Braut Håland now holds the record for the youngest player to score a #UCL first-half hat-trick and most goals in a single U20 World Cup match. At 19 years old, expect plenty more records to be broken.https://t.co/7cqyFxGwsv— Squawka Football (@Squawka) September 17, 2019 „Það er allt mögulegt. Við sáum Ajax liðið á síðustu leiktíð. Það væri gaman að vera nýja Ajax en við vitum að það er fullt af góðum liðum. Þetta verður erfitt en miði er möguleiki,“ sagði Erling Braut Håland. Red Bull Salzburg á eftir að spila við Evrópumeistara Liverpool og ítalska félagið Napoli. Napoli vann einmitt Liverpool í hinum leik riðilsins í gærkvöldi.Erling Braut Håland fagnar.Getty/TF-Images Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Red Bull Salzburg, var að sjálfsögðu mjög ánægður með framherjann sinn Erling Braut Håland eftir 6-2 stórsigur á Genk í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Jesse Marsch var beðinn um að lýsa Erling Braut Håland í þremur orðum: „Jákvæður, orkumikill, spennandi eða kannski rafmagnaður,“ svaraði Jesse Marsch og þurfti að nota fjögur lýsingarorð enda ekki auðvelt að lýsa framtíðarstjörnu norska fótboltans.Erling Haland: Scored 9 goals in an U20 World Cup game Scored 17 goals in 9 games for Salzburg this season Scored a hat-trick on his Champions League debut Remember the name! pic.twitter.com/gfA742zAMR — ESPN UK (@ESPNUK) September 17, 2019 Liðsfélags Erling Braut Håland er líka yfir sig hrifnir af stráknum sem skoraði þrennu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik í gær. Strákurinn er aðeins nítján ára gamall en búinn að skora 17 mörk í fyrstu 9 leikjum tímabilsins þar af þrennu í tveimur síðustu leikjum. „Hann er stórkostlegur. Með þessa hæð en samt svo lipur og ákveðinn með boltann. Það er mjög erfitt að spila á móti honum á æfingum og maður verður eiginlega bara að brjóta á honum,“ sagði Max Wöber, liðsfélagi Håland hjá Red Bull Salzburg.RB Salzburg's attacking four: Erling Braut Haland: 9 games, 17 goals & 5 assists Hee-chan Hwang: 8 games, 6 goals & 9 assists Takumi Minamino: 8 games, 4 goals & 6 assists Patson Daka: 8 games, 5 goals & 3 assists Entertaining style of play & entertaining players. pic.twitter.com/lvSfV6je2p — FootballTalentScout (@FTalentScout) September 17, 2019 „Enn einu sinni sannaði Erling það að hann mun verða einn besti framherji í heimi,“ bætti Wöber við. Erling Braut Håland sjálfur ætlar sér stóra hluti í Meistaradeildinni strax á þessu tímabili.Erling Braut Håland now holds the record for the youngest player to score a #UCL first-half hat-trick and most goals in a single U20 World Cup match. At 19 years old, expect plenty more records to be broken.https://t.co/7cqyFxGwsv— Squawka Football (@Squawka) September 17, 2019 „Það er allt mögulegt. Við sáum Ajax liðið á síðustu leiktíð. Það væri gaman að vera nýja Ajax en við vitum að það er fullt af góðum liðum. Þetta verður erfitt en miði er möguleiki,“ sagði Erling Braut Håland. Red Bull Salzburg á eftir að spila við Evrópumeistara Liverpool og ítalska félagið Napoli. Napoli vann einmitt Liverpool í hinum leik riðilsins í gærkvöldi.Erling Braut Håland fagnar.Getty/TF-Images
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó