Hætt við skráningu og fjárfestingarráð skipað Hörður Ægisson skrifar 18. september 2019 07:45 Eignasafn Almenna leigufélagsins telur samtals rúmlega 1.200 íbúðir. Fréttablaðið/Anton brink Almenna leigufélagið, næststærsta leigufélag landsins, hefur hætt við áform, sem stefnt hefur verið að síðustu misseri, um skráningu félagsins á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þetta var á meðal þess kom fram á fundi með sjóðfélögum Almenna leigufélagsins eignarhaldssjóðs (ALE), sem er eigandi leigufélagsins og er í stýringu hjá Kviku banka, í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þá verður sett á fót sérstakt fimm manna fjárfestingarráð, skipað fulltrúum sumra af stærstu hluthöfum ALE sjóðsins, en hann var áður í stýringu hjá GAMMA Capital Management, sem mun í kjölfarið einnig tilnefna tvo nýja fulltrúa í stjórn leigufélagsins. Stofnanafjárfestar í hluthafahópnum hafa komið sér saman um að Markús Hörður Árnason, forstöðumaður fjárfestinga hjá TM, og Óðinn Árnason, sjóðsstjóri hjá Stefni, taki sæti í fjárfestingarráðinu og þá mun að auki Einar Sigurðsson, fjárfestir og sonur Guðbjargar Matthíasdóttur, meirihlutaeiganda Ísfélags Vestmannaeyja, setjast í ráðið, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í röðum einkafjárfesta á hins vegar enn eftir að ákveða hvaða tveir fulltrúar til viðbótar verða skipaðir í fjárfestingarráðið en gert er ráð fyrir að sú niðurstaða muni liggja fyrir á næstu dögum. Aðkoma sjóðfélaga, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, kemur til vegna vaxandi undiröldu margra úr röðum þeirra með rekstur sjóðsins, einkum hvað varðar rekstrarkostnað. Hlutverk fjárfestingarráðsins verður í upphafi að leggja mat á stöðu leigufélagsins, sem skilaði aðeins um þrettán milljóna hagnaði á fyrri árshelmingi, og taka ákvarðanir um næstu skref. Þar er meðal annars til skoðunar að sjóðnum verði slitið áður en líftími hans rennur út, sem er um mitt næsta ár, og að hluthafarnir eignist þá sjálfir hlutabréf í Almenna leigufélaginu og taki við rekstri fyrirtækisins. Til að koma til móts við meðal annars gagnrýni sjóðfélaga um mikinn rekstrarkostnað var samþykkt á fyrrnefndum fundi í liðinni viku að lækka verulega þá þóknun sem sjóðurinn hafði innheimt fyrir stýringu eigna. Þannig var ákveðið að hún myndi lækka um 75 prósent – úr því að nema 0,4 prósentum af heildareignum í 0,1 prósent – eða sem jafngildir liðlega 150 milljónum króna á ársgrundvelli en heildareignir leigufélagsins voru um 48 milljarðar króna í lok júní á þessu ári. Verði rekstri fagfjárfestasjóðs Almenna leigufélagsins slitið og félagið færist beint í eigu hluthafa er óvíst um á hvaða gengi sú tilfærsla yrði gerð. Þrátt fyrir að búið sé að falla frá áformum um skráningu leigufélagsins á aðalmarkað útiloka ekki sumir stofnanafjárfestar á meðal sjóðfélaga þann möguleika, þótt hann sé engu að síður talinn ólíklegur, að félagið kunni að verða skráð á First North markaðinn í Kauphöllinni á seinni hluta næsta árs. Heimavellir, stærsta leigufélag landsins, var sem kunnugt er skráð á Aðalmarkað í fyrra. Aðeins um níu mánuðum síðar var tillaga stærstu hluthafa um afskráningu leigufélagsins samþykkt af meira en 80 prósentum hluthafa á aðalfundi. Kauphöllin hafnaði hins vegar sem kunnugt er beiðni Heimavalla um að taka bréf félagsins úr viðskiptum á Aðalmarkaði. Afar lítil velta hefur einkennt viðskipti með bréf Heimavalla og hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um 15 prósent frá skráningu. Hagnaður Almenna leigufélagsins, sem á samtals um 1.200 íbúðir, á fyrstu sex mánuðum ársins dróst verulega saman á milli ára og nam tæplega 13 milljónum borið saman við rúmlega 400 milljónir á sama tíma 2018. Þar munaði mestu um að matsbreyting fjárfestingaeigna var aðeins jákvæð um 62 milljónir borið saman við 770 milljónir árið áður. Vaxtaberandi skuldir félagsins námu 30,6 milljörðum og eigið fé var tæplega 13 milljarðar. Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Húsnæðismál Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Almenna leigufélagið, næststærsta leigufélag landsins, hefur hætt við áform, sem stefnt hefur verið að síðustu misseri, um skráningu félagsins á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þetta var á meðal þess kom fram á fundi með sjóðfélögum Almenna leigufélagsins eignarhaldssjóðs (ALE), sem er eigandi leigufélagsins og er í stýringu hjá Kviku banka, í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þá verður sett á fót sérstakt fimm manna fjárfestingarráð, skipað fulltrúum sumra af stærstu hluthöfum ALE sjóðsins, en hann var áður í stýringu hjá GAMMA Capital Management, sem mun í kjölfarið einnig tilnefna tvo nýja fulltrúa í stjórn leigufélagsins. Stofnanafjárfestar í hluthafahópnum hafa komið sér saman um að Markús Hörður Árnason, forstöðumaður fjárfestinga hjá TM, og Óðinn Árnason, sjóðsstjóri hjá Stefni, taki sæti í fjárfestingarráðinu og þá mun að auki Einar Sigurðsson, fjárfestir og sonur Guðbjargar Matthíasdóttur, meirihlutaeiganda Ísfélags Vestmannaeyja, setjast í ráðið, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í röðum einkafjárfesta á hins vegar enn eftir að ákveða hvaða tveir fulltrúar til viðbótar verða skipaðir í fjárfestingarráðið en gert er ráð fyrir að sú niðurstaða muni liggja fyrir á næstu dögum. Aðkoma sjóðfélaga, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, kemur til vegna vaxandi undiröldu margra úr röðum þeirra með rekstur sjóðsins, einkum hvað varðar rekstrarkostnað. Hlutverk fjárfestingarráðsins verður í upphafi að leggja mat á stöðu leigufélagsins, sem skilaði aðeins um þrettán milljóna hagnaði á fyrri árshelmingi, og taka ákvarðanir um næstu skref. Þar er meðal annars til skoðunar að sjóðnum verði slitið áður en líftími hans rennur út, sem er um mitt næsta ár, og að hluthafarnir eignist þá sjálfir hlutabréf í Almenna leigufélaginu og taki við rekstri fyrirtækisins. Til að koma til móts við meðal annars gagnrýni sjóðfélaga um mikinn rekstrarkostnað var samþykkt á fyrrnefndum fundi í liðinni viku að lækka verulega þá þóknun sem sjóðurinn hafði innheimt fyrir stýringu eigna. Þannig var ákveðið að hún myndi lækka um 75 prósent – úr því að nema 0,4 prósentum af heildareignum í 0,1 prósent – eða sem jafngildir liðlega 150 milljónum króna á ársgrundvelli en heildareignir leigufélagsins voru um 48 milljarðar króna í lok júní á þessu ári. Verði rekstri fagfjárfestasjóðs Almenna leigufélagsins slitið og félagið færist beint í eigu hluthafa er óvíst um á hvaða gengi sú tilfærsla yrði gerð. Þrátt fyrir að búið sé að falla frá áformum um skráningu leigufélagsins á aðalmarkað útiloka ekki sumir stofnanafjárfestar á meðal sjóðfélaga þann möguleika, þótt hann sé engu að síður talinn ólíklegur, að félagið kunni að verða skráð á First North markaðinn í Kauphöllinni á seinni hluta næsta árs. Heimavellir, stærsta leigufélag landsins, var sem kunnugt er skráð á Aðalmarkað í fyrra. Aðeins um níu mánuðum síðar var tillaga stærstu hluthafa um afskráningu leigufélagsins samþykkt af meira en 80 prósentum hluthafa á aðalfundi. Kauphöllin hafnaði hins vegar sem kunnugt er beiðni Heimavalla um að taka bréf félagsins úr viðskiptum á Aðalmarkaði. Afar lítil velta hefur einkennt viðskipti með bréf Heimavalla og hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um 15 prósent frá skráningu. Hagnaður Almenna leigufélagsins, sem á samtals um 1.200 íbúðir, á fyrstu sex mánuðum ársins dróst verulega saman á milli ára og nam tæplega 13 milljónum borið saman við rúmlega 400 milljónir á sama tíma 2018. Þar munaði mestu um að matsbreyting fjárfestingaeigna var aðeins jákvæð um 62 milljónir borið saman við 770 milljónir árið áður. Vaxtaberandi skuldir félagsins námu 30,6 milljörðum og eigið fé var tæplega 13 milljarðar.
Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Húsnæðismál Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira