Alvarleg vannæring ógnar lífi barna í Mósambík Heimsljós kynnir 16. september 2019 11:15 OCHA/Saviano Abreu Tæplega ein milljón íbúa Mósambík býr við vannæringu og matarskort, þar af 160 þúsund börn yngri en fimm ára, segir í tilkynningu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), sem álítur að ástandið eigi eftir að versna á komandi mánuðum. Þetta hörmungarástand er bein afleiðing fellibyljanna Idai og Kenneth sem herjuðu á Mósambík og grannríki í mars og apríl á þessu ári. Fellibyljirnir skildu eftir sig slóð eyðileggingar í miðríkjum og norðurhluta landsins, flóð eyðilögðu akra á 780 þúsund hektara svæði og tugir þúsunda íbúa þurftu að flýja heimili sín. Að mati fulltrúa UNICEF eru miklar líkur á því að börnum sem búi við alvarlega vannæringu fjölgi á þessum slóðum og að þau verði allt að 200 þúsund í febrúar á næsta ári. Um 38 þúsund börn gætu orðið svo alvarlega vannærð að þau gætu dáið, segir í frétt UNICEF.Að sögn Marcoluigi Corsi fulltrúa UNICEF í Mósambík hafa afleiðingar flóðanna, sem fylgdu í kjölfar fellibyljanna, á landbúnað leitt til þess að börn fá ekki nægilega næringarríkan mat til þess að þroskast á heilbrigðan hátt. Að nokkrum mánuðum liðnum verði ástandið orðið enn alvarlegra og því sé bráðnauðsynlegt að fá stuðning við áframhaldandi mannúðaraðastoð. Hann bendir jafnframt á að á tímum matarskorts sé hætta á öryggi barna sé ógnað. Stighækkandi verð á matvælum geti leitt til þess að fjölskyldur grípi til óyndisúrræða eins og að gifta dætur sínar barnungar eða senda börnin í nauðungarvinnu. Corsi segir að nýleg könnun bendi til þess að barnabrúðkaupum sé að fjölga og dæmi séu um að stúlkur yngri en 13-14 ára séu komnar í hjónaband.Neyðarkall mannúðarsamtaka vegna barna í MósambíkÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent
Tæplega ein milljón íbúa Mósambík býr við vannæringu og matarskort, þar af 160 þúsund börn yngri en fimm ára, segir í tilkynningu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), sem álítur að ástandið eigi eftir að versna á komandi mánuðum. Þetta hörmungarástand er bein afleiðing fellibyljanna Idai og Kenneth sem herjuðu á Mósambík og grannríki í mars og apríl á þessu ári. Fellibyljirnir skildu eftir sig slóð eyðileggingar í miðríkjum og norðurhluta landsins, flóð eyðilögðu akra á 780 þúsund hektara svæði og tugir þúsunda íbúa þurftu að flýja heimili sín. Að mati fulltrúa UNICEF eru miklar líkur á því að börnum sem búi við alvarlega vannæringu fjölgi á þessum slóðum og að þau verði allt að 200 þúsund í febrúar á næsta ári. Um 38 þúsund börn gætu orðið svo alvarlega vannærð að þau gætu dáið, segir í frétt UNICEF.Að sögn Marcoluigi Corsi fulltrúa UNICEF í Mósambík hafa afleiðingar flóðanna, sem fylgdu í kjölfar fellibyljanna, á landbúnað leitt til þess að börn fá ekki nægilega næringarríkan mat til þess að þroskast á heilbrigðan hátt. Að nokkrum mánuðum liðnum verði ástandið orðið enn alvarlegra og því sé bráðnauðsynlegt að fá stuðning við áframhaldandi mannúðaraðastoð. Hann bendir jafnframt á að á tímum matarskorts sé hætta á öryggi barna sé ógnað. Stighækkandi verð á matvælum geti leitt til þess að fjölskyldur grípi til óyndisúrræða eins og að gifta dætur sínar barnungar eða senda börnin í nauðungarvinnu. Corsi segir að nýleg könnun bendi til þess að barnabrúðkaupum sé að fjölga og dæmi séu um að stúlkur yngri en 13-14 ára séu komnar í hjónaband.Neyðarkall mannúðarsamtaka vegna barna í MósambíkÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent