Víkingar hafa því unnið tvo síðustu stóru titlana í sögu félagsins 14. september.
Víkingur vann FH, 1-0, í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í kvöld. Óttar Magnús Karlsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 58. mínútu.
Þar með lauk 48 ára bið Víkinga eftir bikarmeistaratitli. Þeir urðu bikarmeistarar í fyrsta sinn eftir sigur á Breiðabliki, 1-0, á Melavellinum 1971.
Víkingar hafa unnið sjö stóra titla í sögu félagsins; fimm Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla.
